22.1.2008 | 17:38
F-listinn án formannssæta í nefndum borgarinnar
Það er eðlilegt að Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, sé ósáttur við brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur og Guðrúnar Ásmundsdóttur úr F-listanum. Ákvörðun þeirra þýðir að F-listinn verður án formannssæta í nefndum í borgarkerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mun því leiða allar nefndir borgarinnar meðan að meirihluti hans og F-listans situr við völd. Af því leiðir að Ólafur F. er mun einangraðri en ella hefði orðið þrátt fyrir sterka valdastöðu sína.
Það verður að ráðast hvernig nýjum meirihluta muni ganga að stjórna borginni. Hann heldur til verka með skýrt umboð í borgarstjórn. Ólafur F. þarf ekki á varamönnum að halda í sjálfu sér ef hann situr alla fundi borgarstjórnar. Ákvörðun Margrétar og Guðrúnar hefur því aðeins áhrif sitji Ólafur F. Magnússon ekki borgarstjórnarfundi en ekki í nefndakerfinu enda mun þar verða kosið í allar nefndir og samherjar Ólafs F. munu þar eiga sæti fyrir listann, en fjórir af sex efstu frambjóðendum, allir nema Margrét og Guðrún, styðja við bakið á honum. En þetta verður áskorun fyrir nýjan meirihluta og verður að reyna á þetta í því ítalska ástandi sem er í borgarmálunum. Það verður að mynda nýjan meirihluta í upplausninni.
Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða, fyrir einn né neinn. Afleit staða í sjálfu sér. En svona hefur þetta farið eftir svik Björns Inga Hrafnssonar við sjálfstæðismenn í haust. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í kosningunum 2006 og er í þeirri stöðu að þurfa að semja við aðra til að fá einhverju ráðið. Það er ekkert nýtt við þá stöðu. En kannski má segja að það hafi verið ljóst að með því að flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta að þá væri opið á ítalskt pólitískt neyðarástand.
En vonandi helst þetta til kosninga, enda á flestum að vera orðið ljóst að það er aðeins kosið á fjögurra ára fresti - þó komi upp pólitískt neyðarástand ber kjörnum fulltrúa skylda að mynda nýjan meirihluta. En eðlilega svíður F-listakjósendum, sem studdu framboðið til valda og áhrifa, að þegar að hann loksins fær sín mál í gegn og valdastöðu til að skipta máli að þá flýi næstu menn á eftir leiðtoganum af hólmi og geri honum erfiðara en ella að efna málefni sín.
Það verður að ráðast hvernig nýjum meirihluta muni ganga að stjórna borginni. Hann heldur til verka með skýrt umboð í borgarstjórn. Ólafur F. þarf ekki á varamönnum að halda í sjálfu sér ef hann situr alla fundi borgarstjórnar. Ákvörðun Margrétar og Guðrúnar hefur því aðeins áhrif sitji Ólafur F. Magnússon ekki borgarstjórnarfundi en ekki í nefndakerfinu enda mun þar verða kosið í allar nefndir og samherjar Ólafs F. munu þar eiga sæti fyrir listann, en fjórir af sex efstu frambjóðendum, allir nema Margrét og Guðrún, styðja við bakið á honum. En þetta verður áskorun fyrir nýjan meirihluta og verður að reyna á þetta í því ítalska ástandi sem er í borgarmálunum. Það verður að mynda nýjan meirihluta í upplausninni.
Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða, fyrir einn né neinn. Afleit staða í sjálfu sér. En svona hefur þetta farið eftir svik Björns Inga Hrafnssonar við sjálfstæðismenn í haust. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í kosningunum 2006 og er í þeirri stöðu að þurfa að semja við aðra til að fá einhverju ráðið. Það er ekkert nýtt við þá stöðu. En kannski má segja að það hafi verið ljóst að með því að flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta að þá væri opið á ítalskt pólitískt neyðarástand.
En vonandi helst þetta til kosninga, enda á flestum að vera orðið ljóst að það er aðeins kosið á fjögurra ára fresti - þó komi upp pólitískt neyðarástand ber kjörnum fulltrúa skylda að mynda nýjan meirihluta. En eðlilega svíður F-listakjósendum, sem studdu framboðið til valda og áhrifa, að þegar að hann loksins fær sín mál í gegn og valdastöðu til að skipta máli að þá flýi næstu menn á eftir leiðtoganum af hólmi og geri honum erfiðara en ella að efna málefni sín.
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Hvort Margrét styður Ólaf eða ekki hefur engin áhrif á hvernig Ólafur velur menn í nefndir nema ef ske skyldi að hann hefði yfir höfðu enga menn með reynslu. Ólafur F-listinn þarf ekkert að velja menn af listanum fyrir sína hönd í nefndir fremur en hann vill. Svo hvort varamaður styður hann eða ekki hefur engin raunverulega áhrif á hve mörgum nefndarsætum eða formennsku-nefnda Ólafur fær að úthluta - vinum og vandamönnum eða F-lista mönnum allt eins og hann ákveður eða fær mannskap til. Í raun er Ólafur að segja að ef ekki sé Margrét þá eigi hann engan mannskap til að manna slíkar stöður - það er svo bara hans mat eða veruleiki en engin kvöð er um annað en nefndarmenn séu eins og borgarfulltrúarnir búsettir í Reykjavík. - Í raun enn eitt ómerkilegt og óheiðarlegt útspil hjá Ólafi.
Helgi Jóhann Hauksson, 22.1.2008 kl. 18:23
Margrét hafa ekkert sagt skilið við F-listann. Þær starfa ennþá í góðri samvinnu við þá flokka sem Ólafur átti stóran þátt í að koma á.
Ólafur getur sjálfum sér um kennt, því hann hafði ekkert samráð við sinn varamann. Enda hefði hún þá sjálfsagt sagt honum að Sjálfstæðismenn væru að plata hann.
Ingólfur, 22.1.2008 kl. 18:32
Ólafur F. plataði Villa enda var hann (Villi) ráðvilltur í Kastljósi áðan. Sú staða að varaborgarfulltrúi listans sé ekki með auk þess sem fleiri eru ekki með sýnir svo ekki verður um villst og sumir hafa haldið fram að þetta var einkasóló Ólafs F. Þetta viðurkenndi Villi áðan og var býsna aumur.
Það er ekki rétt hjá þér að þetta séu bara 2. og 3. maður heldur líka sá 7. og líklega fleiri.
Niðurstaðan er borgarstjóri rúinn trausti og oddviti Sjalla ráðvilltur og blekktur....þetta verður mjög erfitt Stebbi minn.... enda ekki langt í að Ólafur F snúist enn einn hringinn.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.1.2008 kl. 20:33
Þakka kommentin.
Bjarni: Ólafur F. Magnússon er leiðtogi F-listans - kjörinn borgarfulltrúi með umboð þeirra sem kusu F-listann. Hann er eini fulltrúi listans. Það fer enginn með vald þess hóps nema hann. Þetta blasir við öllum. Hann er sá sem er kjörinn og fer eftir sannfæringu sinni, þarf ekki að fara eftir öðru. Það er fjarstæða að varamaður hafi umboð í borgarstjórn, annað er ef sætið losnar og hún fer inn. En á meðan er sá sem hefur kjörið umboð með það, enginn annar.
Helgi: Það geta aðeins aðal- eða varamenn verið formenn nefnda í Reykjavík. Ólafur sjálfur er borgarstjóri og fer því ekki í nefnd. En honum eru frjálsar hendur gefnar með önnur sæti en formennsku, en ákvörðun Margrétar og Guðrúnar þýðir að hann fær enga formennsku. Þannig er því staðan með það. Hann er því einangraður hvað það varðar að hann á enga formennsku í nefnd með þessu.
Ingólfur Harri: Þær hafa auðvitað sagt skilið við F-listann, enda ætlar þær ekki að vinna í umboði hans í meirihluta. Þeim er í sjálfsvald sett að yfirgefa leiðtogann og meirihlutasamning hans, en þær eru með því að yfirgefa þann hóp sem hefur valdið og hefur samið um meirihlutann, sem er F-listinn. Ólafur F. er borgarfulltrúinn og með umboðið til myndunar meirihluta, en ekki varamaður hans. Hann getur ekki farið eftir sannfæringu varamanns síns, þess sem hefur ekki kjörið umboð í borgarstjórn. Og hver plataði Ólaf? Tók hann ekki ákvörðun um að fara sjálfur? Hann fékk einfaldlega mun betri díl en Magga gat fengið í haust.
Jón Ingi: Ólafur plataður? hehe, þvílíkur brandari! Hann fékk góðan díl, fékk sæti borgarstjóra. Það hafa fáir fengið annan eins díl og hann. Enda í oddastöðu. Hann hafði ekki alvöru stöðu í fyrri meirihluta, var eins og afgangur, þó hann væri með mun fleiri atkvæði á bak við sig en Björn Ingi Hrafnsson. Hann sótti sér oddastöðu sína eins og Björn Ingi áður með slitum meirihlutans. En aumingja Björn Ingi gleymdi að gera ráð fyrir því að hann gat ekki notað það útspil aftur og var múraður inn með vinstrimönnunum. Það plataði enginn Ólaf. Hann hefur mun meiri völd núna í borgarkerfinu en áður. Það er bara staðreynd. Annars sprengdu sjálfstæðismenn ekki meirihlutann. Ólafur sprengdi hann sjálfur með því að telja sig vera með afgangsstærð og óska eftir öðru samkomulagi og fá.
Það þurfti að mynda nýjan meirihluta Jón Ingi. Sá fyrri sprakk vegna þess að Ólafur F. var ekki ánægður með nefndaskiptingu og áhrif sín í meirihlutanum. Hann hafði atkvæðið sem hélt lífi í meirihlutanum. Hann fór sínar leiðir, en ekki annarra. Enda er hann að fá mun meiri áhrif og völd með þessum samningi en það sem áður var gert, sem var nota bene ekki málefnasamkomulag um verk, heldur bara um völd. Þarna hefur þó allavega verið settur málefnagrunnur undir, sem hinum tókst ekki á hundrað dögum.
Það er lýðræðisleg skylda kjörinna fulltrúa að tryggja meirihluta þegar að stjórnleysi er og hefði verið kaos ef sjálfstæðismenn hefðu ekki myndað meirihluta þegar að öllum öðrum öflum mistókst að vinna saman.
Alex: Þessi öfl hafa verið að vinna saman síðustu mánuðina. Engin frétt í samstöðu þeirra. Eldgamlar fréttir. Þeir gleymdu þó greinilega að dekstra við Ólaf F. til að hann vildi vinna með þeim. Aumingja þau.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 20:55
Óli platar Villa og lætur hann ekki viti að hann hafi ekki stuðning varafulltrúans.
Villi platar Óla og segir að hann sé í raun búinn að ganga frá samstarfi við VG en vilji miklu frekar hafa Óla sem borgarstjóra.
Óli platar Dag og segist ætla að leiðrétta "röngu" fréttirnar um að hann sé að fara í bólið með Villa.
Óli platar varamanninn sinn og segist ekki vera í neinum meirihlutaviðræðum.
Ætli hann sé vænlegur til afreka þessi plat-meirihluti?
Ingólfur, 22.1.2008 kl. 21:03
Þú talar, Ingólfur Harri, eins og varamaðurinn hafi umboð í borgarstjórn, hafi eitthvað oddaatkvæði. Algjör fjarstæða. Allt annað er ef Ólafur F. Magnússon getur ekki sinnt störfum sínum eða er frá um lengri tíma eins og var þegar að hann var í leyfi. Í krafti þess gat Margrét Sverrisdóttir gert sig gildandi í meirihlutaviðræðum í október. Hún hefur ekkert umboð til neins sem varamaður og er bara á hornreit, skiptir ekki máli. Þetta er raunveruleiki mála, alveg óþarfi að blaðra einhverja vitleysu. Við látum ekki varamenn á þingi stjórna störfum þingsins nema þá að sá sem þeir eru til vara fyrir geti ekki sinnt störfum sínum og boði forföll. Margrét mun ekki geta tekið sæti í borgarstjórn nema Ólafur víki sjálfur með eigin valdi eða hreinlega forfallist svo mikið að hann sé ekki starfhæfur.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 21:12
Meirihluti fellur og annar tekur við er það ekki málið/eins og þetta hafi ekki skeð áður!!!/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 22.1.2008 kl. 21:31
Jú, F-listinn er Ólafur F. Magnússon. Þetta er ekki flokksframboð í sjálfu sér, enda er það regnhlífarframboð frjálslyndra kjósenda úr Frjálslynda flokknum og óháðra kjósenda. Það má ekki gleyma því að Ólafur F. hefur umboð kjósenda sem kjörinn fulltrúi og var afhent beint umboð til verka. Vissulega hafði framboðið tengingar inn í Frjálslynda flokkinn en þetta var ekki flokksframboð. F-listinn hefur frá stofnun 2002 ekki verið eign neins stjórnmálaflokks. Ólafur er óháður, ekki flokksbundinn í neinn flokk með sæti á Alþingi, og hann kom inn í F-listann sem leiðtogi sem hinn óháði frambjóðandi. Það hefur komið fram að þau sem sitja í næstu sætum á eftir Margréti og Guðrúnu styðja Ólaf F. í þessari meirihlutaskipan. En þegar að einn maður hefur umboð er hann með umboðið. Það getur enginn varamaður sagt kjörnum fulltrúa fyrir verkum. Í þessu eru menn bara bundnir af sannfæringu sinni.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 21:39
Stebbi, Margrét hefur fullt umboð þegar Ólafur forfallast og hefur sinnt starfi Ólafs stærstan hluta þess sem liðin er af kjörtímabilinu. Hins vegar að þá var Ólafur ekki bara með í ráðum þegar meirihlutinn var myndaður í haust heldur var hann ásamt Degi arkitektinn af hvernig skipta ætti völdum milli flokkanna.
Það er fáheyrt í íslenskri pólitík að myndaður sé jafn tæpur meirihluti án þess að nokkuð samráð við aðra á listanum, hvað þá fyrsta varamann.
Það er því ekki hægt að segja að F-listinn standi að þessum meirihluta heldur er það bara Ólafur, svo er happa-glappa hver styður hann.
Ingólfur, 22.1.2008 kl. 21:46
Það þýðir ekkert að deila um umboð aðalmanns, Ingólfur Harri. Þetta er vandræðalegt tal andstæðinga þessa meirihluta að tala um Margréti sem einhverja aðalpersónu í þessu tafli eða valdadrama. Hún var það þegar að Ólafur F. var í veikindaleyfi og sinnti ekki störfum en ekki núna. Allt annað væri þetta ef Margrét væri kjörin borgarfulltrúi og með fast sæti í borgarstjórn. Það er ekki þannig, við erum að tala um varamann sem hefur farið inn og út. Þetta er svona eins og varamaður á þingi kæmi inn á þing og væri þegar að aðalmaðurinn kæmi aftur búinn að henda dótinu hans út af skrifstofunni og innrétta hana upp á nýtt. Varamaður hefur ekkert vald yfir aðalmanninum. Allt annað er ef varamaðurinn verður aðalmaður, en það er seinni tíma flétta. Það er algjör fjarstæða að ætla aðalmanninum að fara eftir sannfæringu varamanns síns. Þannig er stjórnkerfið ekki.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 21:50
Sæll Stefán. skemmtilegar rökræður og pælingar hér. en ég er með nokkrar spurningar til þín. Finnst þér fullkomlega eðlilegt að Ólafur hafi farið einn í þessar við ræður án alls samráðs við næstu menn ( konur ) listanum? Hvernig ætli Ólafur hafi þetta næsta árið? Mun borgarstjórinn nýi geta sinnt öllum fundum? Verða engar utanlansferðir eða önnur embættisverk sem krefjast fjarveru? Hvað gerist þá?
Eysteinn Þór (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:54
Hvet menn til að skoða bloggið hans Stefáns Pálssonar. Eins og oft áður kemst hann að kjarna málsins:, bíðið bara...!
http://kaninka.net/stefan/2008/01/22/politiskur-spadomur-2/
Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.1.2008 kl. 22:06
Takk fyrir kommentið Eysteinn.
Ólafur F. verður að eiga við sína samvisku hvað hann gerir. Hann er eini kjörni fulltrúi þessa framboðs. Varamenn verða seint kjörnir fulltrúir, þó aðrir reyni í veikri von að telja öðrum trú um það. Vissulega er óheppilegt að hann geti ekki treyst neinum fyrir formennsku í nefndum borgarinnar og gerir hann brothættari en hann stendur með sjálfum sér sem eini borgarfulltrúi þessa afls. Í þeim efnum var hann einn fyrir og er það enn. Það eru borgarstjórnarfundir hálfsmánaðarlega og það blasir við að hann verður að sitja þá. Það er hans vandamál að tryggja stuðning við þennan meirihluta. Hann verður að standa með þeim díl sem hann hefur skrifað undir. Það er varla hægt að ætlast til að Sjálfstæðisflokkurinn hugsi fyrir sjálfstætt afl í oddastöðu í borgarstjórn. Gleymum því ekki að hin öflin ákváðu að vinna í oddastöðu sama fulltrúa og vildu gera það þar til í gær. Það er því fyndið að sjá þau formæla honum.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 22:10
Stebbi....ég sagði að Ólafur plataði Villa.... lesa rétt
Jón Ingi Cæsarsson, 22.1.2008 kl. 22:30
Ég er ekki að deila um umboð aðalmanns: Ég er bara að benda á þá staðreynd að til þess að eins manns meirihluti sé starfhæfur að þá þarf aðalmaður og varamaður að vera samstíga. Þess vegna eru það ólíðandi vinnubrögð að aðalmaður hafi varamann ekki með í ráðum og það hlýtur að vera ólíðandi fyrir samstarfsflokkinn að hann sé ekki látinn vita um það að varamaðurinn styðji alls ekki samstarfið. Ég veit til þess að margir Sjálfstæðismenn eru óánægðir með það.
Þetta er síðan ekki síður mikilvægt þegar varamaðurinn hefur verið meira inni en aðalmaðurinn, en þó svo væri ekki að þá er fólk alltaf að veikjast en ef Ólafur forfallast eitthvað þá er stjórnin fallin.
Borgarbúar munu ekki láta bjóða sér upp á svona óstjórn og munu refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir þetta í næstu kosningum.
Ingólfur, 22.1.2008 kl. 22:34
Í þessu liggur hættan. Ólafur hefur verið fjarverandi meginhluta kjörtímabilsins eða 15 mánuði af 20 sem liðnir eru síðan kosið var.
Nú hefur hann verið starfandi í 6 eða 7 vikur þannig að borgarstjórinn nýji hefur ekki verið mikið með í leiknum frá því kosið var og því lítt inni í málum...vesalings Reykvíkingar.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.1.2008 kl. 23:28
Jón Ingi: Það plataði enginn neinn. Þetta eru fullorðnir menn að semja um myndun meirihluta og það ríkja heilindi milli manna. Flestir sjálfstæðismennirnir þekkja Ólaf F. Magnússon. Hann var borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í fjögur ár og varaborgarfulltrúi í átta ár, svo að hann þekkir alla vel þar frá fyrri tíð og samstarf hans og Villa í gamla daga var mjög traust og vinátta hans við Kjartan Magnússon er mjög sterk. Þannig að það er ekki eins og þetta sé ókunnugt fólk. Nú þarf það að vinna saman og ég hef fulla trú á því að þessi hópur muni standa sig vel og vinna vel.
Ingólfur Harri: Þetta er ekkert einsdæmi í íslenskum stjórnmálum, að myndaður sé meirihluti þar sem einhver andstaða er gegn og aðal- eða varamenn fari upp á kant við það umboð sem þeir fengu innan sinna raða. Þarna er þó enginn flokkur að baki í raun, svo að þetta er allt annað dæmi. Þegar að tímabilið er langt getur margt gerst og þetta er eitt þeirra dæma. Aðalmaðurinn verður þó að taka afstöðu til mála eftir sínum hætti, en ekki annarra. Hans er umboðið og hans er sannfæringin. Þetta er réttur fólks og enginn gat ákveðið meirihlutamyndun nema hann, enda er hann með oddaatkvæðið í borgarmálunum. En svona er þetta. Það er ítalskt ástand í borgarmálunum. Svona er þetta bara, en það er skylda kjörinna fulltrúa að mynda starfhæfan meirihluta og ekkert hægt að dæma um þennan meirihluta fyrr en hann tekur við völdum.
Jón Ingi (aftur): Hvaða vitleysa er þetta. Ólafur F. hefur verið í borgarmálunum í tvo áratugi og verið borgarfulltrúi í áratug. Hann þekkir öll mál þar. Aðeins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur setið lengur í borgarstjórn en Ólafur F. Magnússon. Þetta er því eins og hvert annað rugl. Hann hefur alla tíð verið mjög virkur í umfjöllun um borgarmál, í þessi átján ár sem hann hefur verið ofarlega á lista og aðal- eða varamaður. Ennfremur fylgdist hann vel með meðan að hann var í leyfi og það vita allir sem þekkja hann að Ólafur er mjög vel inni í öllum málum.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 23:45
Stebbi, nefndu mér eitthvert að stærstu sveitarfélögum þar sem meirihlutinn hefur oltið á einum fulltrúa sem ekki hafði neinn varamann.
Ólafur verður vissulega að fara eftir eigin sannfæringu. Þaðbendir hins vegar allt til þess að hann hafi verið blekktur og Sjálfstæðisflokkurinn logið því að honum að þeir væru að fara í samstarf með VG.
Eins og þú segir, að þá er það "skylda kjörinna fulltrúa að mynda starfhæfan meirihluta".
Þess vegna er það með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli bjóða borgarbúum upp á meirihluta sem fellur um leið og Ólafur kvefast. Svo ekki sé talað um blekkingarleikinn þeirra, sem færði íslensk stjórnmál niður á plan sem ekki hefur sést áður.
Ég vil hins vegar þakkka Villa fyrir að hafa tryggt það núna tveimur árum fyrir kosningar að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni minka í næstu kosningum.
Ingólfur, 23.1.2008 kl. 00:04
Í Vestmannaeyjum var fyrir nokkrum árum meirihluti sem valt á fulltrúa Framsóknarflokks, Andrési Sigmundssyni, sem átti engan varamann, þar sem næstu menn á lista hans fylgdu honum ekki. Meirihlutinn sat næstum því allt tímabilið en sprakk reyndar síðar á Andrési sjálfum og afstöðu hans til máls í bænum, ekki varamanninum, sem kom aðeins einu sinni á meirihlutatímanum inn í bæjarstjórn, og það var stuttur fundur. Vinstrimenn í Eyjum mynduðu þann meirihluta. Varð ekki var við annað en að vinstrimenn hafi ekki talað gegn þeim meirihluta. Lúðvík Bergvinsson mun að minnsta kosti ekki tala þannig, þar sem hann sat í valdaskjóli í langan tíma með slíkri stöðu.
Það eru mörg dæmi um varamenn yfirgefi liðsheild sína. Við hér í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri upplifðum það fyrir nokkrum mánuðum að annar varamaður okkar flokks sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum og frá flokknum, en hún er enn annar varamaður í bæjarstjórn Akureyrar, og gæti því dottið inn ef vantar varamenn. Það hefur ekki reynt á það enn og mun sennilega ekki gera, þar sem hún getur engu breytt. En þetta höfum við upplifað hér. Það er aldrei gott að missa fólk úr baklandi sínu.
Talandi um dæmi að þá man ég ekki betur en að Björk Vilhelmsdóttir hafi sagt sig úr VG rétt fyrir kosningarnar 2006 og setið áfram í nafni VG í borgarstjórn. Það var reyndar innan R-listans en hún var samt flokksskipaður fulltrúi. Það má telja mjög lengi upp dæmi. Vissulega eru þetta sögulegar aðstæður í borginni, en þetta er líka sögulegt kjörtímabil með öllum sínum hæðum og lægðum.
Fall meirihlutans er ekki mál Sjálfstæðisflokksins, Ingólfur Harri. Ólafur F. var óánægður löngu áður en hann ákvað að ganga á dyr frá vinstriöflunum. Hann var ósáttur við málefnaleysi meirihlutans og hentistefnu, enginn var jú málefnasamningurinn sem þetta fólk gat komið saman um, og áhrifaleysi í nefndum borgarinnar, þar sem mun minna afl, Framsókn, hafði umtalsvert meiri völd. Ekki kvartaði fólk þá yfir veikum F-lista eða veikum framsóknarhöfðingja með völd langt yfir kjörfylgi.
Það þurfti að koma á öðrum meirihluta. Þetta er tímabil á ítalska vísu vissulega. Nú hefur verið reynt á samstarf allra nema Sjálfstæðisflokks. Það brast eftir 100 daga og það var heimatilbúinn vandi þessa fólks sem gat ekki sest niður og klárað málefnasamning. Skömm þeirra er mikil og svo talar þetta fólk um rýr málefni nýs meirihluta. Þvílíkur vandraðagangur, þau sem höfðu engan málefnagrunn.
Ekki stóð allavega samstaða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins lengi og vandséð hvernig að slíkt meirihlutaform verði myndað á kjörtímabilinu við óbreyttar aðstæður. Annars er þetta meirihlutinn sem fólk kaus síðast, má ekki gleyma því. Þá felldu Sjálfstæðisflokkur og F-listi R-listaöflin og eðlilegt að þau fái tækifæri nú.
Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2008 kl. 01:59
þetta mál allt er þeim til vansa sem að standa og ekkert annað en mannlegur harmleikur. Það er ljóst að sumir teigja sig ansi langt til að komast til valda. Þetta mál er alls ekki til þess fallið að auka trú almennings á stjórnmálamönnum.
Eggert Hjelm Herbertsson, 23.1.2008 kl. 08:22
Þessi meirihluti er meirihluti myndaður á svikum og byggir á því að ná einhverjum völdum - en ekki völdum til að ná málefnum í gegn, heldur til að sitja á einhverjum valdastólum og ráða fjárhæðum. Til hvers þessi völd eru ætluð verður hver og einn og velta fyrir sér.
Svikin:
1. Svik Villa við Ólaf
Villi og Kjartan sögðu Ólafi að þeir væru á síðustu metrunum að mynda meirihluta með Vinstri grænum þar sem Svandís Svavarsdóttir yrði borgarstjóri. Þetta staðfesti Ólafur í seinni fréttum í gær. Það hefur líka komið fram að ekkert slíkt var uppi á borðinu!
2. Svik Ólafs við Villa
Ólafur lét Sjálfstæðismenn ekki vita um að Margrét Sverrisdóttir væri ekki "um borð" en einhverra hluta vegna töldu Sjálfstæðismenn það.
3. Svik Villa við dvergana 6
Dvergarnir 6 svokölluðu, almennir borgarfulltrúar sjálfsætðisflokksins, vissu ekki af umræðunum fyrr en búið var að semja í burtu nánast öll málefnin sem þeir höfðu unnið að eins og t.d. færsla Reykjavíkurflugvallar og uppbygging Laugavegarins. Skyldi það vera einhver tilviljun að það hafi ekki heyrst múkk frá Gísla Marteini og Hönnu Birnu um þennan nýja meirihluta.
Ég ætla síðan ekkert að fara út í svik Ólafs við meirihlutann sem hann átti frumkvæði af því að koma á!
Meirihluti um málefnalaus völd!
Sjálfstæðismenn hafa mikið hampað málefnasamning og sagt hann sanna það að þessi meirihluti sé um málefni en ekki völd.
Því er hins vegar alveg þveröfugt farið.
Það er lítið mál að skrifa málefnasamning ef menn eru tilbúnir að falla fra nánast öllum sínum málum og bæta svo við atriðum sem allir flokkar eru tilbúnir að skrifa undir! það eina sem stendur eftir af málum Sjálfstæðisflokksins er lækkun fasteignaskatta um 120 milljónir (brotabrot af tekjum sem borgin fær frá þegnum sínum) og gjörsamlega tilgangslaus gatnamót!
Allt annað eru annahvort málefni sem allir eru sammála um eða sérkröfur Frjálslyndra!
Þegar menn skrifa upp á svona samning eru menn ekki að skrifa upp á málefni - menn eru að skrifa upp á að ná völdum, valdanna vegna, ekki málefnanna!
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:53
Eggert: Þetta er ekkert öðruvísi en í október þegar að myndaður var meirihluti framhjá Sjálfstæðisflokki og þeim ekkert tilkynnt um stöðuna fyrr en það var orðinn hlutur. Hafi þetta verið siðlaus verknaður getur þú ekki annað en sagt að myndun meirihlutans hafi verið siðlaus líka. Því þetta er nákvæmlega eins gert. Af hverju átti Sjálfstæðisflokkurinn að sýna þeim sem sviku hann og unnu á bakvið hann meiri kurteisi en honum var sýnt. Þeir sem mynduðu meirihlutann í haust vita allavega hverjar hugsanir sjálfstæðismanna voru. Myndun þessa meirihluta er ekkert heiðarlegri en það sem var gert í október. Þegar að pólitíkin er orðin svona köld er lítið eftir af kurteisi. Kannski er sá sem er með hnífinn dýpst í bakinu eftir allan þennan hasar Björn Ingi Hrafnsson sem fékk að upplifa hið sama og hann gerði beint í æð.
Steingrímur: Fyrst að þú nefnir þennan meirihluta málefnalausan ert þú um leið að dæma fráfarandi meirihluta málefnalausan. Hann setti aldrei niður málefni á blað til að vinna eftir né hafði nokkurn grunn til verkanna. Þar skiptu málefnin engu máli. Skrif þín verða ansi fjarstæðukennd og vitlaus ætlir þú að segja þann meirihluta hafa verið heilsteyptan málefnalega séð. Hvað varðar svik sýnist mér að allir hafi svikið alla í darraðardans síðustu mánaða og allir jafnir hvað það varðar.
Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2008 kl. 09:17
Stebbi:
Í fyrsta lagi ættir þú að hafa það á hreinu að einu svikin sem voru framin við slit síðasta meirihluta voru svik Gísla Marteins og Hönnu Birnu við Villa - og hver var það aftur sem sendi textaboðin "Til í allt - meða eða án Villa?" Hvernig átti Björn Ingi að starfa með fólki sem svíkur hvort annað með þessum hætti?
Síðasti meirihluti starfaði saman á breiðum grunni - að gera betri borg fyrir borgarbúa á grundvelli félagshyggju. Að taka á þeim málum af sameiginlegri hugsjón - af hugsjóninni að gera það sem er best fyrir borgarbúa!
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar um hundruðir eða jafnvel þúsundir mála á hverju ári. Þér finnst alveg nægjanlegt að koma með eins síðu skjal upp á 17 atriði, þar af 12 atriði sem allir eru sammála um! Hvað gerist þegar kemur upp mál sem er ekki á "málefnasamningnum"?
Þessi "málefnasamningur" er algjört kjaftæði - ef þú værir ekki svo fastur í forminu formsins vegna - málefnasamningur vegna þess að menn hafa alltaf gert málefnasamning!
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:29
Ég varði aldrei á sínum tíma neitt sem tengdist REI-málinu og ætla ekki að gera það núna. Þau sem tókust á innan Sjálfstæðisflokksins gerðu það af ástæðu enda brást borgarstjórinn á þeim tíma trausti samstarfsmanna sinna. Hann gat sjálfum sér um kennt að það varð ólga þar. En það hafði verið unnið úr henni er Björn Ingi fór og hann vann bakvið sjálfstæðismenn að myndun meirihlutans. Þau voru heiðarleg með að vinna með honum, enda höfðu engar þreifingar farið fram milli aðila og sjálfstæðismenn treystu honum.
Það tafl sem hann spann eftir það entist ekki lengi og allt hefur þetta sprungið framan í hann. Annars sýnist mér að hann sé reyndar í síðum skít þessa dagana þar sem komið er í ljós að fatamálið margfræga er brot á skattalögum. Það verður áhugavert að sjá hvernig og hvort hann geti spunnið sig frá því lögbroti.
Síðasti meirihluti gerði aldrei málefnasamning og er eini meirihlutinn í sögu Reykjavíkurborgar sem hafði engar málefnaáherslur í höndunum en vann hvert mál bara eftir hentugleikum. Það eru ekki traust vinnubrögð, enda gera allir meirihlutar það að semja málefnaplagg séu fleiri en eitt framboð í meirihluta auðvitað. Enda á að vera grunnur undir því sem byggt er. Þetta hefur tekist svona vel hjá þeim að allt sprakk á hundrað dögum. Þvílíkur vandræðagangur.
Þarna er samið um málefni, ekki bara völd. Samningur er það, þarna eru hitamál sem eru í samfélaginu og samið um. Sem landsbyggðarmaður fagna ég því sérstaklega að Reykjavíkurflugvöllur sé í málefnasamningi, þetta eru góð tíðindi fyrir okkur hér og ég fagna því. Ólafur F. fór inn á sínum tíma vegna þessa máls umfram allt. Eðlilegt er að F-listinn fái lykilmál sín inn, enda er þetta fjarri því einsflokksmeirihluti Sjálfstæðisflokks. Þarna þurfti að semja og samræma áherslur og stefnur aflanna.
Málefnasamningur er heiðarlegt grunnplagg í stjórnmálum, Steingrímur. Það er ekki að ástæðulausu að áhersla er lögð á slíkt plagg. Það er svona álíka eins og að ætla að fara yfir hálendið á hálftómum tank og átta þig svo á því þegar að þú ert búinn með innan með nokkuð af leiðinni og langt í mannabyggðir að það er ekkert bensín eftir á bílnum.
Þegar að málefnin skipta máli er gerður málefnasamningur. Annað er bara hrein hentistefna og engum til sóma. Annars er fyndið að þú gagnrýnir málefnasamning sem er grunnur meirihluta en verjir málefnalausan meirihluta sem gat aldrei klárað málefnasamning vegna innbyrðis deilna um mikil mál og gat ekki einu sinni samið sig frá húsunum á Laugavegi.
Hinsvegar vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki stuðningsmaður þess að ítalskt ástand ríki í stjórnmálum eins og hefur verið þar síðan að Björn Ingi, hnífameistari Framsóknar, gekk á dyr. Hann fór flatt á því er yfir lauk og þetta hefur verið erfið staða síðan. En þarna er ekkert um að ræða að hafa kosningar og mynda verður nýjan meirihluta.
Annars er skiljanlegt að gremja stuðningsmanna vinstriflokkanna sé mikil. Það er illt að lenda í því sama og þeir gerðu sjálfstæðismönnum og hittir þá illa yfir. En látum það liggja á milli hluta. Sjálfstæðismenn höfðu enga stöðu til að fella meirihlutann. Það var Ólafur F. sem fór frá borði. Séu vinstrimenn fúlir út í einhvern eiga þeir að horfa til Ólafs F.
En pólitíkin er sérstök tík. Það sjáum við þessar vikurnar. Það er þó hlutverk stjórnmálamanna að mynda meirihluta, sveitarstjórnarlögin eru skýr og það hefur verið myndaður meirihluti. Það er gott að Ólafur F. fyrrum borgarfulltrúi sjálfstæðismanna hefur sameinast fyrri samherjum allavega í þessum meirihluta og eðlilegt að reyna á þennan kost, enda unnu þessi meirihlutann í raun af R-listaöflunum árið 2006.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2008 kl. 09:57
Ég veit að Vestmanneyingar líta stórt á sig sem koma frá "meginlandinu" en ég mundi þó ekki flokka bæinn þeirra sem eitt stærsta sveitarfélag landsins, nema kannski um verslunnarmannahelgina. Annars er fólk á því að það hafi verið veik stjórn sem sat þar án varamanns.
Auðvitað er þetta gjörningur Sjálfstæðisflokksins. Ólafur var ekkert óánægður enda var hann sjálfur arkitektinn. Hann sagði við dag að Framsókn þyrfti að missa eitthvað en ekki og mikið. Hann sagði að hann mundi ekki setja sig á móti færslu flugvallarins því hann vissi að hann væri einn í sinni afstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir það hins vegar að lofa gulli og grænum skógum um leið og hann lýgur því að hann sé alveg að semja við VG. Það eru vinnubrögð sem ekki hafa þekkts fyrr í íslenskum stjórnmálum.
Það var enginn ágreiningur um málefnin hjá fráfarandi meirihluta. Þar sem voru skiptar skoðannir að þá var sátt um að leysa úr því og búið var að ganga frá fullt af málum og meðal annars flutti dagur eins og hálfs tíma stefnuræðu.
Að halda því fram "málefnasamningur" nýja meirihlutans geri þetta að meirihluta um málefni er auðvitað brandari. Ég man eftir fjórum atriðum sem þeir hefðu ekki fengið í gegn í gamla meirihlutanum, tvö frá hverjum flokki.
Að mynda óstjórnhæfan meirihluta með þessum hætti er því fyrst og fremt meirihluti um völd.
P.S. Mikilvægasta málefni hjá fráfarandi meirihluta var að stöðva brunasölu á REI.
Það má ekki gleyma því að eina lausnin sem Sjálfstæðisflokkurinn fann á sínum innanhúss deilum var að selja REI í flýti. Þetta gat enginn hinna flokkanna sætt sig við og því var það nauðsynlegt að stofna nýjan meirihluta til að koma í veg fyrir það slys.
Ingólfur, 23.1.2008 kl. 11:41
Fyrst ein leiðrétting til Ingólfs: Flöskustútarnir á Miklubrautinni í dag eru við Grensásveg og Lönguhlíð en þó ég keyri Miklubrautina nánast daglega þá verð ég afskaplega sjaldan var við var við einhverja hnúta við gatamótin við Kringlumýrarbraut. Reyndar eru tveir hnútar við Grenásveg - þ.e. annar á leiðinni að Sogavegsbrúnni sem átti fyrir nokkrum árum að leysa stórkostleg vandamál sem var þar!
Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut mun því ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut! Þetta er eingöngu peningabrennsla par Excelance í boði Sjálfstæðisflokksins!
En aftur að Stebba: Allt í lagi - Björn Ingi sveik Sjálfstæðismenn við lok samstarfsins. Ég skal alveg horfa framhjá áganginum hjá dvergunum - skal ekkert minnast á það meira.
En ég var að telja upp svik við upphaf samstarfsins - í raun grundvöllur samstarfsins! Frábært!
Og varðandi málefnasamning. Ef þú hlustar á upptöku af fréttamannafundinum fyrir utan Iðnó þá kom mun meira fram um hvað þessi meirihluti ætlaði sér en kom fram á þessu eina fáránlega blaði sem Ólafur las upp.
Og mig langar að lokum að spyrja þig smá spurningar: Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði samið við VG um ítarlegan málefnasamning sem innihéldi eingöngu atriði sem væru á stefnuskrá VG og fengj í staðin öll embætti - myndir þú kalla það samstarf um málefni eða völd af hendi Sjálfstæðisflokksins?
Svaraðu þessari spurningu heiðarlega - þú mátt halda svarinu fyrir þig - en
Málið er að þetta er nánast það sem gerðist. Jú, Ólafur fær borgarstjórastólinn í rétt rúmt ár, en svo verður skipt aftur og öll völd verða komin í hendur Sjálfstæðisflokksins þegar það verður kosið næst!
En ef þessi völd eru bara til að fylgja eftir málefnasamningi þá er ekki hægt að nota þessi völd í neitt - því málefnasamningurinn er að mestu leiti málefni F-listans! Til hvers ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá að nota þessi völd?
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 00:19
Jú, F-listinn er Ólafur F. Magnússon. Þetta er ekki flokksframboð í sjálfu sér, enda er það regnhlífarframboð frjálslyndra kjósenda úr Frjálslynda flokknum og óháðra kjósenda. Það má ekki gleyma því að Ólafur F. hefur umboð kjósenda sem kjörinn fulltrúi og var afhent beint umboð til verka. Vissulega hafði framboðið tengingar inn í Frjálslynda flokkinn en þetta var ekki flokksframboð. (Stefán Fr. kl. 21:39)
Þetta er della hjá þér, Stefán. Ef þú ert að reyna að hasla þér völl sem stjórnmálaskýrandi er þér gjörsamlega að mistakast.
F-listinn í borgarstjórn er ekkert annað en summan af þeim sem skipa listann, þó þeir hafi síðar ákveðið að hlaupa úr flokknum. Það fylgi sem flokkurinn fékk er allt eins stuðningur við Margréti Sverris eins og Ólaf F. og þeirra persónulega fylgi, sem annarra frambjóðenda listans.
Ef Ólafur forfallast tekur við Margrét Sv., Guðrún Sæmundsdóttir tekur við af henni, ef Margrét forfallast og svo koll af kolli.
Þeir sem eru fyrir neðan Ólaf á listanum eru ekkert skyldugir til að verja hvaða dellu sem blámenn leggja fram og allt bendir til að þeir muni standa gegn þeim bláu.
Það er einsdæmi að efsti maður stingi bæði samflokksmenn sína og samstarfsmenn í meirihluta í bakið. Það kann að vera löglegt, en algerlega siðlaust.
Þú eins og svo margir sjálfstæðismenn virðist verja siðleysi ykkar eigin manna fram í rauðan (eða bláan?) dauðann, meðan þið leitið uppi flísar í augum andstæðinga ykkar í stjórnmálum.
Theódór Norðkvist, 24.1.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.