Áfellisdómur yfir valdatíð R-listans

Ráðhús Reykjavíkur

Það er ekki hægt að segja annað en að úttekt KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar í tólf ára valdatíð R-listans sé áfellisdómur yfir þessum valdabræðingi félagshyggjuaflanna. Þetta er frekar svört skýrsla og sýnir vel stöðu mála. Til fjölda ára deildu meirihluti R-listans og minnihlutinn um stöðu borgarinnar og reyndi R-listinn að verjast fimlega með allskonar kúnstum sem minntu helst á sirkusbrögð töframanna frekar en skynsamlega og ábyrga forystu meirihlutaafls í sveitarstjórn. En staðan er mjög skýr í þessari úttekt og þar sést án nokkurs vafa hvernig hlutirnir eru. Það sést svo best á tali minnihlutaflokkanna nú að þau eiga ekkert svar við þessari úttekt.

Það verður ekki betur séð en að mikið verkefni sé fyrir framan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við að laga stöðuna sem uppi er. Eru greinilega framundan stórtækar aðgerðir til að fara yfir alla fjármálastjórn borgarinnar og stokka hana upp. Það er þarfaverk eigi ekki illa að fara. Greinilegt er að R-listinn hefur velt vandanum á undan sér ár frá ári. Það er fátt gott sem ver þá stöðu eins og vel sést af tali fyrrum borgarstjóra og núverandi prófkjörsframbjóðanda Samfylkingarinnar í fréttum í gær. En vandinn liggur fyrir og hann dylst engum lengur. Það verður verkefni ábyrgra og traustra forystumanna í borginni að leysa þann vanda.

Fyrst og fremst blasir við að málflutningur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn undanfarinn áratug hefur verið á rökum reistur. Stór hluti þeirrar gagnrýni var rétt eins og vel sést við lestur þessarar úttektar. En það er svosem enginn bættur með að benda á hvorn annan. Staðan liggur fyrir og hana þarf að leysa. En þetta er áfellisdómur yfir R-listanum sáluga og þeim sem ríktu á valdatíma hans. Þessi fortíðarvandi liggur nú fyrir. Það er mikilvægt til að geta horfst í augu við framtíðina.

mbl.is Brýnt að fara yfir fjármálastjórn Reykjavíkurborgar í heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband