Ólafur F. og Vilhjálmur að mynda nýjan meirihluta?

Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. í sextugsafmæli Davíðs Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vinna nú að myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur og hefur sú vinna staðið yfir um helgina skv. frétt á vísir.is, sem tilkynnti fyrst allra um viðræðurnar formlega fyrir klukkustund. Það eru stórmerkileg tíðindi fari það svo að þeir myndi meirihluta og vinstrimeirihlutinn, sem aðeins hefur setið í rúma þrjá mánuði, sé fallinn.

Það hefur eiginlega blasað við um nokkuð skeið að gjá sé innan þessa meirihluta og hann hefur fjarri því virkað heilsteyptur síðustu vikurnar, eftir því sem nýjabrumið hefur farið af honum og hann hefur tekið til verka við að stjórna borginni. Hann tók við völdum án málefnasamnings og þótt þunnur þrettándi þar sem hver og einn talar í sína átt og sást það best í málum húsanna á Laugavegi þar sem að minnsta kosti þrjár skoðanir voru uppi. Nú virðist honum hafa þrotið lífsþróttinn strax í upphafi og kemur varla að óvörum.

Völva Vikunnar spáði því að meirihlutinn myndi falla á árinu og gott ef ég sagði það ekki sjálfur í viðtali á gamlársdag á Rás 2. Var alltaf viss um að þetta yrði erfið vist og gæti orðið mikil rimma milli aðila með fjögur öfl og tæpasta mögulegan meirihluta í höndunum. Það hefur t.d. verið ljóst að staða Björns Inga Hrafnssonar hefur þrengst innan meirihlutans, þrátt fyrir að hann héldi lykilformennskum í upphafi, að þá er hann lokaður inni með þessum öflum og illa fer fyrir honum ofan á alla brunarústina í Framsókn í Reykjavík fari svo að hann sitji nú eftir valdalaus í minnihluta.

Það verður áhugavert að fylgjast með fréttum í dag og atburðarás myndunar þessa nýja meirihluta sem er í kortunum. Fari svo að þessi meirihluti verði myndaður lýkur borgarstjóraferli Dags B. Eggertssonar eftir aðeins rúma þrjá mánuði og hefur hann þá ekki verið borgarstjóri í Reykjavík mikið lengur en Árni Sigfússon nokkra mánuði í aðdraganda kjördags árið 1994, eftir að Markús Örn Antonsson sagði af sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Stefán,

á maður virkilega þora að vona að Dagur og hans fólk fari frá? Ég bíð enn um sinn með að fagna fyrir hönd Reykvíkinga, nær og fjær!

Kveðja,

Ólafur Als, 21.1.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla ekki að fagna strax, en vona það besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 12:15

3 identicon

Borgin á betur skilið en Dag og framsóknar-rítinginn !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:52

4 identicon

Mér þykir að þú segir fréttir Stefán. Við skimun sé ég ekkert um þetta á Mbl. eða Vísi. Annað hvort ertu með ansi góð fréttasambönd eða einhver platað þig, jafn vandvirkur og þú ert. Sá engin hnífasett í baki borgarstjóra.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gísli: Ekki er ég að búa þessa frétt til. Vísir fjallaði um það á ellefta tímanum að Vilhjálmur og Ólafur hefðu átt í viðræðum nýjan meirihluta um helgina. Sú frétt er á þessari slóð. Þessar sögusagnir vekja athygli og væri fróðlegt að vita hverjir séu heimildarmenn vísis. Þeir verða auðvitað að fjalla betur um þetta, en þetta eru mjög merkilegar fregnir og sýna vel hversu brothættur vinstrimeirihlutinn er. Það er ljóst að ekki er þetta birt nema að eitthvað sé á bakvið það.

Ólafur: Ekki ætla ég að fagna neinu fyrr en að ljóst er um það hvort nýr meirihluti sé myndaður. Fannst þetta samt það merkilegt að ég varð að fjalla um það hér. Svo verður að ráðast hvort þetta sé satt eður ei. Það er vísis að bakka upp sögusagnir sínar. Ekki er þetta mitt skúbb.

Ásdís: Já, tek undir það. Það eru óvissumerki á þessari frétt og fróðlegt að sjá hvað gerist.

Kalli: Vissulega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.1.2008 kl. 13:32

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það er nærri visssa min að af þessu verður!!!!,hefi vitað þetta lengi,og það af heimildum/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.1.2008 kl. 13:36

7 identicon

Takk Stebbi. Mér finnst vísir.is hafa gengisfallið við að skúbba svona fréttum sem engin kannast við.  En "fréttin" var horfin snarlega af forsíðu Vísis kl. 13.05. Væri sá meirihluti eitthvað traustari ? Hvar stæði Margrét frænka?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:48

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Á meðan að Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. - leiðtogarnir sem eiga að vera að ræða saman, hafa ekki neitað fréttinni opinberlega hlýtur hún að skipta máli. Þeir eru báðir utan þjónustusvæðis að því er virðist.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.1.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband