Heath Ledger lést af slysförum

Heath Ledger Það er nú ljóst að leikarinn Heath Ledger lést af slysförum, vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Þetta mun slá á kjaftasögurnar sem hafa grasserað allt frá dauða hans fyrir hálfum mánuði um að hann hafi látist af ofneyslu eiturlyfja og verið í viðjum fíkniefnaneyslu er hann lést. Engin merki eru um að hann hafi látist af þeim völdum.

Það hefur verið talað mikið um að samband Heath og Michelle Williams hafi lokið vegna eiturlyfjaneyslu og sum blöð hafa gengið mjög langt síðustu dagana að ráðast að minningu leikarans með sleggjudómum og fullyrðingum um að hann hafi látist af völdum eiturlyfja. Upprúllaður peningaseðill, sem slúðurblöðin töldu merki um dópneyslu, hafi fundist í íbúð leikarans og hann hafi farið í gegnum mörg verkefni á síðustu mánuðum ævinnar í dópvímu.

Andlát Heath Ledger er mikill harmleikur, hann hefur verið syrgður af kvikmyndaáhorfendum um allan heim, enda eftirsjá af leikara sem var eitt mesta talent sinnar kynslóðar og var að komast á toppinn í Hollywood, eftir glæsilegan leiksigur í Brokeback Mountain. Það er ánægjulegt að það hafi verið skorið úr því að andlát hans var af slysförum en ekki vegna dópneyslu eins og gula pressan gaf í skyn með frekar ómerkilegum hætti.

Það má vel vera að talað verði um það lengi hversu grimm örlög Heath Ledger voru, svipað og var með annað mikið efni minnar kynslóðar í leiklist, River Phoenix, sem lést aðeins rúmlega tvítugur á tíunda áratugnum. Minning hans var mörkuð dópneyslu og ofnotkun eiturlyfja á andlátsstundinni, auk minninga um mikinn og góðan leikara. Ledger verður minnst sem góðs leikara sem átti harmræn örlög umfram allt.

mbl.is Heath Ledger lést af ofskammti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er auðvitað tvennt ólíkt hvort að fólk deyji af ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja eins og í tilfelli Ledger eða af ofneyslu kókaíns og heróíns og var í tilfelli Phoenix. Enda var andlát Phoenix við allt aðrar aðstæður og augljóst frá upphafi hvað gerðist.

Örlög beggja eru þó sorgleg. Það er auðvitað ekkert mál að drepa sig með lyfseðilsskyldum lyfjum. Það eru engin merki um að Ledger hafi fyrirfarið sér. Hann var ekki týpan í það og ummerkin eru engin um að hann hafi viljað drepa sig. Þetta er auðvitað bara slys, röng blanda lyfja og krufningin sýnir það vel.

Annars er komin niðurstaða og alveg óþarfi að rífast um þetta. Krufningin svarar stóru spurningum þessa máls mjög vel.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.2.2008 kl. 17:26

2 identicon

Ehm, þú veist greinilega ekki mikið um þessi lyf. Tvö þeirra eru sterkari verkjalyf en heróín, hann var 120% örugglega ekki með ávísun upp á þau, hvað þá að honum hafi verið ætlað að blanda þeim saman við þrjú sterk benzodiazepine lyf sem einnig slæva öndun.

Þetta var annaðhvort svakalegt djamm eða sjálfsmorð, kemur læknisfræðilegri notkunn þessara lyfja augljóslega ekkert við. Googlaðu lyfin ef þú trúir mér ekki. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er ekki lyfjafræðingur Gunnar og er heldur ekki með neina dóma hér. Þetta er sorglegt andlát og er áminning til allra um að blanda efnum ekki saman eða taka sterk lyf. Síðastur manna verð ég til að verja þetta.

Niðurstaða krufningar er andlát af slysförum og mér finnst talað mjög skýrt þar. Það má auðvitað endalaust fullyrða eitthvað en mér finnst langheiðarlegast að taka mark á því sem öruggt er og sérfræðingar segja um málið.

Það eru enn spurningar eftir í þessu máli en það verður erfitt eða vonlaust að fá svör við þeim öllum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.2.2008 kl. 17:48

4 identicon

Giskleikurinn Kalli Tomm, nefndur eftir skapara sínum í Mosó verður hjá mér kl 21. Skráðir Mbl. bloggarar velkomnir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:03

5 identicon

að sjálfsögðu hefur hann ætlað að enda þetta. Það þarf ekki einu sinni að giska neitt á það.. Það er engin heilvita maður að úða í sig þessum lyfjum og vita ekki hver niðurstaðan yrði. Hann var jú þunglyndur og kvíðin eftir hverja mynd sem hann gerði og náði aldrei neinum svefni. Hann hefur alveg vitað að þessum fjórum eða fimm lyfjum sem hann var að gleypa í sig ætti ekki að blanda saman í stórum stíl.

ps: Á eftir að sakna hans sem leikara.....bara flottur

inga (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband