Tilhugalíf stjórnarandstöðunnar

Stjórnarandstaðan

Nú er stjórnarandstaðan búin að líma sig saman á kosningavetri. Er það nokkur furða, að svo fari? Það er varla við öðru að búast. Skil þó ekki í andstöðunni að vera ekki í alvöru kosningabandalagi og gefa kjósendum þann skýra kost. Við það fækkar valkostum kjósenda. Skýrar línur eru svosem alltaf góðar. Það er greinilegt að Samfylkingin leggur ekki í að fara svo langt, verandi með svipað fylgi og VG í flestum skoðanakönnunum Gallups og vilji halda öllum hlutum opnum.

Annars finnst mér merkilegt að sjá í nýjustu fylgiskönnun Gallups, þá einkum hversu víða munar litlu á milli vinstriflokkanna tveggja á meðan að Frjálslyndir virðast vera að hrynja fyrir ætternisstapann. Er annars ekki fínt að fara yfir tölur í könnun Gallups og kanna hvernig staðan er:

Reykjavík norður: SF: 30% - VG: 23%
Reykjavík suður: SF: 24% - VG: 21%
Suðvesturkjördæmi: SF: 28% - VG: 17%
Norðvesturkjördæmi: SF: 18% - VG: 23%
Norðausturkjördæmi: SF: 23% - VG: 23%
Suðurkjördæmi: SF: 31% - VG: 14%

Þetta eru mjög merkilegar tölur. Það sem ég tók strax eftir við tölurnar er hversu lítill munur er á vinstriflokkunum í borgarkjördæmunum og það að VG er stærri í Norðvestri og flokkarnir séu jafnstórir í Norðaustri. Stærst er Samfylkingin í Suðurkjördæmi og þar mælist munurinn auðvitað mestur. En það er alveg greinilegt að VG hefur styrkst mjög víða og stendur á lykilstöðum ekki fjarri Samfylkingunni.

Sælir eru annars aumingjagóðir að muna eftir smælingjum eins og Frjálslyndum, sem mælast varla í könnunum.

mbl.is Sameiginlegar áherslur stjórnarandstöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband