Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

Kjartan Gunnarsson

Kjartan Gunnarsson tilkynnti á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu að hann hefði ákveðið að láta af embætti framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Kjartan hefur verið framkvæmdastjóri flokksins frá árinu 1980 og verið framkvæmdastjóri í tíð fjögurra formanna Sjálfstæðisflokksins: Geirs Hallgrímssonar, Þorsteins Pálssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Við starfi hans mun taka Andri Óttarsson, lögfræðingur.

Þetta eru mikil þáttaskil fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Persónulega vil ég þakka Kjartani Gunnarssyni fyrir óeigingjarnt og drenglynt starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gegnum árin. Hann hefur verið öflugur forystumaður innra starfs flokksins og lagt mikið af mörkum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu áratugina. Um leið vil ég óska Andra til hamingju með starfið og vona að honum gangi vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband