Ódauðlegur stjörnuljómi hæfileikaríks leikara

Heath Ledger Það er orðið ljóst að leikarinn Heath Ledger lést af slysförum. Andlát hans er mikill harmleikur og hans hefur verið minnst af mikilli virðingu af fjölmiðlum síðustu dagana og umfjöllun um hann dekkað fréttir og vefsíður um allan heim. Eðlilega, enda ein af stóru stjörnunum í leikbransanum. Það er orðið langt síðan að svo ung og skær stjarna hefur dáið svo óvænt og það er ljóst að kvikmyndaáhugamenn um allan heim minnast hans með hlýhug.

Staða hans sem eins hæfileikaríkasta leikara minnar kynslóðar hefur verið staðfest með afgerandi hætti síðustu dagana, eiginlega mun meira en mér hefði órað fyrir er andlátið varð opinbert. Var viss um að umfjöllunin yrði mikil en það hversu víðtæk sorgin hefur verið í Bandaríkjunum og víðar um heim minnir hreinlega á það þegar að James Dean dó, einmitt þegar að hann var að ná tindi á sínum ferli. Dean varð íkon heillar kynslóðar og hefur verið minnst mjög og persónugerður í svo mörgum myndum að ekki er tölu á það komandi í raun.

Því verður ekki neitað að Heath Ledger var á góðri leið með að verða einn þeirra bestu er ævi hans lauk með svo sorglegum hætti. Það er vissulega kaldhæðnislegt að andlát hans mun verða til að styrkja enn frekar undirstöður hans sem frábærs leikara og hann verður ávallt ungstjarnan mikla. Annars þorir maður varla að hugsa um það hvernig James Dean hefði verið minnst hefði hann lifað lengur. Það verður ekki um það deilt að myndirnar þrjár sem Dean gerði; Giant, Rebel without a Cause og East of Eden, eru algjör stórvirki í kvikmyndagerð sjötta áratugarins. Ledger lék í fleiri myndum vissulega en átti glæsilega hápunkta sem festa hann ávallt í sessi.

Það leikur enginn vafi á því að hlutverkið í Brokeback Mountain kom honum endanlega í sess þeirra bestu og verður helsti minnisvarðinn um hann. Það er reyndar skelfilegt að heyra hommahatara hóta honum öllu illu eftir lát hans og að þeir ætli jafnvel að reyna að varpa skugga á kveðjuathafnir um Ledger. Þvílíkt virðingarleysi og ómennska. Og þetta ómerkilega fólk predikar sig sem trúað fólk. Það greinilega hefur ekki kynnst mannkærleikanum vel þetta falstrúarlið evangelístanna. Myndin er vissulega umdeild, en það að fólk sem skreytir sig með trú geti ekki séð mun á leik og raunveruleika er fyrir neðan allar hellur.

Það verður sérstakt að sjá Batman-myndina í sumar, síðustu leiktúlkun Ledgers. Það verður væntanlega stórmynd sumarsins og það verður sérstakt að sjá viðbrögðin við svanasöng þessarar ungu stjörnu. Myndin er allavega örugg í sessi um kynningu og hún verður þekkt sem síðasta mynd Heath. Það er sorglegt að hann fékk ekki fleiri leiktækifæri, en þrátt fyrir það lætur hann eftir sig mjög merkilegt ævistarf. Heath Ledger mun aldrei gleymast, það sést vel á sorg kvikmyndaáhugamanna um allan heim þessa janúardaga.

mbl.is Ledger brenndi kerti sitt í báða enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Myndin er vissulega umdeild, en það að fólk sem skreytir sig með trú geti ekki séð mun á leik og raunveruleika er fyrir neðan allar hellur."

ööö væri þetta þá réttlætanlegt ef hann væri hommi í alvörunni.. en ekki bara að leika homma? 

katrín (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hefði Heath Ledger verið samkynhneigður hefði maður kannski skilið eitthvað hatur þessara hommahatara. En það réttlætir það ekki auðvitað, hatrið á Ledger er bara vegna þess að hann vogaði sér að leika samkynhneigðan mann. Ég er ekki hlynntur hatri á samkynhneigðum og býður við því satt best að segja. Það er ekki mitt að dæma kynhneigð annarra og ég vil að hver og einn fái sitt frelsi til að lifa eigin lífi og hvaða lífsförunaut það velur. Einfalt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.1.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband