Hillary laðar að sér karlremburnar

Hillary Rodham Clinton Tvisvar á innan við viku hafa ungir karlmenn sett mark sitt á framboðsfundi Hillary Rodham Clinton og hlotið sömu viðbrögð frá henni. Bónorð unga mannsins í Kaliforníu fékk hana til að taka fljótt af skarið og saka viðkomandi um karlrembu. Sama gerðist á framboðsfundi sl. mánudag í Salem í New Hampshire en þar kölluðu tveir ungir menn að henni að þeir vildu að hún straujaði fyrir þá skyrturnar sínar.

Hillary tæklaði alla þrjá mennina með sömu orðum um karlrembu og talaði um að þarna væru nú síðustu leifar hennar að finna. Margir stjórnmálaskýrendur vilja meina að atvikið í Salem í New Hampshire hafi fengið margar konur í fylkinu til að styðja Hillary og styrkt stöðu hennar á lokasprettinum þar. Það er reyndar ljóst af fréttamyndum að Hillary brá mjög, sérstaklega við ummæli mannsins í Kaliforníu, en hún var þó fljót upp á lagið og svara með þeim hætti að fjölmiðlar vitna í og vakið hefur athygli.

Það er alveg ljóst að það eru mikil þáttaskil í bandarískum stjórnmálum. Aðeins einu sinni fram til þessa hefur kona verið í forystu forsetaframboðs í Bandaríkjunum, en Geraldine Ferraro var varaforsetaefni Walter Mondale í forsetakosningunum 1984. Þau töpuðu stórt fyrir Ronald Reagan og George H. W. Bush, sem unnu sigur í öllum fylkjum í kosningunum nema heimafylki Mondale, Minnesota, en það var einn sterkasti persónulegi sigur frambjóðanda í forsetakosningum í rúmlega 200 ára sögu Bandaríkjanna. Síðan hefur frambjóðandi ekki valið konu sér við hlið og engin kona hefur fyrr komist eins langt og Hillary Rodham Clinton hefur náð.

Það verður áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamenn eru í ljósi þessarar sögu tilbúnir í að fá konu sem alvöru keppinaut um Hvíta húsið, sem eigi raunhæfa möguleika á að vinna Hvíta húsið. Demókratar virðast vera að marka söguna hvernig sem fer, en John Edwards virðist ekki eiga möguleika gegn sögulegum valkostum flokksins; fyrstu konunni sem gæti orðið forseti og fyrsta blökkumanninum sem gæti orðið forseti.

Það verður áhugavert að sjá hvort að baráttan öll fær á sig sömu ummæli og Hillary valdi ungu mönnunum sem ætluðu að slá hana út af laginu. Því ef hún tapar útnefningunni, eftir glæsilegan stjórnmálaferil, mun hún eflaust nefna þennan slag karlrembukosningarnar, þar sem konu var hafnað fyrir karlmenn.

mbl.is „Viltu giftast mér Hillary?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ehh....  Stebbi...

Hillary svaraði bónorðinu alls ekki með því saka viðkomandi um karlrembu, heldur svaraði hún mjög kurteisislega að þetta væri vinsamlegasta tilboð sem hún hefði fengið lengi.

Svar Hillary við óskinni um að strauja skyrtuna var ekkert annað en snilldarlegt - íslenska þýðingin nær henni alls ekki: 

Ah, the remnants of sexism — alive and well

Óskin sjálf var ekkert annað en karlremba af barnalegustu sort! 

En þó að tveir menn mæti á fundinn og geri sjálfa sig að fífli þá er langt því frá að hægt sé að segja að Hillary laði að sér karlrembu, hvað þá að hún afgreiði allt með því að segja það karlrembu. 

Síðasta fullyrðingin þín segir síðan meira um þig en skoðanir Hillary Clinton...

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband