Skrípaleikur í Valhöll - léleg vinnubrögð

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það er enginn vafi á því að blaðamannafundurinn með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í Valhöll er einn sá daprasti í íslenskri fjölmiðlasögu og var starfsfólki Sjálfstæðisflokksins til skammar. Engu líkara var en að umgjörðin væri sett fram til þess að ganga endanlega frá stjórnmálaferli Vilhjálms í beinni útsendingu, án þess að hann ætlaði sér að hætta.

Svo klúðurslegt var allt við augnablikið að freistandi var að telja viðvaninga við stjórn í Valhöll. Það er alveg ljóst að svona vandræðaleg vinnubrögð og klaufaleg framganga við fjölmiðla hefði aldrei sést á framkvæmdastjóraferli Kjartans Gunnarssonar sem vann allt svona af fagmennsku og passaði vel upp á að augnablikið nyti sín, gildir þá einu landsfundir flokksins, fundir þingflokksins og forystumannanna. Fjölmiðlar fengu þar alltaf greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og passað vel upp á að alla þá þætti sem mestu máli skipta.

Á því augnabliki þegar að leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem hefur verið undir miklu álagi vegna pólitískra mistaka sinna og lélegrar forystu, reynir að verjast og byggja sig upp, er skondið að sjá starfsmenn flokksins byrja á því að reka ljósmyndara og blaðamenn út af fundinum og fram á gang, allt að því með valdi. Á þeim tímum sem við lifum á er lágmark að fjölmiðlar hafi aðgang að kjörnum fulltrúum og sérstaklega á því augnabliki að stjórnmálamaður er að koma með yfirlýsingu um framtíð sína í starfi. Þetta er verklag sem verður ekki hægt að afsaka svo auðveldlega eða bæta fyrir.

Þessi vinnubrögð eru vond fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heild og alveg lágmark að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins taki sig saman í andlitinu og biðji fjölmiðla afsökunar og eiginlega sjálfstæðismenn alla líka, því að þessi fjölmiðlasirkus, sem var stýrður af starfsmönnum flokksins, var fyrir neðan allar hellur og skaðaði aðeins leiðtoga í vanda og borgarstjórnarflokkinn í heild sinni.

mbl.is „Óánægja blaðamanna skiljanleg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Ég held að það sé misskilningur að framkvæmd fréttamannafundarins hafi verið klúður.

Ég held nefnilega að Vilhjálmur hafi vanmetið aðstæður gjörsamlega.

Hann ætlaði ekki að halda neinn fréttamannafund, enda var hann ekki einu sinni tilbúinn með neina yfirlýsingu.

Hann hefur raunverulega búist við því að hver og einn fjölmiðill settust hjá honum við borðið og tækju hann í drotningarviðtal þar sem hann segði sorrý og að svo hefðu allir bara vorkennt honum og fyrirgefið.

Ég held svo sem að flestir hafi vorkennt greyinu en til þess að öðlast fyrirgefningu þá þarf maður að iðrast og axla ábyrgð. 

Ingólfur, 14.2.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

maður er ekki að halda uppi vörn fyrir þessi klúðri þarna í Valhöl,en enn og aftur ,ef ætti að taka öll þau mistök seinni ára hjá Stjórnmálamönnum i flestum flokkum!!! sem hafa enga ábyrgð borið á þvi ,mundi mer ekki endast öll nóttin þessa/ þó nokkur verri en þetta með Villa/Halli gtamli

Haraldur Haraldsson, 15.2.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

þessi blaðamannafundur í valhöll var klúður á stórum skala - sá tími sem vþv ætlar sér til umhugsunar hlítur að taka enda um helgina eða í síðasta lagi í næstu viku - mín skoðun - hann heldur flokknum í spennutreyju og þessu verður að fara að ljúka. hann verður að fara að taka afstöðu hvort hann meti það svo að hans persóna skipti meira máli en hagsmunir flokksins.

Óðinn Þórisson, 15.2.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband