Jón staðfestir sögusagnir um borgarframboð

Jón Sigurðsson

Mér skilst á því sem kemur fram á vef Steingríms Ólafssonar í kvöld að nú hafi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tilkynnt formlega um það sem allir vissu, þ.e. að hann ætli að gefa kost á sér í Reykjavík nú í komandi þingkosningum að vori. Allt frá afsögn Halldórs Ásgrímssonar og því er Jón Sigurðsson kom inn í ríkisstjórn hefur verið rætt um það sem næstum öruggan hlut að Jón færi fram í borginni og það var svo staðfest í raun þegar af honum sjálfum er fram kom að hann færi ekki gegn sitjandi kjördæmaleiðtogum flokksins í aðdraganda kosninganna við að stilla upp lista.

En það er svo hinsvegar staðreynd að ekki er beint um auðugan garð að gresja í borginni fyrir framsóknarmenn. Björn Ingi Hrafnsson komst naumlega inn í borgarstjórnarkosningunum í vor og skv. könnunum hefur flokkurinn aðeins 5% fylgi í báðum borgarkjördæmunum. Það er því ljóst að formaður flokksins er ekki öruggur um kjör í borginni skv. stöðunni á þessari stundu. Það verður verkefni hans að vinna að því að efla flokkinn á kosningavetrinum í borginni og víða um land. Staða Framsóknarflokksins er veikust í þéttbýlinu og þar er hann vart að mælast reyndar nú.

Í gærkvöldi flutti Jón Sigurðsson jómfrúrræðu sína á þingi. Það var vissulega mjög settleg viðhafnarræða, en ekki full af eldmóð eða baráttuhug svosem. Það var svolítið undarlegt að Jón skyldi ekki gefa meira upp um sínar skoðanir og áherslur í stjórnmálum. Hann þarf kynningar við, enda er hann ekki stjórnmálamaður frá fornu fari. Jón er ekki þekktur stjórnmálamaður og þarf að gefa meira upp um afstöðu sína í málum og kynna manninn á bakvið þennan einn valdamesta stjórnmálamann landsins. Það verður verkefni hans á þessum vetri, tel ég.

Þetta verður örlagavetur Framsóknar. Nái hann ekki að eflast undir forystu hins nýja formanns gæti svo farið að framtíðarfólk hans falli allt út og eftir standi lið fortíðar fyrrum forystu og þá er hann á leið í stjórnarandstöðu. Það blasir við að hann endar í því hlutskipti fái hann ekki yfir 10% sem hann hefur verið að mælast með undanfarnar vikur hjá Gallup.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Sævarr Ólafsson

Er ekki rétt að geta heimilda? :-)

Steingrímur Sævarr Ólafsson, 4.10.2006 kl. 21:46

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er alveg sjálfsagt Steingrímur minn. :) Annars verð ég að viðurkenna að ég varð ekki standandi hissa yfir þessari tilkynningu Jóns, enda hafði hann sagst ekki fara fram gegn kjördæmaleiðtogum. En það er gott að það liggi fyrir hvar hann fer fram nú með fullri vissu. Það verður spennandi að sjá hvernig fer hjá Framsókn í borginni en þar mælist hann 5% nú í hvoru kjördæmanna, en er reyndar minnstur í kraganum með 4%.

mbk. Stefán Fr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.10.2006 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband