Er Margrét Sverrisdóttir byrjuð að mýkjast upp?

Margrét Sverrisdóttir Það vekur athygli að Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, er byrjuð að mýkjast upp og er ekki lengur eins vígreif og hún var á mánudag og í gær með yfirlýsingum sínum um að meirihlutinn stæði og félli með setu Ólafs F. Magnússonar í borgarstjórn - færi hún inn myndi hún skipta um meirihluta. Nú segist hún ekki sjá ástæður til að fella meirihlutann nýja og talar af mun meiri stillingu en áður. Það blasir við öllum að Margrét er varamaður í borgarstjórn og svo lengi sem Ólafur F. er í stjórnmálastarfi á hún ekki fast sæti þar.

Það hljómaði mjög kostulega að Margrét ætlaði sér að sprengja meirihluta framhjá kjörnum fulltrúa og ætlaði að manípúlera því umboði sem Ólafur F. hefur sem kjörinn fulltrúi og fara með umboð hans með öðrum hætti en hann myndi vilja. Með þessu er hún farin að gera það sem Gunnar Örlygsson gerði svo illt að hennar mati og hún klagaði til umboðsmanns Alþingis að fara með umboð sitt í aðrar áttir en innan þess og er farin að líta út eins og málefnalaus vindhani, þvert á það sem ætti að fylgja þessum meirihluta þar sem F-listinn er að fá mörg lykilmál sín í gegn.

En Margrét er greinilega eitthvað farin að hugsa og róa tal sitt niður. Það er þó með öllu óvíst hvað hún geri og hver pólitísk framtíð hennar er. Eins og hún bendir sjálf á nú er hún á pólitískum berangri og er farin að horfa í kringum sig eftir nýju pólitísku heimili. Fari svo að hún taki sæti í nefndum borgarinnar í nafni minnihlutans og án styrkleika listans sem hún sat á í kosningunum 2006 hefur hún sagt sig frá honum, eins og hún gerði reyndar með fréttatilkynningu í gær og er þá komin skrefi nær þeim og væntanlega þá í þeim díl að hún fari inn í annan flokk.

mbl.is Sér ekki aðstæður til að fella meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán, góðir og málefnalegir pistlar hjá þér um þessi mál er tengjast borgarpólitíknni -

Margrét hefur sagt að málefnasamningurinn sé of nálægt stefnu ff. Var hún ekki framboði fyrir ff - skiptir kanski engu máli enda er hún í dag varaformaður íslandshreyfingarinnar - það kom mér ekki á óvart að hún ætli ekki að styðja ófm enda vill hún frekar vera með vinum sínum valdalaus en vinna að sínum málum í meirihluta. Það yrði alveg eftir hennar dellupólitík að koma inn síðar og éta ofan í sig allt bullið - fá völd og snúa aftur í ff.
Hvað Margrét Sverrisdóttir gerir er ómöglegt að spá um hún gæti þessvegna verið á leið í vg.
Það sem er jákvætt er að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn aftur til valda og frelsað Reykjavík undan völdum afturhaldsaflanna og því ber að fagna.

Óðinn Þórisson, 23.1.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er kannski málið að hringja í pabba hennar og vita hvort hann er búinn að ákveða framhaldið. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Undan völdum afturhaldsaflanna.... fyndið... mér sýnist málefnasamningurinn hans Ólafs F ganga út á kyrrstöðu og gamaldags hugsun...

flugvöllur kyrr ( sem ég er sammála ) 19. aldar Laugaveg og mislæg gatnamót..  og Vilhjálmur þar næsti borgarstjóri verður seint ásakaður um nútímahugsun og vinnubrögð...eins og ég sagði "fyndið"

Margrét er ekki að mýkjast ef þú meinar að hún stefni í að vinna með Mjallhvíti og dvergunum 7  eimitt alls ekki....hvernig sérðu það út

Jón Ingi Cæsarsson, 23.1.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Held að Margrét hafi aðeins hlaupið á sig, það reynist ekki vel í pólitík og spurning hvort Margrét eigi ekki bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hún hefur spilað mjög illa úr sínum spilum hingað til og ferill hennar í raun dálítið misheppnaður að mínum mati, en spyrjum að leikslokum.

Davíð Þór Kristjánsson, 23.1.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband