Nýr meirihluti hefur engin áhrif á ríkisstjórnina

Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde Það er mjög ólíklegt að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Meirihlutar koma og fara á sveitarstjórnarstiginu og það er óvarlegt að ætla að blanda því saman við samstarf á öðrum vettvangi. Það hefur allavega verið afstaða mála hingað til þar sem samstörf á þeim vettvangi hafa farið þvert á ríkisstjórnarmynstur.

Það eru aðeins hundrað dagar liðnir frá því að Samfylkingin myndaði meirihluta í Reykjavík framhjá Sjálfstæðisflokki. Það hafði auðvitað engin áhrif á samstarfið í ríkisstjórn. Það er eðlilegt að slit meirihlutans sárni jafnmikið nú og var í október þegar að myndaður var meirihluti þar sem Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærsta afl borgarstjórnar Reykjavíkur, var ekki aðili að. Þá missti hann borgarstjórastólinn. Hið sama er Samfylkingin að upplifa núna. Þetta er í sjálfu sér ekkert öðruvísi. Þá sagði Samfylkingin að samstarf kæmu og færu en samstarf í ríkisstjórn væri annar þáttur. Enda er það þannig og breytir engu hvaða framboð eiga við sem mynda með sér samstarf. Svona er pólitíkin.

Vissulega sárnaði mörgum sjálfstæðismönnum í október, en samstarf okkar í ríkisstjórn stóð á öðrum grunni en væringarnar í borgarmálunum. Hið ítalska ástand í borgarmálunum hófst með svikum Björns Inga Hrafnssonar. Þau svik hafa verið örlagarík og hann hefur nú sjálfur fengið sama hnífinn í bakið og hann stakk í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í októbermánuði. Stjórnmálin geta verið kuldalegur bissness og ekkert heilagt í því. Við sjáum það allra best nú á þessu sögulega kjörtímabili í Reykjavíkurborg. Í óstöðugleikanum þarf þó að koma á nýjum meirihluta, fyrst að sá fyrri hafði ekki burði til neins, ekki einu sinni ná fram málefnasamningi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í tæp níu ár og hefur taugar til borgarmálanna. Það gildir ekkert síður við valdamissi en valdaupphefð. Hið sama gildir um Guðlaug Þór Þórðarson, sem var borgarfulltrúi árum saman og sveið eðlilega að sjá nýjan meirihluta í borgarstjórn í haust og tjáði þá skoðun í fjölmiðlum. Eðlilegt er að Ingibjörg Sólrún hafi á því sömu skoðanir í sömu upplifun.

Þá sagði hún að valdatafl við myndun nýs meirihluta þá hefði engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það er eflaust sárt fyrir Samfylkinguna að upplifa sama sársauka og sjálfstæðismenn fundu fyrir, fyrir aðeins nokkrum vikum. En svona er þessi bissness, hann er hvorki betri né verri eftir þessar örlagaríku vendingar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband