Uppstilling í Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti í dag á fundi sínum á Ísafirði uppstillingu á framboðslista sinn fyrir komandi þingkosningar. Það stefnir í að Norðvesturkjördæmi verði eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stillir upp á lista, en enn á eftir að taka formlega ákvörðun í Norðausturkjördæmi, en þar verður kjördæmisþing um næstu helgi. Allir þingmenn flokksins í Norðvestri: Sturla Böðvarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson hafa lýst yfir framboði sínu.

Auk þeirra hafa Borgar Þór Einarsson, Bergþór Ólason og Birna Lárusdóttir lýst yfir framboði sínu. Það verður því nú verkefni uppstillingarnefndar að leggja fyrir kjördæmisþing tillögu sína að framboðslista. Í nóvember 2002 var haldið umdeilt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu og kom til átaka vegna þess er Vilhjálmur Egilsson féll úr öruggu þingsæti. Bar hann við víðtækum brotum á prófkjörsreglum flokksins er beint hafði verið gegn sér. Það voru mikil átök sem fóru meðal annars fyrir miðstjórn með sögulegum hætti á sínum tíma.

mbl.is Stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband