Álver á Reyðarfirði mannað Íslendingum

Álver á Reyðarfirði

Það var gleðiefni að sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um álverið á Reyðarfirði. Það er mikil ásókn í störfin í álverinu og munu rúmlega 1500 umsóknir, langflestar frá Íslendingum, hafa borist nú þegar í um rúmlega 400 störf. Er það vilji Alcoa að þar verði náð jöfnum kynjahlutföllum í starfsmannahaldinu og hafa nú þegar þriðjungur sem þegar hafa verið ráðnir verið konur. Til að undirstrika viljann á að fá konur til starfa var Alcoa í dag með kvennadag á vegum fyrirtækisins. Mikill fjöldi kvenna þáði boðið. Fóru þær í skoðanaferðir á vinnusvæðið og boðið síðan í fyrirtækjakynningu í veitingasal starfsmannaþorpsins. Flott framtak þetta.

Það er ánægjulegt að svo margir Íslendingar sæki austur til starfa í álverið. Í fréttunum í gær var rætt við fólk frá t.d. Vestmannaeyjum og Húsavík sem hafa flust austur í Fjarðabyggð til starfa við þetta verkefni. Það er gott að sjá þessa þróun og einkum það að álverið verður mannað Íslendingum. Þær fortöluraddir höfðu heyrst hjá andstæðingum álversins fyrir upphaf framkvæmda að þar yrðu útlendingar við störf, fólk fyrir austan myndi ekki vilja vinna þar og fólk myndi ekki vilja flytja austur til starfa þar. Annað er komið á daginn og þessi frétt staðfestir vel stöðu mála og það að Íslendingar vilja sækja þangað til verka í vel launuð og góð störf.

Það er gaman að sjá hversu mikill kraftur er í fólki fyrir austan og það er gott hversu mjög byggðakjarnarnir í Fjarðabyggð hafa eflst eftir upphaf þessara framkvæmda. Þetta sést auðvitað best á Reyðarfirði, sem er nú svo sannarlega orðinn miðpunktur Austurlands.


mbl.is Konur fjölmenntu á kvennadegi Alcoa Fjarðaáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband