Svanfríður verður áfram bæjarstjóri á Dalvík

Svanfríður JónasdóttirSamkomulag mun nú hafa nást milli J-listans og Framsóknarflokks í Dalvíkurbyggð um að Svanfríður Jónasdóttir, fyrrum alþingismaður, verði bæjarstjóri til loka kjörtímabilsins, en áður hafði verið samið um að hún gegndi embættinu aðeins í tvö ár, en þá fengi Framsókn að ráðstafa embættinu og var í kortunum að auglýsa það en ráðið yrði í það að þeirra tillögu. Mun Framsókn fá í staðinn formennsku í bæjarráði, að mér skilst.

Ætla framboðin að endurmynda samstarf sitt og ganga frá nýjum málefnasamningi í ljósi þessa, en samstarfið hékk á bláþræði því að J-listinn vildi að Svanfríður héldi bæjarstjórastólnum og fyrra samkomulag yrði fellt úr gildi. Hrikti í stoðum þessa meirihluta vegna málsins og við blasti að J-listinn myndi slíta meirihlutanum fengi Svanfríður ekki að halda áfram. Auk þess var vel ljóst að allir aðrir voru vel tilbúnir til að ljá máls á þessu formi til að mynda nýjan meirihluta.

Átti svosem ekki von á öðru en samkomulag myndi nást milli aðila út með firði. Það hefur reyndar komið mér á óvart mjög lengi að J-listinn skyldi sætta sig við að skipta tímabilinu upp. Það hefur blasað við um nokkuð skeið að það yrði erfitt fyrir Svanfríði að hætta í hálfleik og þjálfa svo upp annan bæjarstjóra til að vinna með henni.

Það hljómaði beinlínis absúrd, enda hefur aldrei verið hefð á Dalvík að ráða bæjarstjóra með svo hálfum hug og er var í þessu tilfelli. En eftir stendur að Framsókn varð að bakka og sætta sig við orðinn hlut og bíta í það súra að fórna bæjarstjórastólnum sem þeir höfðu samið um að fá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehehe... frábært lag. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.1.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband