Villi og Huddersfield mega muna sinn fífil fegurri

Davíð Oddsson Davíð Oddsson er snillingur í að tala í fyrirsögnum og hefur frábæran húmor; getur verið skemmtilega kaldhæðinn. Davíð var í essinu sínu í dag er hann líkti pólitískri stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borgarstjóra, við stöðu knattspyrnuliðsins Huddersfield í V-Yorkshire.

Eins og sparkspekingar vita má liðið muna sinn fífil fegurri; er í 15. sæti í fyrstu deild ensku knattspyrnunnar og með heil 15 mörk í mínus. Með öðrum orðum; liðið er í miklum vandræðum, rétt eins og "gamli góði Villi".

Hló vænt þegar að ég sá þessi ummæli, enda eru þau allt í senn kaldhæðin, hnitmiðuð og flott. Davíð er töffari!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta eru ekki neinir 5 aura brandarar hjá Davíð/flottur og kaldhæðin,en mer datt i hug að Leeds mitt lið gamla sem styð ennþá i bliðu og striðu er lika í annari deild með 15 stig i minus/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 16:53

2 identicon

Hmmm... fór Villi ekki í Seðlabankann og sótti ráðgjöf?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er gaman af Davíð....en hann sjálfur hefur aldrei þolað að gert sé grín að honum.

Þetta er eiginlega lýsing á Davíð sjálfum.... má muna fífil sinn fegurri.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.2.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Skrýtið mér finst einmitt Davíð einmitt vera með 5 aura brandara ???? Kalhæðinn og þeir sem minna mega sín , lenda í því oft á tíðum.   Mér finst hann oft ólíðandi á kostnað annara.  Sorry mín skoðun.

Erna Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

davíð er snillingur - það er ekkert flóknara - pólitískir andstæðingar hans hræðast hann enn í dag

Óðinn Þórisson, 14.2.2008 kl. 17:50

6 identicon

Það er rétt sem sagt er hér að ofan Davíð er snillingur en það eru allir hræddir við hann

Hann var ekki búinn að vera nema viku í Seðlabankastjórastólnum þegar að hann byrjaði að hrauna yfir Geir og hefur haldið því áfram leynt og ljóst.

Á sama tíma og allir Seðlabankar í heiminum reyna að lækka stýrivexti  til að stjórnvöldum þá þrjóskast Davíð við hann lækkar ekki stýrivexti

Hann ræður og vill að þjóðin viti það  ( Ríkið það er ég)

Skilur hann ekki að háir vextir auka á erfiðleika almennings og fyrirtækja

Hár fjármagnskostnaður fer beint út í verðlagið og eykur verðbólgu

Davíð ætti bara að drífa sig til englands og gerast fjármálastjóri hjá Huddersfield .  Hann getur tekið þann minnislausa með sér 

Sæmundur (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:56

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sæmundur. þú hefur kannski ekki heyrt talað um verðbólgu. ef það væru lægri vextir væru þú aðrir að taka neyslulán til þess eins að keyra upp verðbólguna.

Fannar frá Rifi, 15.2.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband