Manndrápsakstur í umferðinni

Enn og aftur berast fregnir af ökumönnum sem keyra um á manndrápshraða, keyra langt yfir hraðamörk og jafnvel í vímuástandi. Akstur á þeim hraða og var t.d. í þessu tilfelli á Reykjanesbrautinni flokkast ekki undir neitt annað en hreinan háska, enda eru í senn bæði ökumaðurinn og þeir sem hann mætir í lífshættu vegna þess. Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður í dópvímu drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum.

Það er auðvitað mikið áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum með tilliti til mála af þessu tagi. Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala. Það er auðvitað dapurlegt þegar að fólk tekur þá ákvörðun að geisast áfram á kolólöglegum hraða og jafnvel í vímu, ber ekki einu sinni meiri virðingu fyrir sjálfu sér en það og hvað þá þeim sem það mætir á leið sinni.

Þetta hefur gerst of oft á síðustu mánuðum. Þetta hlýtur að fara að leiða til þess að horft verði út fyrir orð okkar allra sem tölum fyrir því að fólk hugsi sitt ráð og fari ekki undir stýri í annarlegu ástandi. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum að undanförnu.

Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er á að tala um með mjög áberandi hætti.

mbl.is Tekinn á 139 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til allrar hamingju fékk lögregla heimildir til þess að kanna fleira en áfengi sem aftur skilar miklu eins og dæmin sanna.

Það er hins vegar ekki nóg að þeir vinni sitt verk að þessu leyti til af menn i annarlegu ástandi sem sviptir hafa verið skírteinum halda próflausir af stað á ný.

Ég tel að auka þurfi heimildir lögreglu til að dæma menn í meðferð sem og eftirfylgni með slíku.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2008 kl. 02:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er mest áhyggjufull vegna aukinnar neyslu fíkniefna, hún hefur stóraukist.  Og samfara henni virðist mikil aukning á ofbeldi og allskonar rugli, ég vinn á bar við Laugaveginn og mér stendur ekki á sama.  Það er fullt af kolrugluðu fólki á ferli í dag, sem er til alls víst

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2008 kl. 02:49

3 identicon

Tek undir þetta með ykkur. Raunverulegt áhyggjuefni hversu algeng vímuefnaneysla virðist vera orðin. Hvar gætu orsakirnar að þessu legið?

Einhvern veginn finnst mér að siðferðiskennd og samfélagsvitund séu orðin að engu.

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband