Ræningjar fóru í brúnkumeðferð og klippingu

Af vettvangi Það verður ekki sagt annað en að ræningjarnir í Lækjargöturáninu séu þeir seinheppnustu mjög lengi. Tveir þeirra sem stóðu að ráninu munu hafa verið handteknir eftir brúnkumeðferð og klippingu í Garðabæ. Það er kannski spurning hvort að þeir verði nefndir brúnkuræningjarnir eða jafnvel vel klipptu ræningjarnir?

Að öllu gamni slepptu að þá er kannski spurning hvort að samfélagið okkar sé of lítið til að svona glæpur geti komist upp. Sumir hafa sagt það. Er ekki fjarri lagi. Við lifum sem betur í samfélagi þar sem erfitt er að leynast og komast undan réttvísinni, eða við vonum allavega að það sé málið. Annars er greinilegt að þeir skipulögðu sem betur fer ránið svo illa að heildarmyndin small nokkuð vel saman.

En það væri annars gaman að vita af hverju ræningjarnir fóru í brúnkumeðferðina og klippinguna? Var það til að þekkjast ekki eða voru þeir bara að skemmta sér með peninginn? Ekki vantar spurningarnar. Þeir hafa verið skúffaðir að mæta löggunni í kjölfar brúnkunnar, ekki hægt að segja annað.

mbl.is Fjórða ræningjans leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessunarlega eru þetta einstaklingar sem eiga vegna ástands síns erfitt með skipulagningu og að framkvæma annað sem hinn fullkomni glæpur, ef hann er þá til, myndi krefjast. Samt er maður alltaf skíthræddur að þeir meiði einhvern í þessum hamagang sínum. Mjög mikilvægt að starfsfólk afhenti þeim strax það sem þeir vilja enda miklar líkur á að þeir og hið stolna fé finnist.

Kolbrún (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það útilokar að ræningjarnir hafi verið dökkir á hörund (upprunalega)  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 23:13

3 identicon

sennilega hafa þeir farið í brúnkumeðferðina vegna þess að í lýsingu frá lögreglunni var leitað eftir "hvítum" karlmanni. hehe

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband