Minningu Heath Ledger sýndur sómi

Heath Ledger Það er ánægjulegt að umsjónarmenn slúðurþáttanna í Hollywood hafi ákveðið að sýna að þeir hafi ekki hjarta úr steini með því að hætta við að sýna umtalað myndband með Heath Ledger. Í ljósi andláts hans er eðlilegt að bíða niðurstöðu úr krufningu til að fá úr því skorið hvert banamein hans hafi verið. Í þeim efnum dugar engar getgátur eða sögur af því tagi sem hafa grasserað. Það er mikilvægt að sýna fjölskyldu og vinum leikarans þá virðingu að sýna ekki þetta myndband.

Þetta hefði kannski litið öðruvísi út hefðu verið sögusagnir um að Ledger hefði átt við fíkniefnavandamál að stríða og hann þá verið lifandi. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá því að hann dó og það er ekki langt þangað til að liggi fyrir hvort að eiturlyf eða verkjalyf að einhverju tagi hafi valdið dauða Ledgers. Það hefði verið mjög ómerkilegt að sýna þetta myndband eða kveikja undir ýmsar kjaftasögur áður en niðurstöður krufningar eru opinberar og dánarorsökin er ljós.

Það er greinilegt að Heath Ledger nýtur mikillar virðingar í Hollywood. Vinir hans úr leikarabransanum voru fljótir að standa vörð um minningu hans vegna umræðunnar um þetta myndband og fjöldi þeirra snerust til varnar honum og vildu að myndbandið yrði ekki sýnt. Í ljósi allra aðstæðna er óþarfi að kynda undir kjaftasögur og þess í stað beðið eftir þess að niðurstaðan verði ljós, sem verður á næstu dögum. Það er alveg óþarfi að slúðra meira um það en orðið er.

mbl.is Hætt við að sýna myndband með Heath Ledger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst að það eigi bara að lofa manninum að hvíla í friði.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ji hvað ég er fegin! Ég hef legið andvaka af áhyggjum yfir þessu máli öllu saman. Eins og það sé ekki nóg að hafa áhyggjur af Britney þó þetta bætist ekki við

Heiða B. Heiðars, 1.2.2008 kl. 13:32

3 identicon

Ég er mjög sammála þér. Vel orðað hjá þér. :)

Kolla (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Hulduheimar

Ekki hjarta úr steini? Heldurðu að þeir hafi hætt við þetta sökum góðmennsku og náungakærleika. Nei, það var ein ástæða fyrir þessu og hún er sú sama og alltaf, þ.e. peningar. Umræðan í USA var orðin þannig að Entertainment Tonight sá framá að verða jarðað lifandi ef þeir sýndu þetta. Og það hefði farið af stað slík maskína gegn þeim að þeir hefðu stórtapað á því. Þess vegna reyna þeir nú að snúa þessu á þennan veg.

Annars segir Heiða hér að ofan allt sem segja þarf um þetta

Hulduheimar, 1.2.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband