Afleit ákvörðun Vilhjálms - klúður í Valhöll

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Mér finnst sú ákvörðun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að sitja áfram sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vera algjörlega afleit og jaðra við pólitískt klúður af stórum skala, þar sem persónulegir hagsmunir nokkurra einstaklinga eru sett ofar heill og hag Sjálfstæðisflokksins. Það er í sjálfu sér dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Vilhjálmi, en ákvörðun hans er sérstaklega vond fyrir flokkinn.

Allt yfirbragð blaðamannafundarins í Valhöll bar þess vitni að þar fór stjórnmálamaður sem hefur brennt allar brýr að baki sér og er búinn að vera í stjórnmálum, en getur ekki hugsað sér að hætta. Þessi blaðamannafundur var reyndar á tímabili farinn að minna mig á lestur bókarinnar Beðið eftir Godot eftir Beckett. Svo loksins þegar að hann byrjaði var hann stórt klúður, bæði í uppsetningu þar sem vandræðalegt yfirbragð var áberandi og engin tíðindi voru í sjálfu sér, önnur en þau að Vilhjálmur getur ekki horfst í augu við tapað tafl.

Það má vera að stærstu tíðindi blaðamannafundarins séu þau að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum. Með þá ákvörðun í vasanum skil ég ekki hvers vegna að Vilhjálmur ætlar að halda áfram sem leiðtogi. Það vakti líka athygli að borgarfulltrúar fóru allir af fundi löngu áður en niðurstaða var kynnt. Vilhjálmur var einn í orðsins fyllstu merkingu á þessum blaðamannafundi. En spurningarnar grassera. Er verið að geyma leiðtogastöðuna fyrir annan aðila þegar að kemur að vali borgarstjóra? Er verið að reyna að koma í veg fyrir að kjörinn borgarfulltrúi taki við borgarstjórnarflokknum?

Hafi þessi blaðamannafundur átt að styrkja stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem leiðtoga borgarstjórnarflokksins og borgarfulltrúa mistókst það hrapallega. Það sem ég óttast þó mest er að Sjálfstæðisflokkurinn veikist sem heild í lykilvígi sínu allra mest. Það er algjörlega afleitt að heill og hagur nokkurra manna sem geta ekki horfst í augu við endalok stjórnmálaferils Vilhjálms sé sett ofar flokkshag.

mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúleg ákvörðun hjá Vilhjálmi. Get ekki betur séð enn að hann standi einn að henni. Aðrir láta sig hverfa hljóðlaust út um bakdyr. Vilhjálmur hefur ekki axlað ábyrgð, hann axlaði ekki ábyrgð í haust þegar að hann "missti " borgarstjórastólinn. Ef að Björn Ingi hefði ekki yfirgefið meirihlutann í haust, þá hefði Vilhjálmur aldrei látið borgarstjórastólinn af hendi.  Eftir stendur að Vilhjálmur er ekki að standa undir ábyrgð og hann ber ekki hag sjálfstæðisflokksins fyrir brjósti. Ég tel að þarna hefði verið gullið tækifæri til að laga ímynd flokksins og láta Hönnu Birnu taka við. Hún nýtur óumdeilanlega meira traust enn Vilhjálmur.

Spurningin er:

Er sjálfstæðisflokkurinn í tilvistarkreppu?

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég verð að viðurkenna að ég finn til með Villa. Maðurinn er búinn að eiga langan of farsælan feril og vera nánast tekinn af í beinni af fréttamönnum sem voru langslotnir enda búnir að bíða í meira en klukkutíma.  Það er líka rétt hjá Villa að Samfylkingin sem samþykkti  REI kemst ótrúlega vel frá þessu og sama má segja um Framsókn.

Sigurður Þórðarson, 11.2.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Tiger

Að mínu mati er hér um sömu lykt og var á sínum tíma með Á. Johnsen. Hundsa það sem kjósendur vilja og halda fast í feita embættið sitt - þyggja af okkur laun, biðlaun, bitla og eftirlaun - án þess að landinn kæri sig um starfsmanninn...

Sammála með að þetta mál Vilhjálms mun örugglega skaða flokkinn á landsvísu - líkt og þegar Árni kom "sterkur" til baka. Allavega veit ég um nokkra harða sjálfstæðismenn sem ætla sér að skila inn auðu í næstu kosingum.

Ef Vilhjálmur hefði stigið til hliðar nú hefði ég borið mun meiri virðingu fyrir honum en þar sem hann heldur fast í sæti sem enginn vill hafa hann í - hef ég litla samúð með manninum.

Mitt mat - eins og svo margra annarra - sjálfstæðisflokkurinn hefur beðið hnekki og það mun sannarlega koma í ljós þegar kosið verður næst, hvort sem það er í borginni eða á landsvísu.

Gullfiskaminni mitt mun ekki gleypa þetta mál eins og sjálfstæðismenn greinilega vonast eftir. Get ekki annað en brosað af því sem heyrst hefur "sitja af sér orrahríðina og halda fast í sitt". Hvað halda þeir eiginlega? Að við verðum sannarlega búin að gleyma og fyrirgefa að ári liðnu? Halda sjálfstæðismenn að Vilhjálmur geti bara hlammað sér í borgarstjórastól að ári því við höfum gleymt öllu þessu fjaðrafoki? Fjaðrafoki sem er orðið að heilu hænsnabúi vegna leyndarmakks og feluleiks Sjálfstæðismanna síðustu daga... nei, borgarbúinn mun ekki gleyma þessu og mun ekki sætta sig við tilvonandi borgarstjóra að ári liðnu.

Tiger, 11.2.2008 kl. 15:56

4 identicon

Hvað varð um orðin: "Segðu mér hvað ég get gert fyrir flokkinn, ekki hvað flokkurinn geti gert fyrir mig." (JFK)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

æææ Stebbi minn... það er ekki annað hægt en vorkenna Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svokallað raðklúður og segir mér að forusta flokksins er veik og ræður ekki við að stýra þessu máli í skynsamlegan farveg.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.2.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Sagði ekki Davíð forðum: ,,Ef þú ert kominn ofan í holu hættu þá að moka". Hann hefði átt að segja Vilhjálmi þetta, ég sé ekki betur en hann sé kominn með heila skurðgröfu á leigu.

Gísli Sigurðsson, 11.2.2008 kl. 16:28

7 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Enn fitnar púkinn á fjósbitanum. Enda er hann fóðraður vel og dyggilega þessa dagana. -Hafi það hent mig að gleðjast yfir óförum "pólitískra andstæðinga" þá er klúðrið hjá xD í Reykjavík komið út fyrir öll þau mörk og mér að óvörum finn ég orðið til með öllu því góða fólki sem ég þekki og veit að eru sjálfstæðisfólk af hugsjón og innileika.

Kannski er hér enn og aftur komið að því í sögu stjórnarherra xD að menn eru hafnir yfir málefni? -Það er augljóst að sex-mínus-einn menningunum getur ekki liðið vel.
Kveðja,

Þorsteinn Egilson, 11.2.2008 kl. 16:49

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sitt sýnist hverjum um þetta sem Villi  og C/O voru að gera,en eg er bara á sama máli og hann þarf alls ekki að segja af sér,eg hefi trú á að hann geri þetta upp við sig og sína i rólegheitum,Borgin er hólpin i bili allavega,frá vinstri öflunum og það er málið,ekki axla þeir neina ábyrgð,svo þetta með tap sjalfstæðisflokks er ekki að gera sig og gerir ekki!!!!,allavega höfum við tíma til að sanna það næstu vikur og mánuði/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.2.2008 kl. 17:09

9 identicon

Þetta snýst ekki bara um Rei málið heldur stórfelldar lygar Vilhjálms í Kastljósþætti á fimmtudaginn var.  Hann hefur ekki axlað ábyrgð á þeim.

Halldór (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:14

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin Þórður og Siggi. Ég styð þennan mann ekki lengur, finnst hann búinn að vera og hann skemmir fyrir flokki sínum með að vera lengur. Kenni í brjósti um flokksmenn í rvk að sitja uppi með hann.

Jón Ingi: Ég hef tjáð mig heiðarlega og einbeitt um þessi mál. Flokksbönd skipta mig nákvæmlega engu máli. Það er alltaf heiðarlegt að geta talað hreint út og gagnrýnt eigin flokk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2008 kl. 17:31

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Tigercopper.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2008 kl. 17:33

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það finnast svartir sauðir í öllum hjörðum. Mér sýnist hér vera dæmi um slíkan. Það er að minnsta kosti sauðsháttur (hvítur eða svartur sauður) að fatta ekki þegar tími er kominn til að víkja.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.2.2008 kl. 18:12

13 identicon

Ég var svo viss um að Vilhjálmur gæti sýnt þann þroska og  hafa vit á að stíga til hliðar svo er ég las inn á dv.is áðan að það ætti að taka Þorgerði Katrínu í gegn og láta hana finna fyrir tevatninu í næstu formannskorsningum vegna þess að hún styður Hönnu Birnu, þá spyr ég bara ,, Hvað er að gerast þarna í Valhöll???,, 

Ég er viss um að ef Vilhjálmur hefði dregið sig í hlé og látið Hönnu Birnu taka við þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið betra efni í borgarstjóra og hann hefði staði uppi sem meiri maður en hann er nú í mínum augum. Ég bara vona að litli barbí-strákurinn hann Gísli M verði ekki látin taka við.

netflakkari (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:24

14 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hann heldur áfram í nokkra mánuði og síðan tekur einhver annar við.

Athyglisverðasta frétt dagsins er hins vegar frá Reyni Traustasyni.  Segir meira en mörg orð og setur þetta ágætlega í samhengi.

Sjá hér: http://www.dv.is/skrafadogskrifad/lesa/5047

...oft ratast kjöftugum satt orð á munn...

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.2.2008 kl. 19:18

15 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vil þakka öllum kommentin. Einhver bilun hjá mbl varð þess valdandi að ekki var hægt að staðfesta komment í réttri röð og því þakkaði ég bara þeim sem ég hafði staðfest komment er ég skrifaði sjálfur athugasemd en hafði ekki séð hinar. Það er gott að heyra í fleirum hvað varðar þetta mál. Hvað varðar Vilhjálm Þ. get ég ekki betur séð en að hann sé rúinn trausti. Sagði um helgina að hann ætti að segja af sér og stend enn við það mat. Hans stjórnmálaferill er búinn, því verður ekki breytt úr þessu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2008 kl. 19:37

16 identicon

Sko Halla gamla. Staðfastur út yfir gröf, dauða og vetrabraut. Halli er nefnilega stofn hins gamla Sjálfstæðisflokks, sem HHG vitnar um: Fólk sem hefur ekki endilega áhuga á pólitík en hefur gaman að grilla á kvöldin.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:42

17 Smámynd: Jónas Jónasson

Dómgreindarskortur Villa Vill!

1. Klámráðstefna = Dómgreindarskortur.

2 Háspenna = Dómgreindarskortur.

3 Yfirlýsingar við eldsvoða í miðbæ = Dómgreindarkortur

4 Rei = Dómgreindarskortur

5. Myndun Nýs meirihluta með Ólafi F.  = Dómgreindarskortur og eiginhagsmunamál.

6.  Lygar = Dómgreindarskortur.

 Og að segja ekki af sér er bara algert dómgreindarleysi.

Jónas Jónasson, 11.2.2008 kl. 20:10

18 identicon

Fæ ekki betur séð en að fleiri séu rúnir trausti allavega skrifar Stefán  þannig .

Fólkið á götunni virðist sammála um að Sjálfstæðisflokknum sé ekki treystandi fyrir borginni á meðan þau geti ekki einu sinni séð sóma sinn og komið fram og rætt við fjölmiðla .

Þetta er að verða hálf Stalinskt

Síðan er hvernig telur Vilhjálmur að hann hafi axlað ábyrgð .  Er hann ekki enn  á Fullum Borgarstjóralaunum og þarf ekki einu sinni að vinna fyrir þeim

Sæmundur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:17

19 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það verður mjög fróðlegt að vita hvernig næstu tvö ár munu æxlast í borgarstjórnarpólitíkinni. 

Nokkrar lykilspurningar til umhugsunar:
- Mun Óskar halda Framsókn á lífi eða mun hún þurrkast út í Reykjavík í næstu kosningum?
- Munu Reykvíkingar fyrirgefa Sjálfsstæðismönnum bröltið eða munu þeir tapa verulega og fylgi flokka jafnast meira út (ekki helmingur Sjálfsstæðimenn og aðrir skipti síðan hinum helmingnum á milli sín eins og verið hefur)?
- Verður Villi borgarstjóri eftir ár, verður Hanna Birna það eða munu Sjálfstæðismenn sækja einhvern utan frá?  Verður það sama klúðrið og í öll hin skiptin sem þeir hafa sótt einhverja utan frá (Markús, Árni, Björn...)?  Sumir hafa talað um Guðlaug Þór, aðrir um Guðfinnu, Bjarni Ben væri líka mögulegur kandídat ef hann flytti úr Garðabænum, Ásdís Halla Bragadóttir, lengi átti ég von á því að Kristján Þór Júlíusson Akureyrarbæjarstjóri tæki Reykjavík næst eftir að hafa byrjað á Dalvík, farið til Ísafjarðar og þaðan á Akureyri.  Þá var eiginlega bara eitt eftir.
- Verður Svandís með í næstu kosningum eða fer hún í landsmálin og ýtir Steingrími úr formanni VG?  Hver kemur þá í staðinn?
- Nær Dagur að vinna þann stórsigur sem hann ætti að eiga möguleika á miðað við allt ofangreint eða talar hann bara í hringi og gerir ekki neitt?
- Hvaða leið verður eiginlega farin með útrás OR og samskiptin við Geysir Green?  Annað hvort verður fundin lausn á þessu eða þeir lögsækja OR upp á milljarða.  Vilja einkaaðilar taka þátt í þessu eftir þá útreið sem Bjarni Ármannsson, óskabarn þjóðarinnar, fékk í þessum hildarleik?

Hvaða áhrif hefur þetta á Sjálfstæðisflokkinn?
- Hver verður staða Geir Haarde eftir þetta?  Fólki hefur þótt hann hafa hálf lufsuleg tök á flokknum í öllum þessum málum.
- Í greininni hér að ofan er talað um að Þorgerður Katrín sé að grafa eigin gröf í flokknum með því að skapa ósætti í flokknum til að ýta Villa út.

Það er engin gúrkutíð framundan svo mikið er víst!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.2.2008 kl. 21:54

20 identicon

Mestu mistökin og það allra versta fyrir sjálfstæðisflokkinn var að mynda þennan meirihluta sem nú starfar.  Það var algjörlega fyrirséð að þetta myndi aldrei ganga.  Fyrir utan það að það er engin leið út úr þessu ástandi sem bara borgarstjórinn og verðandi borgarstjóri eru ánægðir með  Ég bíð hreinlega ekki í ástandið eftir tvö ár fyrir sjálfstæðisflokkinn.  Hver hefði getað trúað því að Dagur B. Eggertsson af öllum málóðum mönnum skuli standa uppi með pálmann í höndunum.  Það verður spennandi að sjá hvernig menn í Valhöll ætla sér að jafna leikinn við Samfó.  Það gerist ekki með þetta setup.

Grétar (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband