Hasarlegur flótti Annþórs

Annþór Karlsson hefur verið einn umtalaðasti glæpamaður landsins árum saman. Það var eftir öðru að mál hans tæki á sig enn dramatískari mynd með hasarlegum flótta frá fangageymslunni á Hverfisgötu. Allar lýsingarnar minna á bandaríska hasarmynd, rétt eins og svo margt úr máli Annþórs sjálfs sem hefur verið mikið í fjölmiðlum.

Öryggisgæslan er ekki sérstök þarna fyrst að fólk getur látið sig hverfa og eðlilegt að spá aðeins betur í hvort þetta sé varðhaldsstöð eða vettvangur þar sem hægt er að fara inn og út að eigin vali. Þvílík skömm fyrir lögguna, segi ég bara.

Það verður áhugavert að sjá hversu lengi þessi stórhættulegi glæpamaður getur verið á flótta. Vonandi finnst hann fljótlega.

mbl.is Hættulegur strokufangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkur klaufaskapur hjá lögreglunni að missa þennan stórhættulega glæpamann svona úr höndum sér, en vonandi ná þeir honum áður en hann nær að lemja einhverja óbreytta borgara í klessu. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Drífa drenginn í friðargæsluna og senda til Afganistan

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.2.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband