Enn eitt vopnaða ránið í borginni

Það hefur ekki farið framhjá neinum að glæpaalda hefur gengið yfir borgina að undanförnu, þar sem vopnuð rán hafa verið áberandi í banka, verslunum og veitingastöðum. Oftar en ekki hafa þetta þó verið ungmenni sem eru lítið skipulögð og kemst upp um þá, sem betur fer segja flestir. En þetta er dapurleg þróun, ef við erum að feta sömu slóð og í fjölmennum löndum þar sem vopnuð rán eru nær daglegt brauð.

Sú var tíðin að vopnuð rán af þessu tagi voru mikil tíðindi og heyrði til undantekninga að reynt væri að ráðast að starfsfólki með vopnum og næla sér í pening. Oftar en ekki tekst ekki að ræna miklu, t.d. eins og í sólarhringsverslununum þar sem þetta var ekki mikið, enda er auðvitað orðið æ algengara að fólk noti kort en reiðufé.

Lögreglan hefur oftar en ekki leyst þessi mál fljótt og vel. Gott dæmi var bankaránið um daginn, þar sem brúnkuræningjanum tókst illa að fela slóð sína og var gripinn eftir brúnkumeðferðina í Garðabæ með ránsfenginn í höndunum. Það er gott að lögreglan getur tekið vel á þessum málum. En þetta er ekki góð þróun í samfélaginu.

mbl.is Vopnað rán í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband