Grafalvarlegt mál

Það eru mjög sláandi tíðindi að reynt hafi verið að nema barn á brott með valdi. Þetta er napur veruleiki. Það er eiginlega varla að maður trúi því að svona gerist á Íslandi, en það er greinilegt á svo mörgu sem gerist í samfélaginu að við lifum í samfélagi þar sem ekkert er heilagt. Af mörgu alvarlegu sem hefur gerst í samfélaginu að undanförnu finnst mér þetta eiginlega það versta. Það að reyna að nema barn á brott til að vinna því mein er svo sorglegur verknaður að það eru engin nógu sterk orð til að lýsa hryggð sinni með það.

Það að þetta gerist á skólalóð er líka enn alvarlegra en ella, enda viljum við öll trúa því að skólalóðin sé heilagur staður, þar sem börn njóta verndar. Það hafa reyndar verið sögur að reynt hafi verið að selja dóp við skóla og koma allskonar ógeði að börnum. Það að ætla að nema barn á brott með þessum hætti mun vekja fólk til umhugsunar að fátt sé orðið heilagt. Það er mikilvægt að passa börnin vel, enda eru greinilega sjúkar sálir þarna úti sem vilja vinna saklausum börnum mein og ráðast að sakleysi þeirra.

Það er eðlilegt að skólastjórnendur hugsi þetta mál vel og foreldrar hljóta að vera uggandi. Þetta er ógn sem stingur mjög djúpt í huga fólks og verður að reyna að vernda öryggi barna við skóla. Það er þó ljóst að aldrei er hægt að hafa fullkomið eftirlit með börnum, enda er þetta rof á svo helgum stað í uppeldi barna að það eru engin nógu sterk orð til að lýsa því. Það er vonandi að hægt verði að sporna við þeirri ógn.

Einn alvarlegasti þáttur málsins er að auki sá hversu seint þetta kemst í umfjöllun, er rætt tæpitungulaust. Það að líði tíu dagar er að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Það er ólíðandi að skólastjórnendur hafi ekki látið vita af málinu í upphafi, en þetta er alvarlegt mál fyrir foreldra í skólahverfinu og varðar almenning allan. Þögnin leysir engan vanda.

mbl.is Foreldrar slegnir óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Finnst þér eðlilegt að skólastjórnendur kjósa að láta fólk ekki vita af þessu atviki?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nei, það er ekki eðlilegt, Nanna. Það er enn einn sorglegi þáttur málsins. Gleymdi að skrifa um það, ætla að bæta þeim punkti við.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.1.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband