Ólafur Ragnar gefur kost á sér til endurkjörs

Ólafur Ragnar GrímssonÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu nú laust eftir hádegið um að hann ætlaði að gefa kost á sér til endurkjörs og vilji sitja fjórða kjörtímabilið. Þessi ákvörðun þarf ekki að koma að óvörum. Það hefur eiginlega blasað við frá því að hann ákvað að nota ekki þingsetningu sem vettvang ákvörðunar um framhaldið að hann ætlaði sér að sitja eitt tímabil enn.

Með þessu fetar Ólafur Ragnar Grímsson í fótspor Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur sem bæði sátu á forsetastóli á Bessastöðum í sextán ár, en Kristján Eldjárn sat í tólf ár og Sveinn Björnsson var forseti Íslands í átta ár, auk þess að vera fyrsti og eini ríkisstjóri Íslands í þrjú ár áður, og lést í embætti. Ólafur Ragnar sagði í kosningabaráttunni 1996 að hann ætlaði sér, ef kjörinn væri, að sitja í embættinu tvö kjörtímabil hið mesta en hefur nú fetað í fótspor þeirra sem lengst hafa setið á Bessastöðum - metið stöðuna með öðrum hætti séð frá sjónarhóli þess sem situr á forsetastóli.

Átti mun frekar von á þessari ákvörðun en því að Ólafur Ragnar ætlaði að hætta. Hefði hann dregið sig í hlé hefði hann tilkynnt þá ákvörðun þingi og þjóð með formlegum hætti við þingsetningu í október. Enda var þá hávær umræða um hvað Ólafur Ragnar ætlaði að gera og fylgst var með hverju orði hans í ræðu í þingsal. Taldi alltaf mun líklegra að tilkynning um starfslok kæmi þar, enda var Ólafur Ragnar alþingismaður samanlagt í áratug, með hléum reyndar. Hann reyndar ennfremur einn fárra utanþingsráðherra í stjórnmálasögu landsins, enda var hann ekki alþingismaður er hann sat sem fjármálaráðherra 1988-1991 og formaður Alþýðubandalagsins fyrra kjörtímabil sitt í forystu.

Með þessari ákvörðun felst ennfremur ákvörðun Ólafs Ragnars um að gegna forsetaembætti fram að eftirlaunaaldri. Verði Ólafur Ragnar endurkjörinn eða sjálfkjörinn, sem telja má nær öruggt á hvorn veginn sem það svosem fer, verður hann orðinn 69 ára gamall er fjórða kjörtímabilinu lýkur í ágúst 2012. Hann er með þessu að fókusera sig á þau verkefni sem hann hefur sinnt í tólf ár en ætlar ekki að hugsa til verka í fjarlægri stórborg eins og mörgum fannst reyndar líklegt af framgöngu hans á erlendum vettvangi undanfarin misseri, þar sem hann hefur frekar minnt á pólitískan leiðtoga með ambisjónir en þjóðhöfðingja lítillar þjóðar.

Það má vel vera að það sé að verða að hefð að forsetar Íslands sitji fjögur kjörtímabil á Bessastöðum. Það gerist ekki oft að ég sé sammála Steingrími J. Sigfússyni en ég get tekið undir hvert orð hans með kjörtímabil forseta Íslands í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær. Það færi vel á því að það væri ákveðið að forseti sæti í sex ár í embætti en gæti aðeins einu sinni gefið kost á sér til endurkjörs og með því tryggt að forseti sæti aðeins tvö sex ára kjörtímabil. Að mínu mati er tólf ár í senn hæfilegur og nægilegur tími til setu í forsetaembættinu.

En ég fagna því að Ólafur Ragnar hafi tekið af skarið. Það þurfti að fá skýrar línur með stöðu mála. Það er eðlilegt að sitjandi forseti tilkynni eigi síðar en í nýársávarpi á kosningaári hvort að hann ætli sér að sækjast eftir endurkjöri. Fyrir fjórum árum beið Ólafur Ragnar fram í marsmánuð með ákvörðun um þriðja kjörtímabilið. Það var of löng bið. Það er enda eðlilegt ætli forseti sér að hætta eða halda áfram að sú ákvörðun liggi fyrir vel tímanlega svo að aðrir geti íhugað sína stöðu.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú bara vona ég að það poppi ekki upp einhver asninn og bjóði sig fram á móti honum, bara til að vekja athygli á sér og sóa peningum í vitleysu. Ég er sátt við að Óli verði eitt tímabil enn.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein eins og þin er von og visa!!!!,og eg vona að þessi ákvörðum 'Olafs Raggnars verði landi og þjóð til sóma/Bestu nýjárskveðjur til þin/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.1.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta eru sorgleg tíðindi að órg ætli í 4 kjörtímabilið. 
Hann sagði á sínum tíma að hann myndi ekki vera nema 12.ár í þessu embætti.
Davíð Oddsson hefur ekki áhuga á þessu embætti - Ásdís Halla Bragadóttir er rétti kandídatinn.

Óðinn Þórisson, 1.1.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ástþór mun að venju gefa kost á sér.

Sigurður Þórðarson, 1.1.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og gleðilegt ár!

Árni: Já, ég tel að þetta verði lítil barátta. Má vera að komi annað framboð en það verður ekki alvöruátök í kosningum fari svo. Á ekki von á því allavega.

Ásdís: Mér finnst samt tólf ár alveg nóg. Finnst þetta vera svona í það mesta. Það á einfaldlega að breyta stjórnarskrárliðum um forsetaembættið og setja tímamörk á þá sem eru kjörnir á forsetastól.

Halli: Takk fyrir góð orð. Það verður spennandi að sjá hvort og þá hverjir fara fram gegn honum og hvort við fáum spennandi forsetakosningar. Efa það þó.

Óðinn: Já, ég er ekki hrifinn af því að hann ætli í fjórða tímabilið. Finnst vera kominn tími á uppstokkun. Það gerir okkur öllum gott að hafa fólk ekki of lengi á svona póstum.

Hörður: Takk kærlega fyrir góðu orðin. Ólafur Ragnar hefur alls ekki verið alslæmur, en hann er umdeildari en forverar hans. Það verður spennandi að sjá hvort algjör samstaða verði um hann núna síðasta tímabilið.

Siggi: Eflaust, annað væri stílbrot. Þeir orðnir svo gott framboðspar Óli og Ástþór hehe.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.1.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Stebbi.  Ef að góður kandidat kemur fram á sjónarsviðið þá er í lagi að kjósa en ekki einhvern fíflaskap, það er það sem ég var að meina. Ef enginn býður sig fram þá má Óli gjarnan vera áfram mín vegna.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já við erum greinilega alveg sammála um það Ásdís mín. Ég vil alvörufólk í framboð um þetta embætti. Ég skilaði auðu í forsetakosningunum fyrir fjórum árum og geri það aftur ef Ástþór verður einn gegn Ólafi Ragnari. Er samt að vona að Ástþór hætti að auglýsa sig með lógóinu Friður 2000 og fari að hugsa um að rækta frið innra með sér frekar en annarsstaðar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.1.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband