Þrír handteknir - bankarán upplýst?

Frá handtöku Það er ekki hægt að segja annað en að löggan hafi unnið vel við að upplýsa bankaránið í Lækjargötu. Strax búið að handtaka þrjá menn og vonandi verður ljóstrað upp um alla söguna á bakvið ránið fyrr en síðar. Myndræn var handtaka mannsins við Hjálpræðisherinn en fjölmiðlar voru auðvitað á staðnum þegar að hann var tekinn og þetta sýnt í hádegisfréttum Stöðvar 2.

Skil samt ekki í því af hverju það er trúnaðarmál hversu miklu var stolið úr bankanum. Finnst að það ætti að opinbera þann þátt málsins, enda skil ég ekki hversvegna það ætti að vera leyndarmál. Annars er fólkið í útibúinu auðvitað í sjokki, enda óskemmtileg lífsreynsla að lenda í. Þurfa að jafna sig á þessu. Nýbúin að vera öryggisæfing þarna en það er greinilegt að eitthvað þarf að hugsa öryggismálin almennt upp á nýtt.

Annars skilst mér að það eigi að rífa þennan banka bráðlega og þar verða reist hótel. Þetta verður því væntanlega síðasti hasarinn þarna í bráð. Annars var bankaútibúið í Lækjargötu auðvitað vettvangur hins margfræga Skeljungsráns árið 1995, en það var upplýst seint og um síðir fyrir nokkrum árum.

mbl.is Tveir í haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega ekki miklir snillingar þarna á ferð. Snjóskafla kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 14:16

2 identicon

**Nýbúin að vera öryggisæfing þarna en það er greinilegt að eitthvað þarf að hugsa öryggismálin almennt upp á nýtt.

Bíddu.......hvað meinaru eiginlega? Mér sýnist þetta hafa gengið mjög vel. Einginn meiddist og mennirnir fundnir. Hvað viltu? Vopnaða verði í allar dyragættir bankanna? Um leið og einhver hefði reynt að koma í veg fyrir þetta rán hefði einhver meiðst, jafnvel dáið. En endilega uppljóstraðu þeim bráðnauðsinlegu öryggisuppfærslum sem á það oftar til með að drepa fólk. Ef þú vilt vera svo vænn?

Einar (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband