Ungir framsóknarmenn minnast Alfreðs

Alfreð Þorsteinsson

Nú hafa ungir framsóknarmenn í Reykjavík suður skírt félagið sitt í höfuðið á Alfreð Þorsteinssyni, sem var í áraraðir borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík. Finnst þetta svolítið fyndin persónudýrkun sem felst í því að nefna ungliða- og flokksfélög eftir mönnum innan flokksins. Hvað yrði t.d. sagt ef að ungliðafélag sjálfstæðismanna einhversstaðar úti á landi myndi skíra sig Davíð í höfuðið á Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra. Ansi er ég nú hræddur um að viðkomandi ungliðar fengju það í hausinn einhversstaðar frá að um væri að ræða hlægilega persónudýrkun á einum stjórnmálamanni.

Blessunarlega erum við ungir sjálfstæðismenn þannig gerðir að við veljum sígild og góð nöfn af ýmsu tagi, utan stjórnmála, til að velja á félögin okkar. Það má alltaf heiðra fyrrum stjórnmálamenn með ýmsum hætti en að nefna félögin eftir þeim er ekki góðráð, tel ég. Ég geri mér fulla grein fyrir að Alfreð er framsóknarmönnum í Reykjavík eftirminnilegur. Hann sat þó ekki í borgarstjórn í tólf ár bara í nafni framsóknarmanna, heldur í samtryggðu umboði krata, komma og rauðsokka. Hann hafði víðtækt umboð í þessu samkrulli sem R-listinn var. Satt best að segja er Alfreð eftirminnilegur fyrir að tryggja Framsókn mikil völd og hans verður eflaust minnst þannig.

En þessi nafngift vekur vissulega athygli, enda þekkist það ekki í flokkum að þar séu félög nefnd eftir leiðtogum hvað þá borgarleiðtogum. Enda eru svo margar aðrar leiðir til að nefna félög. Mér finnst þetta frekar hallærislegt og undrast nafngiftina. En ungir framsóknarmenn ráða sínum leiðum til að ná athygli. Það verður fyndið að fylgjast með verkum "Alfreðs" á vettvangi stjórnmála í vetur meðan að fyrirmyndin vinnur við hátæknisjúkrahúsið. Allir vita hversu vel honum gekk með Orkuveituna og hallargarðurinn er "gott" dæmi um það.


mbl.is Alfreð fagnar frumvarpi um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um framsóknarmenn. Þá ætlar Dagný ekki að gefa aftur kost á sér. Sjá ruv.is kv BÞB

Bergur Þ Benjamínsson (IP-tala skráð) 7.10.2006 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband