Langþráður íslenskur sigur í Þrándheimi

Róbert Gunnarsson Mikið var það nú yndislegt að sjá strákana taka Slóvaka áðan. Þetta er sannarlega langþráður íslenskur sigur í Þrándheimi, góð sárabót fyrir katastrófuna sem við sáum gegn Svíum á fimmtudag. Nú ætti sætið í milliriðlinum að vera nokkuð tryggt, en við þurfum samt að passa okkur á því að sofna ekki á verðinum gegn Frökkum. En vonandi er sætið á milliriðilinn til reiðu. Þar má eiga von á sannri háspennu.

Leikurinn var sannarlega draumur í fyrri hálfleik. Ótrúlega sterkur kafli hjá strákunum okkar þá og við héldum í hálfleik með ellefu marka forystu. Misstum aðeins flugið í seinni hálfleik og Slóvakar gengu á bragðið og náðu að skora fjögur strax í upphafi og risu upp eftir vægast sagt slæman fyrri hálfleik þar sem þeir náðu bara fimm mörkum. Verð að viðurkenna að ég varð aðeins órólegur þó þegar að munurinn var kominn niður í fimm mörk og við virtumst vera að missa örugga stöðu.

En þetta hafðist og vel það. Þó að Slóvakar hafi lotið í gras í dag er ekki hægt annað en að hrósa þeim fyrir að takast að rísa upp í seinni hálfleik og eiga endurkomu og skora heil 17 mörk á hálftíma. Glæsilegur árangur það. Svosem ekki verra að alvöru hasar væri í seinni hálfleik. En það voru gloppur í sóknarleiknum á þeim kafla hjá okkar mönnum, en ekkert sem sökkti okkur svosem. Sigur er alltaf sigur, ber að fagna því sem vel er gert. Nú er bara að ná hagstæðum úrslitum gegn Frökkum. Við tókum þá á HM í fyrra og eigum alveg að geta það núna!

En til hamingju strákar. Ykkur tókst að vekja aftur áhugann og slökkva á skammdegisþunglyndi landans sem var sannarlega áberandi eftir rassskellinn á fimmtudag. En nú er það gleymt og vonandi erum við komin með þetta á beinu brautina og beint áfram til sigurs í næsta leik og þeim á eftir. Þetta verður sannarlega spennandi mót - gott mál að það hafi birt yfir.

mbl.is EM: Stórsigur gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

bestu kv frá öddu og kristófer

Adda bloggar, 19.1.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna Adda mín.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband