Vinslit í Framsókn - dauðateygjur í Reykjavík?

Björn IngiÞað blasir við öllum að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík skelfur nú vegna bréfaskrifa Guðjóns Ólafs Jónssonar og ásakana hans um fatakaup flokksins fyrir Björn Inga Hrafnsson. Í þessum augljósu vinslitum þessara fornu fóstbræðra í hjaðningavígum innan Framsóknarflokksins felast allnokkur tíðindi. Guðjón Ólafur hefur um langt skeið verið maðurinn sem skrifaði til að spinna atburðarásir í flokknum og í þeim hópi sem kom Birni Inga til valda.

Það vantar að fram komi hvernig vinslit þessara manna bar að. Hvenær slitnaði þar upp úr nánu samstarfi og hvað býr undir því að Guðjón Ólafur tekur upp hnífinn og leggur til við þann eina framsóknarmann sem hefur kjörið umboð borgarbúa á þessari stundu? Hvað varð um rannsóknarblaðamennina? Eru þeir í helgarfríi allir sem einn? Af hverju leggjast þeir ekki á Björn Inga og fá hann til að svara þessum ásökunum án þess vælutóns sem einkenndi þá stund er hann féll skælandi í faðminn á guðföður vinstrimeirihlutans í Reykjavík, Don Alfredo sjálfan? Af hverju heimtar ekki Björn Ingi allt upp á borðið en svarar engu og reynir frekar að svæfa málið með hlægilegum útúrsnúningum? Ekki vantar spurningarnar í þessu lokadrama Framsóknar.

Hvað er að gerast innan Framsóknarflokksins í Reykjavík? Þegar að fyrrum alþingismaður með augljósar tengingar á alla staði innstu klíku flokksins á síðustu árum og tengdur rækilega inn í Halldórsarminn margfræga leggur til við vonarstjörnu þessa hóps í síðustu borgarstjórnarkosningum - eina manninn með umboð borgarbúa eftir að flokkurinn missti þrjú þingsæti - er greinilega allt á suðupunkti. Ekki er langt síðan að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi innan R-listans forðum daga, yfirgaf flokkinn og það heyrist að hún sé ekki ein á ferð úr flokknum. Enda má lesa út úr bréfi Guðjóns Ólafs að það sé mjög sorrý yfir liðinu.

Það er ekki furða að andstæðingar Framsóknarflokksins líti á þessar deilur sem dauðateygjur hans í Reykjavík. Þarna krauma eldar undir og greinilegt að þar er allt að sjóða upp úr. Það þarf engan pólitískan sérfræðing til að sjá það. Þetta stefnir í að verða átakanlegt drama. Það er alltaf magnað að sjá spennandi þrillermynd með pólitísku ívafi; fylgjast með svo miklu drama.

Enn skemmtilegra er þó að sjá það live og leikararnir séu jafn raunverulegir og handritið jafn þrumandi skemmtilegt eins og er í þessu tilfelli.


mbl.is Hafnar orðrómi um fatakaup Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Framsókn er að hverfa það er ljóst. Menn jarða mann og annan í beinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 17:57

2 identicon

Þú varðst sannspá Ásdís. Eiginlega sorglegt viðtal við Björn Inga áðan. Þetta hefur áhrif langt út fyrir Reykjavík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg sammála Ásdís mín. Þetta er deyjandi flokkur eins og staðan er nú.

Gísli: Já, það blasir við. Held að skrif mín í gær og í dag séu engan veginn út í hött eins og sumir framsóknarmenn sem hafa kommentað á fyrri færslu mína og sent mér póst gefa í skyn. Þetta er staða mála, blasir við.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Eggert Karlsson

Sumum finnst alltaf fengur í að elta Gróusögur virðist mér Gunnar Ólafur vera einn af þeim Svo eru alltaf til menn meðal annars eins og Stefán Friðrik sem velta sér ekki uppúr þeim og gleypa allt hrátt sem þeir halda að geti orðið öðrum til hnjóðs.Von þeirra sem halda að framsókn sé deyjandi flokkur er óskhyggja manna sem vita betur en óttast um sinn eigin flokk í samkeppni við framsókn vegna eigin spillingar meðal annars í mannaráðningum sem átt haf sér stað að undanfarið hjá báðum ríkistjórnarflokkunum. Það sannast á þessu liði gamla máltækið margur heltur mig sig 

Eggert Karlsson, 19.1.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvaða vitleysa er þetta Eggert? Það hefur komið fram að Björn Ingi sjálfur er að íhuga að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Þessi flokkur er að brotna upp í frumeindir sínar. Það blasir bara við.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já ekki ber á öðru.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Denny Crane

Stefán Friðrik, þú ert nú meiri kallinn... pólitískur valtari í gervi hins gegna og skynsama manns, haltu áfram að spá og óska Framsókn dauða... það segir allt um þína pólitísku greiningarhæfileika, eða tilraun þína til að taka þátt í morði á flokknum, flokki sem er stórflokkur að verðleikum... og já... nokkuð stór í þínu kjördæmi ;)

Denny Crane, 20.1.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband