Gönguferð í laufvindunum

Haust

Var að koma heim úr gönguferð. Nú er haustið endanlega að taka yfir allt hér á Akureyri. Það var notalegt að skella sér út í göngu og fylgjast með veðrinu á þessum sunnudagsmorgni. Amma mín kallaði alltaf haustvindana sem eru svo áberandi á þessum tíma ársins því fallega nafni, Laufvinda. Skammt undan er veturinn, en ég ætla þó að vona að hann verði ekki áberandi mjög með sinni kuldatíð fyrr en þá bara skömmu fyrir jólin.

Nú taka við hefðbundin sunnudagsverk en fyrst af öllu ætla ég þó að horfa á Silfur Egils. Nú er Egill kominn aftur á sinn stað í hádeginu og ég ætla mér að fylgjast með þjóðmálaumræðunni hjá honum. Nú eru prófkjörin framundan og mikil spenna er í stjórnmálunum þessar vikurnar og aðalslagurinn er jú enn eftir. Því nóg um að tala. Treysti Agli til að vera með líflega og góða umfjöllun á þessum spennutíma stjórnmálanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband