Var kveikt í íbúðinni á Neshaganum?

Sögusagnir herma að kveikt hafi verið í íbúðinni á Neshaganum í nótt. Íbúðin var mannlaus er eldurinn kom upp, en eigandinn er einstæð móðir, sem nú er í fríi erlendis. Það er mjög dapurlegt að kveikt sé í heimili fólks með þessum hætti og eiginlega ótrúleg mannvonska sem í því felst. Heimili fólks er þeirra helgasti staður og það er mikið persónulegt áfall að missa aleigu sína. Það áfall verður mun erfiðara við að eiga sé það í skugga þess að eldur hafi kviknað af mannavöldum.

Vorkenni þessari konu, enda er þetta eins og ég sagði fyrr í dag mikið persónulegt áfall. Þó að bæta megi jarðneska hluti er skaðinn alltaf mikill. Það er skelfileg mannvonska fólgin í því að valda öðrum slíkum skaða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er skelfilegt, Brynja. Það er dapurlegt þegar að fólk gerir svona, eyðileggur fyrir fólki.

sumahama: Heyrði af þessu seinnipartinn. Sá svo eftir að ég skrifaði bloggfærsluna að fjallað var um þetta á Stöð 2 örlítið. Þannig að þetta hefur verið staðfest með nokkuð áberandi hætti. Það verður eflaust rætt meira um þetta næstu dagana.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.1.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband