Samningar í höfn - farsæl niðurstaða

Samningar undirritaðir Það er jákvætt og gott að kjarasamningar hafi náðst með farsælum hætti. Það hefur verið góður tónn í viðræðum síðustu dagana og núningur og hvöss orð víðsfjarri, sem eru góðar fregnir. Umfram allt er um að ræða allt skynsamlega niðurstöðu til efnahagslegra aðstæðna. Fór enda vel á með mönnum í kvöld við lok viðræðna.

Framlag ríkisstjórnarinnar leikur lykilhlutverk í lausn mála eins og svo oft áður - þar er um að ræða mikilvægt framlag á flestum sviðum. Lækkun tekjuskattar og hækkun persónuafsláttar stendur þar upp úr og komið er til móts við ýmsa hópa samfélagsins, t.d. með hækkun barnabóta og húsaleigubóta.

Í fyrsta skipti koma forystumenn Samfylkingarinnar að lausn kjarasamninga sem afl í ríkisstjórn landsins frá stofnun flokksins. Tengsl ASÍ við flokkinn hafa verið mikil, eins og allir hafa séð, og sem dæmi má nefna að forseti ASÍ situr SAMAK-fundi norrænna jafnaðarmannaleiðtoga með kollegum sínum af öðrum norðurlöndum á hverju sumri. Bein tengsl flokka og verkalýðssamtaka eru reyndar óskiljanleg. ASÍ hefur alla tíð bundið miklar vonir við Samfylkinguna og eru vonandi sáttir með niðurstöðu samninganna.

Framan af mátti merkja gremju þar yfir að ríkisstjórn með aðild flokksins ætlaði ekki að hliðra nægilega til við gerð samninga, en flestum er í fersku minni stuðningur forystu ASÍ við Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjöri fyrir þrem árum. Vonandi er sátt á þeim bænum með niðurstöðuna. Las þó í dag pistil Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, á Eyjunni þar sem greina mátti að ekki hefði verið nóg að gert. Eflaust má alltaf gott bæta.

Mest er um vert að tryggja undirstöðu að stöðugleika, sem vonandi tekst með þessu. Fróðlegt verður að sjá stöðu mála undir lok samningstímans, þegar að tveir áratugir verða liðnir frá hinum sögulegu þjóðarsáttasamningum, sem Ásmundur Stefánsson, núv. ríkissáttasemjari og þáv. forseti ASÍ, og Guðmundur Jaki, þáv. formaður VMSÍ, handsöluðu við Einar Odd Kristjánsson, þáv. formann VSÍ og síðar alþingismann.


mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Getur þú sagt mér hve mikið húsaleigubætur hækka ?

Skattlalækkun í formi hækkunar persónuafsláttar um 194 króna á mánuði er hneisa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Stebbi. Mér finnst hækkun á persónuafslætti ansi mögur. 2.000 kall á næsta ári og svo aftur 2.000 og loks heilar 3.000 krónur árið 2011! Og þetta segir Geir að sé meira en gert var ráð fyrir. Dálítið vandræðalegt. Ég átti von á meiru. Gott að barnabæturnar hækka enda hafa þær verið skornar duglega niður í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hækkuðu samt smá fyrir kosningar:)

Þetta eru ansi slappir samningar en þó jákvætt að um krónutöluhækkun er að ræða en ekki prósentu. En persónuafslátturinn hefði átt að hækka mun meira. Skrifaði smá pistil um málið hér.

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 18.2.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Guðrún María: Þetta er sagt orðrétt svona í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: "Húsaleigubætur hækki og verði hámarksbætur 46 þúsund krónur á mánuði í stað 31 þúsund króna. Ennfremur hækki sérstakar húsaleigubætur og skilyrði fyrir þeim verði rýmkuð svo þær nái til fleiri heimila. Samanlagt geta almennar og sérstakar húsaleigubætur því numið 70 þúsund krónum á mánuði í stað 50 þúsund króna."

Hlynur: Eflaust má alltaf gera betur. Verð samt að viðurkenna að ég taldi að á vissum stigum yrði gengið lengra en raunin varð. Nú er Samfylkingin aðili að þessari niðurstöðu af hálfu ríkisstjórnarinnar og fróðlegt að sjá hvort ASÍ sé sátt við framlag þess í málinu. Eins og ég rak eru tengsl ASÍ við núverandi formann Samfylkingarinnar mikil og á hverju sumri fundar forseti ASÍ með formönnum allra jafnaðarmannaflokka norðurlandanna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.2.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta er barasta skömm og ekkert annað!!!!!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.2.2008 kl. 01:09

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir nánari upplýsingar Stebbi.

Eigi að síður sé ég ekki að þessir samningar hvorki upphæðir launahækkana né heldur útspil stjórnvalda geri stöðu einstaklinga á vinnumarkaði betri en verið hefur allt frá bráðabirgðalögum á sínum tíma og síðar þjóðarsátt og samkrulli þar sem síflellt er hallað á hinn vinnandi einstakling.

Samkrull verkalýðshreyfingar við SF sem annan ríkisstjórnarflokk er lýðræðinu óhollt og ætti ekki að eiga sér stað þ.e að pólítískir hagsmunir einstakra flokka blandist saman við starfssemi gæslu og varðstöðu launþega á vinnumarkaði.

Sama máli gegnir um meinta hagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins gagnvart fyrirtækjum umfram einstaklinga í landinu .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2008 kl. 02:19

6 identicon

Tengsl annarra stjórnmálaflokka er ekki síðri miðað við kjörgengi. Líklegast eru tengsl Sjálfstæðisflokksins mest. Minni á verkalýðsráð Sj.fl. og hverjir sitja þar. Einn af varaforsetum ASÍ og formaður Einingar hér er á lista Framsóknarmanna. Auðvitað eru söguleg tengsl milli verkalýðsforystunnar það ætti ég af ættarlegum ástæðum að vita. En einn af forystumönnum ASÍ hætti við þátttöku í forvali SF vegna vinnu sinnar. Bara svo þetta sé á hreinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 08:51

7 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Rétt er að hafa það í huga að aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Svo á eftir að semja við sveitarfélögin um hækkun húsaleigubótanna. 18.000.- króna hækkun launa mun því skila drjúgum tekjum í ríkissjóð, eða tæp 37% hækkunarinnar. Ríki og sveitarfélög eru að græða á þessum samningum á þessu ári en ætla svo á næsta ári að fara að greiða hluta af því til baka.

Það er að sjálfsögðu gott að viðhalda stöðugleika en þessir samningar eru ekki að skila þeim lægst launuðu nema rétt rúmum 11.000.- í launaumslagið strax. Er það mikil hækkun?

Ari Jóhann Sigurðsson, 18.2.2008 kl. 09:46

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég segi bara ekki annað en það að ég þoli ekki verkföll svo ég er fegin að búið er að semja.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:47

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað gerir maður við 11.000?

Fer 10 sinnum í bíó.

Borðar hafragraut í hvert mál í 5 ár.

Kaupir sér 10 hamborgara.

Keyrir Toyotunni sinni 1100 kílómetra eða svo.

Fær sér 20 kjúklinga gordon-bleu í Bónus.

Fær sér nesti og nýja skó, eða eitthvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2008 kl. 12:48

10 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Sæll frændi,

Það er gott að samningar eru í höfn. Um innihald þeirra má svo endalaust deila en ég held að þegar á heildina er litið séu þetta fínir samningar.

Ætla svo bara að óska þér til hamingju með að vera annar vinsælasti bloggari moggabloggsins um þessar mundir. Það er mikill heiður að stjórna svona fjölsóttri síðu.

Bestu kveðjur,

Stefán Þór Helgason, 18.2.2008 kl. 13:01

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað hefðu skattalækkanir komið þarna best út,þær eru ekki verðbólguhvetjandi,þeir sem eru með undir 150 þus eiga bara ekki að borga skatt/það er lika gott að læka skatta á fyrirtækum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.2.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband