Matarverð lækkar

Mjólkurvörur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, kynntu á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum nú kl. 11:00 tillögur ríkisstjórnarinnar til lækkunar matarverðs. Þar eru mikil tíðindi að gerast svo sannarlega. Stefnt er að því að vörugjald af innlendri matvöru verði að fullu afnumið frá 1. mars nk. Sama dag mun virðisaukaskattur af matvælum, sem nú er 14%, verða 7% og sömuleiðis verður það 7% af þeim mat sem nú er í 24%. Ennfremur mun virðisaukaskattur af veitingaþjónustu sem nú er 24,5% lækka niður í 7%. Almennir innflutningstollar af kjötvöru mun lækka um allt að 40% samhliða þessu.

Um er að ræða mikil þáttaskil. Þetta er sannkallað gleðiefni fyrir alla neytendur. Þessar aðgerðir munu miðast við að færa almennt matarverð til jafns við meðalverð á matvörum sem gengur og gerist almennt hér á Norðurlöndunum. Þetta eru mjög góðar tillögur, sem eru öflugar og afgerandi. Á þeim var svo sannarlega þörf. Það var orðið vel ljóst að matarverð hér var alltof hátt og róttækra aðgerða var þörf. Við því var brugðist með vinnu stjórnarflokkanna sem lýkur með þessari farsælu niðurstöðu.

Skýrsla Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra, í sumar markaði þáttaskil. Um var að ræða niðurstöður hans sem formanns matarverðsnefndarinnar, sem skipuð var af Halldóri Ásgrímssyni, fyrrum forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Skýrslan var afgerandi og tók af skarið svo um munaði. Eftir það var ekki spurning um hvort heldur hvenær gripið yrði til róttækra aðgerða í þessum efnum.

mbl.is Virðisaukaskattur og tollar af matvælum lækka 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju var þetta ekki gert fyrir mörgum árum? Beðið fram að kosningum eins og venjulega.

Helgi (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 11:31

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fagna ber góðu verki þá gert er. Þetta eru tímamót og þeim ber að fagna. Það hefur blasað við öllum að Framsóknarflokkurinn hefur verið viss framfarahemill í þessu máli og aftrað því að vissar breytingar yrðu gerðar. En það er gleðiefni að skrefið hafi verið stigið. Þetta eru afgerandi ákvarðanir sem tala sínu máli.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.10.2006 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband