Var Spaugstofan geðveikari en síðast?

Úr Spaugstofunni Eftir mestu gagnrýni á tveggja áratuga grínferli sínum mátti búast við að Spaugstofan reyndi að deila á þjóðina sem gagnrýndi hana í þætti gærkvöldsins. Og auðvitað var gríninu beint að geðsjúkdómum í víðum skilningi þess orðs, enda voru þeir sakaðir um að sýna þeim sjúkdómi óvirðingu og fjalla öðruvísi um þau veikindi en önnur og falla í pytt fordómanna sem hafa svo oft einkennt þau.

Fannst þessi þáttur eiga ágætis móment vissulega en undir lokin fór þetta eiginlega einum of langt, varð svona kjánalega mikið rugl. Það er oft með Spaugstofuna að þeir skynja ekki hvenær að eitt efni hættir gjörsamlega að vera fyndið og fara að slá þær nótur að yfirkeyra annars ágætis gamanefni með endurtekningum sem þjóna engum tilgangi, gengisfella grínið svo að fólki finnst alveg nóg um. Gott dæmi var ósmekklegt grín að veikindum Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, og hnífabrandarinn margslitni. Bæði varð yfirgengilega slitið og ósmekklegt í sjálfu sér, þó kannski hafi mátt brosa út í annað í fyrsta sketsi.

Veit ekki hvort Spaugstofan hefur lært eitthvað á látum síðustu viku. Það var nefnilega ekki verið að gagnrýna neitt annað en siðferðisþröskuldinn í efni þeirra. Það er eitt að gera grín að einhverju en það er annað að draga það svo langt að fólki gjörsamlega ofbýður. Held að það hefði engum fundist grínið um Ólaf F. ósmekklegt fyrir viku nema vegna þess að það var endurtekið svo oft og yfirkeyrt að fólki fannst nóg komið. Skipti þar í sjálfu sér engu skoðun fólks á persónu Ólafs F. Magnússonar heldur að fólki fannst að svona ætti ekki að gera. Það er alveg óþarfi að kynda undir fordómum á geðsjúkdómum.

Gamansemi Spaugstofunnar fyrir viku keyrði yfir öll mörk. Það er kannski eðlilegt að Spaugstofan svari því með því að grínast með það. Þeir gerðu það líka þegar að þeir voru sakaðir um að draga Guð upp úr háði og vera klámhundar. Bæði málin voru mjög umdeild og kölluðu á harðari umræðu en þeir höfðu upplifað fram að því. Báðum málum var svarað í spéspegli helgina eftir ólguna. Því hlaut grín um geðsjúkdóma og geðpælingar í víðri merkingu að vera það sem myndi súmmera upp vikuna. Enda er þetta mesta gagnrýni sem þeir hafa orðið fyrir.

Fólki nefnilega misbauð og skiptir þá engu hversu lélegar eftiráskýringar Spaugstofumanna eru. Finnst samt þetta skemmtiprógramm orðið ansi þreytt. Spaugstofan hefði gott af því að fara að pása sig aðeins. Þreytan lekur af þessu grínkonsepti þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem betur fer er hómor fólks misjafn á þann hátt, að það sem einum finnst ekkert fyndið veltast aðrir um í hláturkrampa.  Eins er það með spaugstofuna, hún frekar en aðrir hefur ekkert eitt viðmið í húmor.  Húmorsmörk þjóðarinnar er hugtak sem ekki er til sem lína, heldur stór grár flötur.  Það er sama hvar á þessu stóra gráa svæði menn staðsetja sig, það verða alltaf til einstaklingar sem ýmist finnst brandarinn ekki ná settu marki eða þá að full langt sé gengið.

Ég fæ ekki séð að það þjóni neinum tilgangi að setja Spaugstofunni einhverjar skorður á því hvaða efni þeir meiga fjalla um og hvað ekki.  Mér fannst þátturinn um Ólaf F mjög góður, því að það var í honum broddur.  En hugmyndir á þann hátt að síður meigi gera grín að einum sjúkdómi, stjórnmálaflokki, persónu eða viðlíka, eru fordómar í eðli sínu.

Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 15:23

2 identicon

Hvernig er hægt að gera grín að veikindum manns sem hefur ekki viðurkennt þau sjálfur .

skýring Ólafs á því sem að almenningur kallar veikindi er "andlegt mótlæti og á öðrum stað talar hann um að hafa verið niðurdreginn Hvorug þessara skýringa teljast til veikinda

Og hvernig er þá hægt að grín að hans veikindum??

Að vísu er ljótt að grín að fólki þegar það er niðurdregið en dugar samt stundum til að lyfta því upp

Sæmundur (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef ekki séð þáttin en verð að gera það til að geta dæmt. Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það má taka undir með Sigurði hér á undan,Spaugstofan er misjöfn en oftast góð,mætti eg heldur horfa á 3 spaugstofuþætti en eitt Aramótaskaup uppá 30 millur,en sitt sýnist hverjum um það er ekki deilt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.2.2008 kl. 15:53

5 identicon

Viltu ekki líka segja okkur hvað okkur á að finnast um Pressuna í kvöld Stebbi minn?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Tiger

Mér finnst spaugstofan oft á tíðum vera ... vera ... ja, eiginlega vera bara spaugstofan án þess að innihaldið sé til eins eða neins. Lengi vel hef ég ekki brosað mikið af þeim þó svo að ég hafi nú oftast litið inn hjá þeim. Þátturinn síðustu helgi var með þeim betri að mínu áliti og hafði ég mikinn húmor fyrir honum. Enda tók ég ekki endilega umfjöllun veikindanna sem beina árás á persónuna Ólaf heldur á stjórnmálamanninn sem stóð mjög veikum fótum við hlið Sjálfstæðisflokksins.

Valtarinn, já hann var og er valtur í sessi og geðveikin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn var og er jú geðveikur að treysta og fara út í þetta samstarf með svo "veikum meirihluta" .. veiki hlekkurinn virðist jú vera bara einn á ferð.

Þátturinn í gærkvöld var ágætur og brosið var nú ekki langt undan, en ég átti von á meiri hörku og meiri ádeilu á okkur sem gagnrýndum þá í vikunni. Ég kem til með að halda áfram að horfa á þá - með von um áframhaldandi góða þætti en ef næsti laugardagur verður baráttulítill þá er ég sammála með að þeir ættu að taka sér smá sjúkraleyfi og rífa sig uppúr lægðinni.

Tiger, 3.2.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Góður punktur hjá Sæmundi, maðurinn þvertekur fyrir að hafa verið veikur þannig að það er ekki hægt að gera grín að veikindum hans. Hann var bara niðurdreginn, reyndar dálítið lengi, en niðurdreginn segir hann.

Gísli Sigurðsson, 3.2.2008 kl. 17:24

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

„Eftir mestu gagnrýni á tveggja áratuga grínferli sínum“ segir þú í byrjun pistils. Ég held að það sé reyndar ekki rétt, ég held að gagnrýnin hafi verið mun harðari þegar þeir guðlöstuðu um páska, þá var bara ekkert blogg. Í kringum mig var stór hópur sem hafði gaman af Spaugstofunni um síðustu helgi, hafði bara ekki sérlega hátt um það. Okkur finnst mörgum hlutverk Spaugstofunnar vera að veita aðhald og þannig skilgreindi Karl Ágúst hlutverk hennar í einhverjum Kastljóssþætti í vikunni. Ég skil að sitt sýnist hverjum en alhæfingar gera ekki gagn. Ertu ekki sammála því að óþarfi sé að alhæfa?

Berglind Steinsdóttir, 3.2.2008 kl. 19:47

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er aldrei hægt að gera gamanefni svo að allir séu ánægðir. Það er líka mikilvægt að gera gamanefni vitandi um hvaða afleiðingar það geti haft. Þetta var mjög umdeilt grín og ágætt að hver og einn sagði bara sínar skoðanir. Við lifum í frjálsu samfélagi.

Það má vera að ástæða þess að ég fann fyrir þessu og hafði samúð með þessari framkomu að ég hef upplifað geðsjúkdóma einstaklings í fjölskyldu minni sem hefur tekið hæðir og lægðir og ég þekki alveg hversu dapurleg veikindi það eru og hversu margir dæma þau, eru dæmd sem allt annað en veikindi. Það er sorglegt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2008 kl. 00:09

10 identicon

Þess frekar Stefán ættir þú að skilja alvöru málsins.

Það er ekki hægt að lækna geðsjúkdóma fyrr en viðkomandi einstaklingur hefur viðurkennt sjúkdóminn að hægt er að hefjast handa við lækningu

En maður sem telur sig ekki veikan hefur væntanlega ekki leitað eftir hjálp og þá fær ekki meina sinna bót

Ég get ekki séð mun á líkamlegum eða andlegum sjúkdómum en mér finnst illt að setja mann , sem er "bara niðurdregin " eða hefur mætt "andlegu mótlæti "  í þá pressu sem borgarstjórastarfið  er venjulega . Hvað þá undir þeirrri pressu sem nú útaf  Kringustæðum.  Hefði ekki verið nær að setja Hönnu Birnu strax í stólinn 

Sæmundur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:23

11 Smámynd: Kári Tryggvason

Ég er sammála Stefáni að því leiti að þátturinn er oft að ofnota kómísk atriði. Er ekki eins fyndinn að mínu mati og hann var hér á árum áður.

Kári Tryggvason, 5.2.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband