Skuggi Monicu fylgir Clinton-hjónunum eftir

Bill og Hillary Áratug eftir að Bill Clinton barðist fyrir því að halda forsetaembættinu og hjónabandinu vegna framhjáhalds með lærlingi í forsetatíð sinni fylgir skuggi Monicu Lewinsky eftir Clinton-hjónunum á kosningaferðalagi um Bandaríkin. Monica var sem skuggi á eftir Clinton síðustu þrjú ár forsetaferilsins og á árinu 1998 og 1999 er hann barðist í ákæruferlinu fyrir þinginu komst hann varla í opinberar heimsóknir án þess að frekar væri spurt um dökkhærða lærlinginn sem hann svaf hjá en heimsmálin.

Það fer ekki á milli mála að ástarsamband forsetans við Monicu Lewinsky drottnaði yfir seinna kjörtímabili hans og var á eftir honum allt þar til að hann lét af embætti í janúar 2001. Sambandið hófst rétt fyrir forsetakosningarnar 1996 og mun hápunktur þess hafa staðið á þeim tíma sem hann sór embættiseið seinna skipti í þinghúsinu fyrir ellefu árum. Clinton forseti varð aðeins annar forseti Bandaríkjanna í sögunni sem varð að þola þá niðurlægingu að fara fyrir þingið í ákæruferli til embættismissis. Hann hélt þó völdum og náði að þrauka út tímabilið, þrátt fyrir að illa horfði um tíma. Baráttusaga hans á þessum mánuðum hefur verið efni í bókaskrif og ótalmargar pólitískar pælingar, enda sögufrægt mál.

Sú sem mest og best varði Bill Clinton á þessum dimmum dögum fyrir áratug var Hillary Rodham Clinton, eiginkona hans. Þegar að ásakanirnar komu fyrst fram í janúar 1998 fór hún samstundis í margfrægt viðtal í spjallþætti og vísaði ásökunum á bug. Nefndi þær pólitíska aðför að mannorði eiginmanns síns og að sér persónulega. Þetta væri ekkert öðruvísi aðför en margar aðrar, en hálfu grófari þó. Clinton margneitaði sambandinu lengi vel ársins 1998 og Hillary stóð með honum í gegnum erfiðasta hjallann. Það gaus þó allt upp síðsumars 1998 þegar að sambandið var staðfest endanlega og Clinton forseti varð í yfirheyrslum sem fram fóru í Hvíta húsinu að staðfesta ástarsambandið og að hafa logið eiðsvarinn um það.



Það var ekki fyrr en á síðsumarsdögum 1998, í skugga yfirheyrslunnar þar sem hann yrði spurður um málið, að Bill Clinton viðurkenndi endanlega fyrir Hillary að sambandið hefði farið fram samkvæmt öllum kjaftasögum og hann hefði logið að henni í rúmlega hálft ár og auðvitað lengur á meðan að sambandinu sjálfu stóð. Það eru margfrægar sögur af viðbrögðum Hillary við framhjáhaldinu. Mun hún hafa gripið lampa sem var á borði við hliðina á henni á þeirri stund er Clinton forseti viðurkenndi brot sitt og hafa grýtt honum í forsetann og látið ókvæðisorð um hann falla. Í kjölfarið flutti Clinton sjónvarpsávarp þar sem hann viðurkenndi loks sambandið opinberlega.

Í kjölfarið barðist Clinton fyrir forsetaembættinu í ákæruferlinu sem leitt var af William Rehnquist, þáverandi forseta hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta voru sögulegir dagar. Aðeins Andrew Johnson, forseti Bandaríkjanna á sjöunda áratug nítjándu aldar, hafði gengið í gegnum viðlíka meðferð og Richard M. Nixon sagði af sér áður en að því kom í Watergate-málinu. Á þessum dögum stóð hjónaband Clinton-hjónanna tæpast en eftirminnilegar eru fréttamyndir af ferðalagi þeirra til vina á Martha´s Vineyard þar sem Chelsea, dóttir þeirra, gekk á milli þeirra, enda töluðust þau ekki við í nokkrar vikur eftir að forsetinn viðurkenndi framhjáhaldið.

En það rættist úr þessu fyrir Clinton forseta; hann hélt forsetaembættinu og náði að lappa upp á hjónabandið. Hann fór þó að mörgu leyti ærulaus maður úr Hvíta húsinu. Á síðasta sólarhring forsetaferilsins viðurkenndi hann ástarsambandið við aðrar konur í umdeildum hneykslismálum; t.d. Gennifer Flowers og Paulu Jones, sem hann hafði áður margfaldlega neitað. Gegn samningi um staðfestingu þessara mála sem höfðuð voru gegn honum forðaðist hann að fara fyrir dóm að loknum forsetaferlinum. Staðfesting allra þessara mála á síðustu klukkustundum litríks forsetaferils voru aðalfréttaefnið á þeim degi er Bush tók við.

Nú er liðinn áratugur. Nú berst Clinton forseti aftur fyrir því að komast í Hvíta húsið, nú við hlið eiginkonunnar sem fyrirgaf honum seint og um síðir ótryggðina og að hafa logið að sér á viðkvæmustu augnablikum forsetaferilsins. Og í fyrsta skiptið frá því að Clinton viðurkenndi ótryggðina þarf Hillary að brjóta odd af oflæti sínu og svara þessum viðkvæmu spurningum á sömu stund og spurt er um efnahaginn, utanríkismálin og trúmálin í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Þetta mál var sögufrægt og það deyr ekki þó árin líði. Enn er skuggi lærlingsins sem mara yfir Clinton-fjölskyldunni.

mbl.is Hillary tjáir sig um Lewinsky-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég bjó í Bandaríkjunum á þessum árum og það var hreint út sagt óhugnanlegt hversu miklu fjármagni var eytt í rannsókn á því þegar tveir fullorðnir einstaklingar ákveða að njóta ásta. Gert með beggja samþykki. En nokkrir, þar á meðal einn saksóknari, urðu frá að hverfa því þeir voru tengdir ofbeldi gegn konum. Því voru hér á vissan hátt nornaveiðar republikana til að finna eitthvað gegn vinsælum forseta. Man eftir að Newt Gingrich sem var vonarstjarna republikana á þessum tíma var spurður af David Letterman; "What´s wrong witth you republicans, there is nothing exciting going on, you don´t even have sex!"

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.1.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Clinton gerði rangt með því að ljúga að konu sinni og dóttur og það sem verra var bandarísku þjóðinni. Honum varð stórlega á, því verður varla neitað. Hann laug eiðsvarinn um sambandið og fetaði marga villustígi í þessu máli. Þetta hefði aldrei orðið eins erfitt og það var hefði hann ekki logið og verið heiðarlegur frá upphafi. Hann færði sjálfur pólitískum andstæðingum skotleyfi á hann með heimsku sinni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvaða ofboðslegi metnaður rekur Hillary áfram ? Hún ríkti sem einræðisherra í Hvíta húsinu árin 1993-2001, eða heil 8 ár. Öllu venjulegu fólki hefði fundist nóg komið, en nei ekki þessari kald-rifjuðu og klof-þurru kerlu. Ef hún hefði gefið sér tíma til að grípa í gírstöngina á Bill, hefði hann varla nennt að láta lærlinga og bengilbeinur bóna hana og fægja.

Þetta voru svörtu árin í sögu Bandaríkjanna og þótt George W. Bush hafi bætt verulega ímynd Hvíta hússins, hefur enginn gleymt tíkinni honum Bill Clinton og því dýrslega líferni sem hann stundaði í skúmaskotum Hvíta hússins. Vesturlönd eiga ekki þá ógæfu skilið, að Clinton teymið taki aftur við völdum í Bandaríkjunum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.1.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband