Heppnir Akureyringar

Akureyri Það er ánægjulegt að enn einn stóri lottóvinningurinn sé á leiðinni hingað norður til Akureyrar. Telst svo til að hið minnsta fjórir stórir vinningar hafi komið hingað á innan við ári og rúmlega 200 milljónir. Það eru nokkrir mánuðir síðan að stærsti lottóvinningur Íslandssögunnar kom norður, rúmlega 100 milljónir. Svo komu rúmlega 40 milljónir og annar vinningur um 20 milljónir, auk svo þessa um síðustu helgi.

Það eru tveir áratugir liðnir frá því að fyrsti lottóvinningur Íslandssögunnar kom til Akureyrar, en þá vann Ólöf Ananíasdóttir nokkrar milljónir. Ólöf hafði skömmu áður misst mann sinn og var mikið fjallað um þennan fyrsta lottóvinningshafa landsins. Um áratugur er liðinn frá því að hjón hér í bæ unnu stóran vinning í Víkingalottóinu. Minnir að það hafi verið 42 milljónir og það þótti mikið hér þá.

Vil óska vinningshafanum til hamingju. Það hlýtur að hafa gríðarleg áhrif á lífsstandardinn að taka svona stóran pott og vonandi mun verða vel haldið utan um það. Vona að viðkomandi fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í auglýsingunum.

Það hlýtur að þurfa sterk bein að lifa með svo stórum vinningi í sjálfu sér, enda sannarlega dæmi um að fólk hafi illa getað höndlað svo mikla gæfu.

mbl.is Akureyringur fékk stóra vinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Það er spurning um hvort maður ætti ekki að endurskoða búsetu sína, hvort maður ætti ekki að rífa upp hús og mús og flytja sig bara um set - elta stóru upphæðirnar.  Kannski væri heillavænlegast að búa bara í húsbíl og geta þar með staðsett sig í hverju því bæjarfélagi sem hreppir stóra vinninginn í hvert sinn.

Akureyri - here i come - með hús, mús og knús. En munið samt, ef ég hreppi stóra vinninginn - þá er ég farinn til Spánar með hús og knús en þið megið eiga mús mína til minja..

Tiger, 31.1.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband