Björn Bjarnason í 2. sætið

Björn Bjarnason

Það stefnir í spennandi prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Ég tel mjög mikilvægt að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, verði leiðtogi flokksins í öðru kjördæminu og verði því í 2. sæti í þessu prófkjöri. Ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir yfirgripsmikilli þekkingu Björns á utanríkis- og varnarmálum og segja má með sanni að hann sé sá þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem mest þekkir þann málaflokk. Það er mikilvægt að hans framlag verði áfram til staðar í forystusveit flokksins í Reykjavík.

Björn hefur verið fyrirmynd fyrir mig og fleiri í vefmálum. Hann byrjaði með heimasíðu fyrstur íslenskra stjórnmálamanna og hefur haldið henni úti með mikilli elju og vinnusemi allan þann tíma. Hann hefur þar tjáð af miklum krafti skoðanir sínar og skrifað um pólitík og fleiri þætti þjóðmálaumræðunnar, birt þar dagbók og ennfremur allar ræður og greinar sínar. Var Björn brautryðjandi í vefskrifum stjórnmálamanna á netinu og er fyrirmynd margra í netvinnslu og í því að skrifa á vefnum.

Framlag Björns í stjórnmálum og þá einkum forysta hans í netmálum hefur skipt mjög miklu máli. Ég tel eins og fyrr segir mikilvægt að hann fái kjör í annað sæti framboðslistans í Reykjavík og styð hann til þess. Hann mun um helgina opna kosningaskrifstofu sína og hefja baráttuna. Ég hef aldrei farið leynt með stuðning minn við hann og ég t.d. er honum eilíflega þakklátur fyrir að hafa á vef sínum tengil á heimasíðu mína. Það mun ég alla tíð meta mjög mikils og önnur tengsl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband