Feilskot Frjálslyndra

Guðfinna Bjarnadóttir

Það er með ólíkindum að fylgjast með árás Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslyndra, að Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var vitnað í skrif á heimasíðu þingmannsins þar sem hann fordæmir að Guðfinna hefði sent út tölvubréf til starfsmanna og nemenda skólans þar sem að hún tilkynnti um þingframboð sitt, áður en það var gert opinbert á blaðamannafundi um síðustu helgi. Mér finnst þetta í einu orði sagt feilskot hjá þingmanninum og í takt við allt annað sem frá frjálslyndum kemur þessar vikurnar. Þar virðist hvorki standa steinn yfir steini og ef marka má kannanir er flokkurinn á góðri leið með að þurrkast út.

Að mínu mati var algjörlega hárrétt hjá Guðfinnu að senda nemendum þetta tölvubréf og tilkynna þessa ákvörðun sína, enda sést með þessu að hún telur nemendurna samstarfsfólk sitt í skólanum og virðir þau það mikið að láta þau vita hvernig staða hennar er. Mér finnst þetta óttaleg lágkúra hjá þingmönnum frjálslyndra og kannski afhjúpar þetta allra mest vandræði þessa örflokks. Allavega fannst mér Guðfinna bregðast rétt við og gera þetta rétt og heiðarlega. Hún er að fjalla um framtíð sína í starfi, það kemur skólanum við og öll staða málsins á þessum tímapunkti er mál sem henni bar að kynna þeim sem í skólanum eru.

En annars kemur þessi lágkúra frjálslyndra mér ekki á óvart. Allir sem þekkja til vinnubragða og talsmáta þingmanna flokksins eru varla hissa. Það er svosem varla undrunarefni að liðsmenn stjórnarandstöðunnar fari á taugum við framboð Guðfinnu Bjarnadóttur, en þetta er slíkur fellibylur í vatnsglasi að annað eins hefur vart sést lengi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Mér finnst þetta reyndar aðallega lykta af því að Guðfinna hafi viljað fá ókeypis auglýsingu hjá mjög líklegum kjósendahóp.

Svona miðað við að tilkynningar um hækkanir skólagjalda og þessháttar hafa yfirleitt komið til stúdenta við HR eftir að þær hafa verið tilkynntar í fjölmiðlum, þá finnst mér hugmyndin um þessa nýtilkomnu "tilitsemi" rektorsins vera í besta falli langsóttar.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 5.10.2006 kl. 01:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Þakka þér fyrir kommentið. Gaman að heyra í þér. Annars skilst mér að þetta sé mjög í stjórnunarstíl Guðfinnu en hún kynnti t.d. nemendum skólans á undan fjölmiðlum um samkomulagið um sameiningu HR við Tækniháskólann. Annars eru eflaust skiptar skoðanir um hvernig þetta er, en þetta er allavega mitt mat að það sé eðlilegt að hún tilkynni nemendum og starfsmönnum stöðu mála. Ég hefði skilið umræðuna ef að hún hefði sent nemendum beinar auglýsingar tengda framboðinu utan tilkynningar og notað póslistann með öðrum hætti.

mbk. Stefán Fr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.10.2006 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband