Gullaldartónlist færð til nútímans af Magna

Freddie Mercury Alla mína ævi hefur tónlist hljómsveitarinnar Queen skipað mjög stóran sess í tónlistarsafninu mínu. Það líður varla sá dagur að Queen sé ekki í spilaranum, en stundum koma dagar þar sem nýja tónlistin verður meira áberandi. En samt er Queen alltaf til staðar. Þetta er einfaldlega grunnur alls annars. Mér finnst þetta alltaf fersk tónlist, sama hvort spilað er á köldum vetrardegi eða fögrum funheitum sumardegi. Eiginlega á sér alltaf tilgang og passar alltaf, á sér alltaf stað í hjartanu.

Það er heiðarlegt að segja að maður hafi eiginlega alist upp með þessari tónlist, hún var aldrei fjarri. Systur mínar spiluðu Queen í botni æ ofan í æ í denn á bernskuárum mínum, voru heitustu aðdáendur hljómsveitarinnar og Mercury sem ég á sennilega eftir að kynnast og það var ekki hægt annað en að taka eftir snilldinni. Hún síaðist inn í huga mér og eiginlega er aldrei skemmtilegra að upplifa tónlist en með lögum Queen og að horfa á tónleikana þeirra á Wembley sem eru auðvitað ógleymanlegt augnablik í sögu tónlistarinnar.



Freddie Mercury er einn af eftirminnilegustu söngvurum tuttugustu aldarinnar, hafði sterkan karakter og mikla nærveru sem söngvari. Söng af innlifun og frontaði þetta band með þeim hætti að ekki er hægt annað en að minnast persónunnar og bandsins sem eins hins öflugasta á sínum tíma. Tel hann hiklaust einn risanna í rokktónlistar síðustu áratuga. Þetta var hljómsveit sem markaði þáttaskil og svo mikið er víst að mörgum brá verulega þegar að hann dó, langt fyrir aldur fram, fyrir sautján árum. 



Mér finnst eitthvað svo innilega notalegt við það að spila Queen og það í botni, að sjálfsögðu. Þetta er klassi í tónlist síðustu áratuga, passar alltaf vel og hæfir eiginlega hvaða degi sem er. Klassi í gegn. Gott að Magni ætli að færa þessa gullaldartónlist í sinn búning og koma fram sem Mercury. Það verður sjón að sjá. Hlakka til að sjá hvernig að það kemur út.

mbl.is Magni í hlutverk Freddy Mercury
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Queen var og er snilld. Það verður gaman að sjá hvernig Magna tekst upp.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 12:53

2 identicon

Já það verður ábyggilega sjón að sjá Magna sem Freddy Mercury! Ég vona hins vegar að ég sleppi við þá reynslu. Eru engin takmörk til?  

Karl (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Já það verður gaman að sjá þetta. Kór FSu er metnaðarfullur kór og Stefán Þorleifsson stjórnandi snillingur á sínu sviði. Ég hef fulla trú á þessu fólki og Magni passar vel inn í þennan hóp.

Helgi Jónsson, 1.2.2008 kl. 17:59

4 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, oftast er ég reyndar ósammmála þér ( í pólitíkinni ). En hér er við sammála. Queen eru mitt uppáhaldsband og ég held barasta að enginn toppi Freddie. En það verður gaman að heyra í Magna. BRJÁN - blús -rokk - og- jazzklúbburinn - á - Nesi ( Neskaupstað ) setti reyndar upp Queen show sem tókst afar vel.

Queen rulez eins og unglingarnir segja.

Eysteinn Þór (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 09:34

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og pælingarnar um Queen. Gott að heyra þetta. Besta band síðustu áratuga að mínu mati, aðeins Bítlarnir komast nærri þeim að mínu mati, já eða kannski Rolling Stones. Alltaf fundist þeir þó síðri en Bítlarnir. En allt eðalefni. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband