16.1.2008 | 11:17
Sorgleg örlög ungstjörnunnar Brad Renfro
Leikarinn Brad Renfro, sem nú er látinn langt um aldur fram, ađeins 25 ára gamall, var eitt ungstirnanna í leikbransanum sem reis upp úr fjöldanum, náđi athygli kvikmyndaáhorfenda međ frábćrri leiktúlkun í stjörnurullu og naut vinsćlda en féll síđar í duftiđ, lenti í viđjum óreglunnar; eiturlyfja- og áfengisneyslu, og náđi aldrei ađ byggja sig upp eftir ţađ. Sorgarsaga hans er fjarri ţví einsdćmi, öđru hverju erum viđ minnt á hverfulleika frćgđarinnar ţegar ađ ungar stjörnur missa fótanna, sumar ná ađ byggja sig upp aftur en ađrar falla í valinn.
Brad var ađeins tólf ára ţegar ađ hann náđi heimsathygli međ túlkun sinni á Mark Sway í lagaţrillernum The Client, kvikmynd leikstjórans Joel Schumacher, áriđ 1994. Sway, varđ ásamt bróđur sínum vitni ađ ţví er lögmađur, sem er flćktur í glćpsamlegt athćfi, svipti sig lífi og varđ ađalvitni lögreglunnar í málinu. Áđur en lögmađurinn sviptir sig lífi upplýsir hann Sway um mikilvćgt atriđi, hvar öldungadeildarţingmađur sem mafían kom fyrir kattarnef er grafinn. Mafían veit ađ hinn ungi Sway hefur upplýsingarnar og reynir ađ ţagga niđur í honum áđur en hann segir lögreglunni.
The Client var ein af bestu kvikmyndum ársins 1994. Susan Sarandon átti ţar stjörnuleik í hlutverki lögfrćđingsins Reggie Love, og hlaut tilnefningu til óskarsverđlaunanna og var nćrri ţví ađ ná gullkarlinum, en fékk hann áriđ eftir fyrir Dead Man Walking sćllar minningar, og Tommy Lee Jones var skemmtilega illkvittinn í hlutverki saksóknarans Foltrigg, sem reynir ađ ná upplýsingunum úr stráknum međ öllum tiltćkum ráđum áđur en mafían nćr honum. Renfro átti stjörnuleik í myndinni og varđ heimsfrćgur á einni nóttu. Hann var límiđ sem hélt myndinni saman, persónan sem skipti mestu máli og hann var alveg stórfenglegur sem Sway.
Í kjölfariđ fékk hann mörg leiktćkifćri og voru í sjálfu sér allir vegir fćrir. Áriđ eftir lék hann Stikilsberja-Finn í kvikmyndaútfćrslu Peter Hewitt á frćgri sögu Mark Twain á móti Jonathan Taylor Thomas, öđru ungstirni. Renfro lék um miđjan tíunda áratuginn Michael Sullivan (á yngri árum) í kvikmyndinni Sleepers, er fjallađi um misnotkun á drengjum á heimili fyrir afbrotaunglinga) sem skartađi sannkölluđum stjörnufans; t.d. Robert De Niro, Brad Pitt (lék Sullivan er hann var eldri), Dustin Hoffman og Kevin Bacon. Myndin fékk víđa góđa dóma og fjallađi um áleitiđ efni í sannri sögu, en deilt var ţó um margar sagnfrćđilegar hliđar.
Áriđ 1998 lék hann í myndinni Apt Pupil á móti Sir Ian McKellen, hinni fínustu mynd sem segir frá samskiptum unglings og manns í hverfinu hans, sem reynist vera nasistahöfđingi úr seinna stríđinu. Svolítiđ vanmetin mynd sem segir merkilega sögu sem er áhugaverđ, ţó ţađ séu vissulega nokkrar gloppur inn á milli. Samt međ ţví besta sem Renfro gerđi er hann varđ unglingur og áherslur hans sem leikara breyttust í kjölfar Sleepers, sem markađi unglinginn Renfro sem alvarlegri stjörnu en ţann sem lék ađeins hlutverk ţar sem ćskuljóminn einn var í forgrunni.
Eftir ţví sem Brad Renfro varđ eldri tók hann ađ sér enn harđari hlutverk, oftar en ekki lék hann unglinga í neyslu og í viđjum óreglunnar; heimi sem hann festist sjálfur í er yfir lauk og markađi síđustu ár ćvi hans. Dćmi um myndir af ţví tagi eru Telling Lies in America, Bully, Tart (ţar sem fókusinn er ansi svćsinn á kynlíf og eiturlyf), American Girl og Deuces Wild. Hann átti svo góđa innkomu í költ-myndinni Ghost World, sem fékk góđar viđtökur gagnrýnenda.
Undir lokin á ferlinum lék hann í sálfrćđiţrillernum The Jacket, seinţroska bróđur James Marsden í 10th & Wolf og hann endađi ferilinn fyrir ađeins nokkrum mánuđum í kvikmyndinni The Informers, sem brátt er vćntanleg, ţar sem hann var í sannkölluđum stjörnufans, međ Billy Bob Thornton, Brandon Routh, Winonu Ryder, Mickey Rourke og Kim Basinger, svo ađeins nokkrir leikarar séu nefndir. Eftir ađ hafa lent í fangelsi í nokkra daga á árinu 2006 virtist hann hafa náđ tökum á lífi sínu.
Ţađ hefur svosem ekki veriđ upplýst hvađ varđ Brad Renfro ađ bana en ţađ virđist vera sem ađ hann hafi veriđ einn ţeirra ungstjarna sem missti tökin á lífi sínu og féll í viđjar óreglunnar, sem kostađi hann ađ lokum lífiđ. Ţetta er vissulega sorgarsaga, enda hafđi hann hćfileika og hafđi átt margar ágćtar leiktúlkanir ţó engin ţeirra á seinni árum jafnist á viđ leiksigurinn í The Client, rulluna sem gerđi hann heimsţekktan á einni nóttu.
Leikarinn Brad Renfro látinn 25 ára | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Athugasemdir
Fannst kominn tími til ađ kvitta hjá ţér Stebbi minn....les meira en kvitta minna svona almennt...hćttir til međ ađ hafa kvitteringarnar eins langar og heila bloggfćrslu
Agný, 16.1.2008 kl. 11:48
Ég er alveg sammála ţér, The Client var mjög góđ mynd. Ég var búin ađ lesa bókina ţegar ég sá myndina fyrst og varđ ekki fyrir vonbrigđum. Strákurinn var hörkugóđur, sem barn, sem vissi of mikiđ. Ég var einmitt ađ horfa á myndina aftur um daginn og hún var alveg eins spennandi.
kv.Rakel
Rakel Ţórđardóttir (IP-tala skráđ) 16.1.2008 kl. 17:33
Man vel eftir Renfro í The Client! Brilliant leikar strax ţá. Sorgleg örlög.
Sigríđur Sigurđardóttir, 16.1.2008 kl. 19:47
Kvitt /sorglegt ţetta /en blessuđ sé myning hans/En ţessi skrif ţin um Kvikmyndir og leikara eru meiriháttar/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 16.1.2008 kl. 21:13
Ég verđ ađ segja ađ Apt Pupil er alveg rosalega góđ mynd. Ţađ ţarf ađ horfa á hana og taka pásur inn á milli og hugsa og pćla. Myndinn er rosalega djúp. Ţetta er ekki einhver afţreyingar mynd.
Dánartíđnin er alveg skelfilega há međal barna- og unglingastjarna. Ţćr fara oft rosalega ílla út úr allri athyglinni og frćgđinni. Foreldrar ţeirra stökkva á féţúfuna og stela barninu og ég veit ekki hvađ og hvađ.
Er frćgđin og framin í Hollywood ţess virđi?
Fannar frá Rifi, 17.1.2008 kl. 00:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.