Ástþór flippar yfir um - forsetaframboð planað

Ástþór Magnússon Það er ekki hægt að túlka ákæru Ástþórs Magnússonar öðruvísi en sem svo að hann ætli sér að gefa kost á sér í forsetakosningunum 28. júní nk. og fara í þriðja skiptið í kosningu gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Hann reyndar ætlaði sér að fara fram árið 2000 en varð þá að hætta við vegna þess að honum tókst ekki að safna meðmælendum í tæka tíð. Segja má því að Ástþór hafi fylgt Ólafi Ragnari eftir sem skugginn alla forsetatíð hans og ætli sér að vera við hlið hans í síðustu kosningunum sem hann mun taka þátt í á sínum ferli.

Þórunn Guðmundsdóttir hafði fullan rétt á því að tjá skoðanir sínar og segja það sem henni fannst. Hún er ekki lengur í yfirkjörstjórn og er ekki bundin af neinum embættisskyldum þar lengur, þó að hún hafi vissulega verið formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík í forsetakosningunum 2004. Eftir stendur þó að hún hefur fullt málfrelsi til að segja skoðanir sínar. Verði hún dæmd fyrir þetta má í raun segja að málfrelsið í þeirri mynd sem við þekkjum það bíði verulegan skaða af. Annars tel ég það fráleitt að hún fái á sig dóm fyrir að segja sínar skoðanir með þessum hætti.

Ástþór hefur alla tíð verið ólíkindatól hið mesta. Yfirvofandi forsetaframboð er af slíkum skala að það er eðlilegt að fólk hafi á því afgerandi skoðanir. Eftir allar fyrri tilraunirnar er ekki nema von að spurt sé um hvað Ástþór sé að hugsa sér að gera með þriðja framboðinu eða telji sig áorka með því. Það er ekkert óeðlilegt við þær pælingar. Það þarf ekki að koma honum að óvörum að fólk hafi sterkar skoðanir og eða leggist gegn þeim áætlunum hans eftir allt sem á undan er gengið. En kannski hefur maðurinn endanlega flippað yfir um.

mbl.is Ástþór kærir Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Jesús minn. Ekki ætlar Ástþór enn og eftur í framboð til forstetakosninga ?

Sæjuð þið hann í anda eins og hann hefur hagað sér í gegn um tíðina sem forseti okkar ?  Enda þvílík sóun á peninga ef hann ætlar í framboð. Leyfum Ólafi að sitja sinn tíma enda hefur hann verið landinum til sóma og hans eiginkona.    Er samt kanski svolítið hissa á að Davíð Oddson bjóði sig ekki fram gegn Ólafi  ?   Það hlýtur nú að koma að því he heh eh  he

Erna Friðriksdóttir, 15.1.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég þekki nú ekki hvort þagnarskylda fylgdi því embætti sem þórunn skipaði á sínum tíma. En hafi því starfi fylgt þagnarskylda þá hélt ég að hún væri ævarandi eins og ég held að fylgi ýmsum störfum t.d. heilbrigðisstörfum.

En varðandi hugsanlegt framboð Ástþórs til forseta, þá eru reglurnar þannig í dag að honum er frjálst að bjóða sig fram. Það er undir okkur kjósendum komið að aftra honum að komast í framboð með því að neita honum um meðmæli til að hann komist í framboð. Það er enginn í stjórnsýslunni þess umkominn að ákveða hver er of mikið fífl til að mega bjóða sig fram til opinberra starfa. Nema kannski settur dómsmálaráðherra

Gísli Sigurðsson, 15.1.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Gísli , þó að maður láti af störfum  eins og þú nefnir td heilbrigðisstörfum þá tel ég að þagnaðarskylda í hvaða starfi sem er reyndar sé ævarandi eins og þú orðar það.     Er samt svo svekkt og sorgmædd yfir því hvað fólk kemst upp með að slaðra, hvort sem það er enþá á vinnustaðnum eða hætt.   það hljóta að vera til einhverjar reglur innan kjarasamninga um svona brot á trúnaðarskyldu eða hvað?

ég hef ekki trú á að Ástþór nái undirskriftarlistanum, nema það sé hreinlega eitthvað að fólki :) ath mín skoðun

Erna Friðriksdóttir, 15.1.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég skora á alla að veita honum ekki stuðning. Ekki skrifa undir stuðningsmanna yfirlýsingu við hann.

Fannar frá Rifi, 15.1.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég skal skrifa undir stuðnings yfirlýsingu við Ólaf Ragnar og heita að kjósa ef það verður bara til þess að Ást Þór muni ekki getað boðið sig fram.

Þeir sem þekkja til mín vita að ég hef ekkert sérstaklega mikið álit á Forseta vor. Hann er þó  sem himnasending í fjögur ár við hliðina á Ástþóri þó maður þurfi ekki að hlusta á hann nema á fjögura ára fresti. 

Fannar frá Rifi, 15.1.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband