Annþór fór á myspace í dag - fangelsismál

Enn er Annþór Karlsson, strokufanginn stórhættulegi skv. lýsingum lögreglu þó hafi verið flokkaður sem fyrirmyndarfangi með visst frelsi þar, ófundinn. Hann virðist vera í góðu tölvusambandi enda skráði hann sig inn á myspace-síðu sína í dag og segist vera mjög reiður. Í valflipanum Mood á síðunni velur hann enda orðið Evil. Það er svolítið sérstakt að sjá svona fangadrama í raunveruleikanum. Það gerist sem betur fer ekki oft að fangar sleppi en þessi hasar minnir helst á bandaríska fangaflóttamynd með dassa af aksjóni.

Vinur minn sendi mér póst eftir fyrri skrif og vék þar að aðstöðu á Hverfisgötu og fleira. Þar segir orðrétt: "Vandamálið er að þegar menn eru í gæsluvarðhaldi (að því gefnu að þeir séu ekki í einangrun í þágu rannsóknar máls) þá ættu þeir að vera inn á fangelsi, t.d. Litla Hrauni. Þar sem það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins þá getur fangelsismálastofnun ekki tekið við honum. Því þarf hann að vera inn á lögreglustöðinni á Hvefisgötu þó skv. lögum eða reglugerð megi hann ekki vera í "löggufangelsi" lengur en 4 daga og þar er engin aðstæða til að vista gæsluvarðhaldsfanga.

Ennfremur hafa gæsluvarðhaldsfangar (sem og t.d. þeir sem eru að afplána vararefsingu eða sektir) ákveðin fríðindi t.d. að þeir eru ekki læstir inn í klefa í lengri tíma og hafa hafa smá gang. Ég ætla ekki að fara út í að lýsa fangaklefum á Hverfisgötunni en þar er engin aðstæða til að hafa þá þar sem ekki má hafa hann í marga daga í fangaklefa þar sem úrskurður dómara segir væntanlega ekki til um það. Sökin liggur því ekki hjá lögreglunni."


Gott að fá þessa útlistun á þessu. Þakka þessum vini mínum fyrir sitt góða komment til mín. Eftir stendur að þetta á hreinlega ekki að geta gerst. Þarna sést þó vel vandinn í fangelsismálum landsins. Þau eru yfirfull og vantar mjög augljóslega alvöru fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kortlagt það og þarf að drífa í því sem fyrst.

mbl.is Tveir handteknir í strokumáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég er sammála því - og hef commentað um það undanfarin ár á öðrum vettvangi - að úrbóta er þörf í fangelsis málum Íslendinga. Mér finnst það reyndar gott, ef rétt er, að líkt og ég hef skrifað um áður - að sannarlega sekir fundnir menn af erlendum uppruna séu hugsanlega dæmdir fyrir brot sín hérna á Íslandi þar sem þeir fremja brot - en séu síðan strax sendir utan til síns heimalands til þess að afplána/taka út dóminn.

Ef allir þeir erlendu sakamenn sem nú eru í fangelsum á Íslandi væru sendir heim til afplánunar myndi það skapa mun minna vesen fyrir fangelsismálayfirvöld. Einnig myndi það spara á ýmsum stöðum. Við skattgreiðendur þyrftum ekki að borga uppihald og húsaskjól fyrir þá og dagpeninga og fleira sem til fellur. Auðvitað myndu dýrmæt pláss losna í leiðinni og þar af leiðandi vera hægt að taka úr umferð sannarlega brotlega og jafnvel hættulega sakamenn úr umferð hérna heima - þá gætum við sem sagt komið íslenskum glæpamönnum í fangelsi - brotamönnum sem kannski ganga of lengi frjálsir vegna plássleysis.

  

Tiger, 15.2.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þeir náðu honum, segi ekki annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband