Britney algjörlega búin að missa það

Britney Spears Það er greinilegt að Britney Spears er orðin algjörlega galin. Lýsingar á geðheilbrigði hennar nú eftir að hún hefur verið svipt lögræði og sjálfræði gefur tilefni til að fullyrða að hún hafi endanlega verið búin að missa ráð og rænu og verið paranojuð. Það hefur verið á við að hreinan harmleik að fylgjast með fréttum af endatafli falls hennar síðustu dagana, enda greinilega allt hrunið í lífi hennar.

Þetta hlýtur að vera alveg gjörsamlega skelfilegt líf sem hún lifir. Frægðin getur verið mjög dýrkeypt, ætli að Britney sé ekki að verða fyrsta flokks dæmi um það. Annars er það litla sem heitir orðið líf hjá Britney komið í rúst. Hún er búin að missa börnin vegna óreglu og á hraðferð til glötunar. Það er ekki beint hægt að segja að mikið sé eftir af frægri ímynd hennar sem saklausrar blondínu með englablæ - fátt eftir sem minnir á forna frægð, ef marka má misheppnaða endurkomuna fyrir nokkrum mánuðum sem var með því daprara sem sést hefur lengi.

Sumir bíða eftir að hún deyi. Þær fréttir bárust um daginn að allar helstu fréttastöðvarnar hefðu tilbúið æviágrip hennar ef hún myndi deyja svo að það yrði auðvelt að setja inn á vefsíðurnar. Ég man þegar að Britney var að byrja að ótrúleg ímynd saklausrar stelpu, allt að því hreinnar meyjar með tæra englaásýnd, var búin til fyrir hana. Sú ímynd var kostulega hjúpuð. Hún var undir þeim merkjum mjög lengi. Á tveim til þrem árum er ferill hennar fokinn út í veður og vind og hún er orðin eins og útlifuð tuskudúkka sem heldur aðeins áfram að steypast í glötun.

Britney virðist ekki lifa neinu skemmtilífi lengur, þó það sé reynt. Það er ekki fjarstæðukennt að telja að henni vanti stórlega hjálp frá glötun, þó frá öðrum en peningaplokkurum á borð við dr. Phil. Hún er á hraðri niðurleið og aðeins spurning hvenær að hún steypist endanlega í duftið. Þetta eru í senn skelfileg og nöpur örlög.


mbl.is Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Átakanlegt hversu margir nærast á óhamingju veikrar konu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Einar Jón

Britney sem borgarstjóra!

Einar Jón, 3.2.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þannig að það er ósmekklegt að tala um meinta geðveiki borgarstjóra, en allt í lagi að velta sér upp úr meintri geðveiki Britneyjar?

Er ekki einhver mótsögn í þessu?

Svala Jónsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er verulega sorglegt mál Heimir.

Svala: Það er búið að svipta Britney Spears lögræði. Hún hefur ekki lengur vald yfir sjálfri sér, búið að loka hana inni á stofnun og hefur ekki völd yfir peningum sínum og neinu í lífi sínu lengur. Mér finnst það nú fyrir neðan allt að líkja hennar vanda við mál borgarstjórans í Reykjavík. Hinsvegar hef ég aldrei farið leynt með að þetta er mikill harmleikur og það er ljóst að fjölmiðlar hafa kynt undir hann, enda hundelta þeir manneskjuna og hún hefur ekki fengið stundlegan frið. Það elta þrjátíu til fjörutíu ljósmyndarar hana hvert sem hún fer. Einkalífið er ekkert hjá þessari manneskju. Hún er föst í sjálfskaparvíti helvítis. Þetta er harmleikur, ekkert annað hægt að segja.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband