Skuggaleg katastrófa hjá landsliðinu

Guðjón Valur svekktur (skiljanlega)Það leikur enginn vafi á því að tap landsliðsins fyrir Svíum í kvöld er eitt hið versta á síðustu árum. Það er orðið nokkuð langt síðan að við höfum séð aðra eins katastrófu, þar sem einhvern veginn allt klikkaði og lánleysið var algjört. Greinilegt er að þjóðin var undrandi, svo skömmu eftir góðan árangur og flott samspil leikmanna gegn Tékkum. Í kvöld var liðið varla skugginn af þeirri sigursveit.

Það er þjóðargleði þegar að landsliðinu gengur vel en að sama skapi leggst yfir þjóðarþunglyndi, eða allt að því á skammdegisdögunum þegar að þessi janúarmót eru, ef illa gengur. Þessi leikur var hið versta sem ég man eftir lengi, sennilega frá mótinu 2005, þar sem við fórum heim á vondum tímapunkti og klikkuðum svakalega. Það sem var verst við kvöldið var að það var enginn ljós punktur og flatneskjan var algjört. Þetta var liggur við eins og að horfa á stillimyndina, slow-motion hreyfingarnar og þreytumerkin, lánleysið og tómleikinn, skein í gegn. Þetta var skuggalegt upphaf á mótinu.

Það eru orð að sönnu hjá Guðjóni Val, íþróttamanni ársins 2006 og handboltasnillingi, að nú þarf liðið í naflaskoðun og finna sig aftur. Það er þó ekki langur tími til stefnu fyrir þá vinnu, þar eru aðeins nokkrir dagar undir og greinilegt að nota verður vel þá tvo sólarhringa sem eru fram að næsta leik að snúa ógæfunni í lukku. Vonandi tekst þeim það. Tíu mínútna kaflinn sem sýndi alla bestu leikmenn okkar í rusli og átakanlegt markaleysi ætti að vera þeim lexía um að gera betur og reyna að sýna sitt besta. Öll vonum við það besta og sendum bestu kveðjur út til Noregs.


mbl.is Guðjón: „Spiluðum eins og kjánar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"það þíðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði" er það ekki??///kveðja Hali gamli

Haraldur Haraldsson, 18.1.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega Halli. Alveg sammála því. Eitt tap eru engin endalok. Enn er tími til að bæta úr þessu og vonandi tekst það. Vonum það besta bara.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband