Annþór á Hraunið - afmælisveislan í vaskinn

Annþór Það er gott að Annþór Karlsson sé kominn aftur á Litla-Hraun og geti unnið úr sínum málum þar. Það var dýrkeypt fyrir lögguna að líta af honum augnablik á meðan að hann beið yfirheyrslu og hljóta þeir að hafa glaðst með að ná honum í fataskápnum í Mosfellsbæ í kvöld.

Það var svolítið spes að fylgjast með fréttunum af leitinni af honum eftir strokið ævintýralega úr fangelsinu. Sögurnar mögnuðust og alltaf bættist við. Það var eiginlega fyndnast af öllu þegar að sögurnar um tölvuvafur strokufangans og yfirvofandi afmælisveisluna tóku að berast út. Þetta var að verða eins og hálfgerð krimmasaga en ekki raunveruleiki.

Eftir standa þó spurningar um eftirlitið í fangageymslunni þar sem fangi hefur tíma til að undirbúa það að strjúka, getur hringt út og unnið að flóttaplani og getur fundið reipi og fleiri hluti til að nota til að strjúka. Þarna er augljóslega glufa í fangelsinu sem fara verður yfir. Þetta eru stór mistök. Vonandi lærir lögreglan eitthvað á þessu fangadrama.

mbl.is Annþór á leið austur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Já, sannarlega rétt hjá þér Stefán að það verður að fara yfir svona flóttaglufur og sjá til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Hvað skyldi það nú hafa kostað okkur skattgreiðendur allur sá mannskapur sem fór í það að hafa uppá honum aftur? I wonder.

  before Annþór reads this comment and sends out a handrukkara on my blogg and put´s it on a fire.. takk fyrir mig.

Tiger, 16.2.2008 kl. 03:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér leið eins og þetta væri að gerast í Ameríkunni, nei þá var þetta bara á Íslandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

lestu bara atburðarásina betur, þegar hann lét slag standa og flúði þá var hann ekki í neinu fangelsi né fangageymslu. Heldur geymdur uppá gangi á efstu hæð.

Nú er hann Anni afmælisbarn búin að skemma fyrir ölluð öðrum sem verður hent uppá þennan gang, líklegst er að teknir verði upp siðir kanas og fólk flekkjað við stóla eða ofn þegar það er geymd á ganginum. Vonum að þetta auki vinsældir hans á hrauninu.

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 16.2.2008 kl. 12:57

4 identicon

Hvað er maðurinn að gera með handklæðið yfir hausnum,það hafa allir mynd af hans ásjónu greypta í sitt minni.....

Moli (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:04

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stefán maður hefi nú um stundir meiri áhyggjur af Fangelsismalum hér yfirleitt,það ber að stækka og byggja mikið af þeim á næstunni,ef við herðum dóma og sitjum uppi með þar lika um 20% útlendinga /eins er ekki komið eins og ætti að vera að dæma menn meira i Samfelgaþjónustu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.2.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband