Er óánægja með Arnbjörgu í þingflokknum?

Arnbjörg Sveinsdóttir Þau eru stórmerkileg Staksteinaskrifin í Mogganum í dag sem beinast að Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Þar er greinilega skrifað um víðtæka óánægju þingmanna flokksins með verklag hennar og forystu í þingflokknum. Gefið er í skyn að hún sé afskiptasöm um það hvernig þingmenn flokksins beita sér í umræðum og vilji hafa mikið um það að segja hvenær þingmenn tala og um hvað þeir tala.

Þarna er greinilega talað af þekkingu um mál og með öruggar heimildir, enda þætti mér ólíklegt að þetta væri diktað upp og útlistað með þessum hætti nema að einhver fótur væri fyrir þessu. Staksteinar eru nafnlausir en það er freistandi að telja að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, haldi þar á penna. Sé svo væri áhugavert að vita hversu víðtæk þessi óánægja sé enda finnst mér afar ólíklegt að Styrmir væri að blása upp þessu máli án ástæðu og það væri augljós óánægja til staðar.

Mér finnst þetta harkalegar árásir og velti því fyrir mér hvort að þessi óánægja sé svo víðtæk að þingflokkurinn sé að snúast gegn formanni sínum. Sé svo eru það stórmerkilegar fregnir. Það hlýtur að vera að svo afgerandi árásir frá lykilmönnum í Morgunblaðinu gegn formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi verið ræddar eitthvað á Valhallarfundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun. Þar sem ég var ekki viðstaddur þann fund get ég þó ekki fullyrt það.

Ekki er óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort að þessi óánægja sé svo víðtæk að hún geri að engu vonir Arnbjargar um frekari metnað innan flokkskjarnans, en hann hefur augljóslega verið til staðar eftir að hún kom aftur á þing eftir að falla í þingkosningunum 2003. Hún tapaði leiðtogakosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæminu fyrir rúmu ári og fór ekki leynt með sárindi sín með það tap, enda eini sitjandi þingmaðurinn sem tók þátt í prófkjörinu.

Þar sem hún varð ekki ráðherra í vor er ólíklegt að hún verði það síðar á kjörtímabilinu þegar að Kristján Þór Júlíusson hefur náð þeirri þingreynslu sem honum greinilega vantaði er ráðherraefni voru valin. Þessi óánægja er allavega efni í vænar pælingar. Það getur aldrei talist gott að svona kjaftasögur kraumi þar sem gefið er í skyn að þingflokkur sé að snúast gegn formanni sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég velti því líka fyrir mér hvort það sé eitthvað nýtt að þingflokknum sé stýrt svona, þ.e.a.s ef þetta er þá satt. Kannski hefur þetta verið svona í gegnum tíðina það sé hins vegar nýtt að fólk kveinki sér undan því.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Stefán

Ég á mjög erfitt með að trúa þessu og tek þessu með fyrirvara.

Uppsokkun í ráðherraliði, Björn Bjarna út, Guðlaugur Þór tekur við af honum og Ásta Möller tekur við heilbrigðismálunum. Hver á að víkja til að koma Guðfinnu að ? kanski ef Árni hættir og verður sendiherra, Þorgerður í hans stól og þá er pláss fyrir Guðfinnu. Því miður finn ekki stól fyrir Kristján Þór

Óðinn Þórisson, 2.2.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér þykir nú Guðfinna eiga meira heima Samfó heldur í sjálfstæðisflokknum. síðan er hún nokkuð mjög langt niðri á listanum. var hún ekki síðust eða mjög neðarlega í öðru hvoru RVK kjördæminu?

Fannar frá Rifi, 2.2.2008 kl. 18:30

4 identicon

Ég spái hrókfæringum á kjörtímabilinu hjá sjálfstæðismönnum. Þar á Arnbjörg möguleika. Það hefur ekki alltaf farið eftir þingreynslu valið í ráðherrastólana. K. Júl er aldeilis fullþjálfaður stjórnmálamaður en væntanlega ekki af réttu kyni! Þetta er einhver spuni hjá Styrmi sem ég sé ekki alveg í gegnum. En Þorgerður er að stíga fram sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:31

5 identicon

Tek undir með Gísla að Þorgerður er verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Og verður flott. Einnig að Guðfinna eigi að vera innan raða Samfylkingarinar. Finnst Arnnbjörg alveg frábær og væri mikill missir af henni ef hún færi frá okkur. En hún er Davíðs maður, Davíð hélt mikið upp á hana, og það getur verið að það sé að koma henni í koll núna. Hreinsanirnar eru kannski ekki búnar......

pétur svavarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Já, það verður spennandi að fylgjast með þessu.

Fannar: Guðfinna er reyndar í öðru sætinu í Reykjavík norður, á eftir Gulla Þór. Varð efst kvenna í prófkjörinu 2006; varð fjórða - á eftir Geir, Gulla og Birni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.2.2008 kl. 19:52

7 identicon

Arnbjörg er Davíðsmaður.......hann hélt mikið upp á hana. Það er kannski að koma henni í koll núna. Kannski eru hreinsanirnar ekki búnar í flokknum. En hún er frábær þingmaður hún Arnbjörg.....þurfum fleiri almenninlegar hægrikonur á þig.

pétur svavarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:58

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg tek ekki undir þetta hól á Arnbjörgu,fynnst hún lita of stórt á sig og hefur fráhrindandi framkomu/við þurfum ekki á því að halda núna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2008 kl. 22:56

9 Smámynd: Gísli Aðalsteinsson

Mér sýnist þeir sem hér skrifa allir sjá í gegnum þessi skrif í Mogganum sem tengjast án efa mögulegum innáskiptingum í ríkisstjórn. Arnbjörg hefur verið formaður þingflokksins síðan 2005 og ég hef aldrei heyrt neina svona gagnrýni fyrr en núna. Þvert á móti hef ég heyrt að það hafi verið ánægja með störf hennar sem formanns þingflokksins.

Gísli Aðalsteinsson , 3.2.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband