Annþór strauk til að halda upp á afmælið

Annþór Annþór Karlsson strauk úr fangelsi til að halda upp á afmælið sitt eftir því sem fréttir herma, en hann náði víst ekki að halda upp á 32 ára afmælið sitt vegna þess að hann var í haldi. Er nú verið að reyna að leita uppi leyndustu afmælisveislu ársins, þar sem hinn stórhættulegi glæpamaður ætlar að fagna afmælinu.

Þó þarf varla að búast við því að þar verði blásið á 32 kerti á köku eða boðið verði upp á rjómatertu með léttum veigum. Mun frekar má búast við æsilegri svallveislu þar sem krimminn ætlar að bæta sér upp um afmælisleysið í steininum. Löggan vill eðlilega fá að vita hvar veislan fari fram svo að þeir geti komið afmælisbarninu á óvart.

Að öllu gamni slepptu; þvílíkt klúður hjá löggunni. Þeir tala um að Annþór sé stórhættulegur, samt var hann á gang fyrir einhverja "fyrirmyndarfanga". Það er ekki nema von að þeir séu sorrí yfir þessu skelfilega klúðri sínu.

mbl.is Víðtæk leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega.... þvílíkt klúður hjá löggunni. Af öllum mönnum þá sleppur Annþór.

Linda litla, 15.2.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Bara Steini

Öll kurl eiga eftir að koma til grafar í þessu máli...

Bara Steini, 15.2.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband