Verđur Carl Bildt utanríkisráđherra Svíţjóđar?

Carl Bildt

Eins og fram kom hér fyrr í kvöld hefur Fredrik Reinfeldt veriđ kjörinn forsćtisráđherra Svíţjóđar og hann mun tilkynna ráđherralista sinn á morgun. Nú berast fregnir af ţví á sćnskum fréttavefum ađ Carl Bildt, fyrrum forsćtisráđherra Svíţjóđar, muni verđa utanríkisráđherra í ríkisstjórn borgaralegu flokkanna. Teljast ţetta vissulega mikil tíđindi. Bildt var forsćtisráđherra Svíţjóđar á árunum 1991-1994 og ţví síđasti forsćtisráđherra hćgrimanna í Svíţjóđ á undan Reinfeldt. Mun hann hafa ţegiđ utanríkisráđherrastólinn eftir miklar samningaviđrćđur. Bildt var eins og kunnugt er sáttasemjari viđ Balkanskaga eftir forsćtisráđherraferilinn og ţekktur fyrir sín diplómatastörf.

Fari svo ađ orđrómurinn sé réttur mun Carl Bildt taka viđ embćttinu af Jan Eliasson, fyrrum forseta allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna. Eliasson var skipađur utanríkisráđherra í apríl af Göran Persson, fráfarandi forsćtisráđherra, í kjölfar ţess ađ hann vék Lailu Freivalds úr embćttinu. Eliasson ţótti standa sig vel sem utanríkisráđherra, en fékk vissulega ekki langan tíma til verka. Eliasson var ţekktur fyrir verk sín í alţjóđastjórnmálum og mađur reynslu og ţekkingar. Hann vann í utanríkisţjónustunni frá 1965 og var til fjölda ára ráđgjafi Olof Palme í forsćtisráđherratíđ hans. Hann var til fjölda ára sendiherra Svíţjóđar hjá SŢ og leiddi undir lokin allsherjarţingiđ.

Eliasson ţótti standa sig mun betur en Freivalds sem ţótti vera mistćkur ráđherra og aldrei ná ađ höndla embćttiđ, en hún tók viđ utanríkisráđuneytinu í kjölfar morđsins á Önnu Lindh haustiđ 2003. Greinilegt var ađ Persson valdi Eliasson til ađ reyna ađ snúa vörn í sókn fyrir jafnađarmannaflokkinn í ađdraganda kosninganna. Hann var líka ađ veita utanríkispólitík flokksins meiri vigt en veriđ hafđi allt frá ţví ađ hin vinsćla Anna Lindh hvarf af pólitísku sjónarsviđi fyrir ţrem árum. En ţađ dugđi ekki til. Ef marka má fréttir á sćnsku fréttavefunum mun diplómatinn Jan Eliasson nú ćtla sér ađ kenna viđ háskólann í Uppsölum í kjölfar ţess ađ hann lćtur af ráđherraembćttinu.

Fari svo ađ Carl Bildt verđi á morgun utanríkisráđherra Svíţjóđar verđur fróđlegt ađ sjá hann aftur í fremstu víglínu sćnskra stjórnmála. Hann var einn valdamesti stjórnmálamađur Svía um nokkurra ára skeiđ og leiddi ríkisstjórn landsins fyrir rúmum áratug. Endurkoma hans í forystu sćnskra stjórnmála, nú sem forystumađur hins öfluga sćnska utanríkisráđuneytis mun verđa mjög athyglisverđ og tryggja nýrri ríkisstjórn meiri ţunga og vigt í alţjóđastjórnmálum vegna reynslu og ţekkingar Carls Bildt.


mbl.is Carl Bildt sagđur verđa nćsti utanríkisráđherra Svía
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband