Manndrápsakstur í umferðinni

Enn og aftur berast fregnir af ökumönnum sem keyra um á manndrápshraða, keyra langt yfir hraðamörk og jafnvel í vímuástandi. Akstur á þeim hraða og var t.d. í þessu tilfelli á Reykjanesbrautinni flokkast ekki undir neitt annað en hreinan háska, enda eru í senn bæði ökumaðurinn og þeir sem hann mætir í lífshættu vegna þess. Hvað er fólk að hugsa þegar að það keyrir á slíkum hraða eða hvað fer í gegnum huga þess á meðan? Eða sennilega hugsar það auðvitað ekki neitt, þeysir bara áfram hugsunarlaust.

Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður á háskahraða drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum. Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala. Það er auðvitað dapurlegt þegar að fólk tekur þá ákvörðun að geisast áfram á kolólöglegum hraða og jafnvel í vímu.

Þeir sem keyra svona bera ekki einu sinni virðingu fyrir sjálfu sér og hvað þá þeim sem það mætir á leið sinni. Þetta hefur gerst of oft á síðustu mánuðum. Þetta hlýtur að fara að leiða til þess að horft verði út fyrir orð okkar allra sem tölum fyrir því að fólk hugsi sitt ráð og fari ekki undir stýri í annarlegu ástandi. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum að undanförnu.

Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er á að tala um með mjög áberandi hætti.

mbl.is Hirtur á 150 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er sannarlega mikið áhyggjuefni. Ég er hluti af teymi hjá Ökuskólanum í Mjódd sem er að undirbúa námskeið fyrir þá sem hafa verið sviptir.
Ég hef þess vegna mikið verið að spá í þessi mál og hvernig hægt sé að ná til þessara einstaklinga sem hafa verið sviptir vegna hraðaksturs eða ölvunaraksturs.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 21:53

2 identicon

Vissulega, enn og aftur,og ekki í síðasta sinn,Sammála,,Sammála,,Bílarnir eru að verða sérsmíðaðir fyrir hraðakstur...Ekki eins og volvoinn minn með 5ohp. vél,fyrsti bíllinn sem ég eignaðist.Sá sem ég á núna er með 150hp vél og öllu sjálvirku nánast,,hef það stundum á tilfinningunni að mín sé ekki lengur þörf, sem ökumanni. Vegirnir hafa vissulega einnig batnað,, enn þar er þróunin mun hægari,, Á vegum í Evrópu þvælist ég fyrir ef hraðinn er undir 110,,Leggjum áherslu á og gerum kröfu til þess að umferðamannvirkin fylgi þessari þróun, berjumst ekki á móti henni með slagorðum,,Hvað fíkniefni varðar, þá þarf einnig þar að viðurkenna vandann, og bregðast við honum á viðeigandi hátt. Við þurfum að taka úr umferð ákveðinn hóp mann með fælingamætti refsirammans.Hækka laun fíkniefnalögregglu, sem og skapa þeim þá aðstöðu sem þeir þurfa. Þannig getum við búist við að fá fleirri hæfa menn til starfans, sem og meiri áhuga þeirra á starfi sínu.Við þurfum að hafa í huga að þegar gerð eru upptæk fíkniefni,,þá er þjóðfélaginu sparað tuttugufalt götuandvirði efnana. Bankastjórar fá árangurstengd laun frá hluthöfum og eigendum,,Við erum hluthafar í eigin velferðarkerfi...Sprautum fjármagni inní dóms - og löggæslukerfið , gegn eiturlyfjum. 

bimbó (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Kolbrún. Þetta er alveg svakalegt. Það er svakalegt að fólk setji líf sitt svona gjörsamlega upp í rússneska rúllettu og um leið annarra sem mæta þeim á fullum hraða. Hrein klikkun. Það þarf einhverja vakningu í þessum efnum, en það er það versta að fólk virðist nákvæmlega ekkert hugsa áður en það sest undir stýri og er í raun alveg sama um lífið sem því var gefið. Það er dapurlegast af þessu öllu.

bimbó: Sammála. Gott komment, takk fyrir það.

Magnús: Vissulega. Þetta er ekkert betra en hreint tilræði við fólk, þessu er ekki aðeins beint að lífi þess sem setur allt undir eins og í rússneskri rúllettu heldur getur tekið svo marga með sér komi til slyss.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það síðasta sem við viljum er að lögreglan fái árangurtengd laun.  Það er þannig sem glæpir eru búnir til.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband