Vandræðalegt klúður við greftrun skákmeistara

Gröf Bobby Fischer Það er ekki hægt að segja annað en að greftrun skákmeistarans Bobby Fischer hafi verið svolítið vandræðalega fljótvirknisleg og klaufalega að verki staðið í því að sóknarpresturinn í Hraungerðishreppi var ekki hafður með í ráðum. Það hlýtur að vera mjög sérstök tilfinning fyrir prestinn að hafa komið að nýtekinni gröf einkum þegar að viðkomandi er heimsþekktur maður og ekkert samráð skuli hafa farið fram um athöfnina.

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta endatafl skákmeistarans hafi komið flestum á óvart. Varð mjög hissa að heyra af þessu, enda var það síðasta sem ég hafði heyrt um málið viðtal við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambandsins og varaþingmann, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það þyrfti að róa umræðuna og bíða eftir því hvað myndi gerast, í kjölfar umræðunnar um að Fischer ætti að hvíla á Þingvöllum. Þegar að orðin féllu hafði Fischer verið jarðsettur fyrir austan fjall og allt showið búið. Merkileg atburðarás.

Fischer tókst meira að segja að koma öllum á óvart úr gröf sinni. Þetta var stórmerkileg flétta. Taldi að þegar að lát skákmeistarans væri tilkynnt að þar með hefði hann leikið sitt endatafl og ekkert meira eftir sem gæti orðið umdeilt mál í kringum hann. Það reyndist rangt. Þeir hljóta þó að hafa orðið svekktir þeir sem voru í kringum skákmeistarann og kynntu sig sérstaklega í nafni hans og fóru í fjölmiðla með þeim formerkjum að skipuleggja útför hans en fá svo ekki að leika neitt hlutverk í lokadramanu, endatafli skákmeistarans og kveðjuathöfn hans. Merkileg flétta sem þeir höfðu ekkert með að segja eftir allt saman.

Reyndar er það merkilegast af öllu að þeir sem skipuðu sjálfa sig sem skipuleggjendur jarðarfarar Bobby Fischer vissi ekkert um það hvar hann vildi hvíla en fóru þess í stað að diskútera með þá ídiótísku hugmynd að jarða hann á Þingvöllum. Ekki það að það hefði verið skemmilega óraunverulegt að jarða Fischer á sama stað og Einar Ben og Jónas - enda allt menn sem fóru eigin leiðir í einu og öllu og voru eldhugar - jarða þá saman á einum stað og allt undir merki ríkisins.

En þetta var stórmerkilegur fjölmiðlaviðburður eftir allt saman, þó vegna þess að það var ekki boðaður einn einasti fjölmiðill og það varð ekkert vandræðalegt show í kringum það, eins og þegar að Fischer kom til landsins fyrir þrem árum í boði stórfyrirtækis og var allt að því notaður sem eign þeirra. Guði sé lof fyrir að við sluppum við fjölmiðlafíaskó af því tagi með því að kallgreyið fékk útför í kyrrþey.

mbl.is Engir eftirmálar af útför Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er ekkert athugavert við þetta, kirkjan er þjóðkirkja og ekkert óeðlilegt við það að kaþólskur prestur fái að sinna þar guðþjónustu og greftrun.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.1.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst þetta vandræðalegt að sóknarpresturinn hafi ekki verið upplýstur um þessa athöfn, enda erum við ekki að tala um neinn Jón Jónsson. Hinsvegar er ég alls ekki að finna að trú skákmeistarans eða því að hann hafi verið jarðsunginn með kaþólskum hætti. Finnst virðingarvert að farið var eftir ákvörðunum hans sjálfs. Fischer vildi hafa þetta prívat athöfn og hafði sjálfur sagt fyrir um hvernig hann vildi hafa þetta og það er mest um vert að það var gert, en ekki gert eftir vilja einhverra sem vildu nota hann í fjölmiðlatilgangi og auglýsa sig upp á frægð hans. Hinsvegar átti að ráðfæra sig við sóknarprestinn þar sem hann var jarðaður. Mér finnst það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst ekkert athugavert við þessa jarðarför. Það er þannig í okkar landi að það er hægt að leigja kirkju og koma svo með sinn prest án nokkurs samráðs við sitjandi prest eða aðra. Svona vildi Fischer hafa hlutina og ég er mjög ánægð með þessa framkvæmd og er viss um að séra Kristinn vinur minn er á sama máli þó svo hann hafi ekki verið látinn vita.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Þetta var snilldarleikur eins mesta skáksnillings sögunnar. Vel við hæfi að enda þessa jarðvist á máti.

Guðmundur Benediktsson, 22.1.2008 kl. 22:38

5 identicon

Sæll Stefán,

ég kíki inn á síðuna þína oft á dag en ég held ég hafi aldrei kvittað fyrir mig. Bý erlendis þannig að ég er ekki alveg inni í öllu þessu en var að horfa á áramótaskaupið frá því 2006 á youtube og þar kemur Fischer mikið við sögu. Bjó til reglurnar í skákkeppni, lét dómarann vera beran á meðan hann dæmdi osvfr. Og þetta viðgekkst allt vegna þess að hann er náttúrulega snillingur...haha. Æi mér fannst þetta bara svo flott og viðeigandi hvernig hann svo hafði síðasta orðið sjálfur með það hvar hann vildi hvíla og hvernig athöfn hann vildi (þ.e. í kyrrþey). Æi vonandi skilurðu hvað ég er að fara... þeir sem skrifuðu skaupið 2006 greinilega hittu naglann á höfuðið.

 Ég bíð spennt eftir að þú skrifir um óskarsverðlaunatilnefningarnar, þú hlýtur að gera það... er það ekki?

kv. Sirrý 

sirrý Jónasar (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:50

6 identicon

Sónarprestur hefur með kirkjuna að gera, en ekki kirkjugarðinn eða grafreitinn. Það er sitt hvað grafreitur og kirkja. Hvort tekin er gröf í kirkjugarði hefur því ekkert með hann að gera.

Smári Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 07:25

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Ásdís: Ekkert athugavert við athöfnina fannst mér. Hinsvegar hefði farið betur á ef presturinn hefði vitað af þessu. En auðvitað þurfti hann ekki að blessa neitt.

Guðmundur: Tek alveg undir það. Þetta var gott hjá honum. Það voru vissir menn sem ætluðu að gera jarðarförina að fjölmiðlaviðburði en hann hafði séð við því öllu.

Sirrý: Takk fyrir góðu orðin. Gaman að heyra í þér og gott að þú lest. Einmitt, þetta voru flott atriði með Fischer í skaupinu. Hittu vel í mark. :) Ætla að skrifa um óskarstilnefningarnar síðar í dag. Verið svo margt í gangi að það hefur tafist.

Smári: Þakka þér upplýsingarnar. Er samt á því að það hefði átt að upplýsa prestinn um þetta, aðallega bara fyrir siðasakir eins og við segjum. En það er ekkert aftur tekið í þessu. Aðalatriðið var að athöfnin fór fram að vilja hins látna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta bara hafa verið fínasta útför, fyrir utan það að mér finns óviðeigandi að láta ekki sóknarprestinn vita hvað til stæði, og svo finnst mér staðsetning grafarinnar innan kirkjugarðsins stórfurðuleg, - það er eins og það hafi verið farið með gröfu rétt inn fyrir hliðið og grafið í snarhasti þarna rétt við göngustíginn heim að kirkjunni - af hverju var maðurinn ekki grafinn inni í kirkjugarðinum sjálfum, eins og yfirleitt tíðkast?

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Gréta. Er alveg sammála þér með þennan punkt. Þetta virðist allt hafa verið gert í alveg ótrúlegum flýti og ekki gefist mikill tími til að gera þetta, það var bara drifið í þessu án umhugsunar.


Vil nota tækifærið og votta þér innilega samúð mína vegna andláts föður þíns.

kær kveðja

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband