Vissi Jón Ásgeir ekki alla söguna á bakvið FL?

Jón Ásgeir Jóhannesson Það var áhugavert að horfa á hádegisviðtalið við Jón Ásgeir. Það sem vakti mesta athygli mína er að þar gefur hann í skyn að hafa ekki vitað um hinn mikla rekstrarkostnað FL Group er Baugur bjargaði fyrirtækinu frá hruni undir lok síðasta árs. Væri gott að hann talaði enn betur um þennan veigamikla þátt málsins. Öllum er ljóst að FL Group hefði verið gert upp og fyrirtækið bútað niður og selt úr því hefði Baugur ekki leidd endurfjármögnun og uppbyggingu.

Það er reyndar ótrúleg saga á bakvið fall FL Group síðustu misserin og hefur ekki mikið farið fyrir Hannesi Smárasyni eftir þau endalok öll á skýjaverkefnum hans. Eðlilega hefur verið deilt á starfslokasamning hans, en hann er veglegur og óheyrilegur miðað við þann ávöxt sem hann skildi eftir sig af starfinu með hnignun fyrirtækisins sem var á leið til glötunar þegar að Baugur fór í björgunaraðgerðir til að reisa það við. Taprekstur fyrirtækisins á liðnu ári er enda Íslandsmet og væri saga frá að segja víðar.

Það er alveg ljóst að Jón Ásgeir ætlar að rífa FL Group upp. Hann gaf ungum manni góð tækifæri með því að gera hann að forstjóra og ætlar að setja mark sitt á endurreisnina. Greinilegt er að hann ætlar sér að skera enn meira niður í rekstrarkostnaðinum en Jón Sigurðsson hefur reyndar boðað og virðist varla vanþörf á. Enda ekki óeðlilegt að hann sendi skýr skilaboð um markvissa endurreisn en ekkert hálfkák. Þarna er margt undir.

Eftir stendur að gott væri að vita hvort veigamiklir þættir í skelfilegri stöðu FL Group undir lok forstjóraferils Hannesar Smárasonar hafi verið haldir leyndir fyrir Jóni Ásgeiri, manninum sem bjargaði fyrirtækinu frá grimmum örlögum. En það var þó gefið í skyn í dag.

mbl.is Eignir FL Group á brunaútsölu ef ekki hefði verið gripið inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég horfði á strákinn, hann kemur nú vel fyrir og er örugglega eldklár.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já ég held líka að þetta sé eldklár strákur, enda væri hann ekki staddur í lífinu nema svo væri

Erna Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru svona menn sem við sjálfstæðismenn viljum hundelta og látum ríkissaksóknara hamast á árum saman á kostnað skattborgaranna.

Háðungin mun að lokum lenda á Flokknum en þjóðin greiðir svo allan kostnaðinn. Hvernig væri að skipta einum ónefndum seðlabankastjóra út fyrir Jón Ásgeir?

Árni Gunnarsson, 18.2.2008 kl. 18:28

4 identicon

Púff,, þetta er nú meira ástandið,, Vonandi fá Danir engan olíugróða , sko það voru nú þeir sem byrjuðu allt fárið hér um árið,, Ríkið hefði getað byggt einn sæmilegan grunnskóla fyrir kostnaðinn sem búið er að leggja í nornaveiðarnar Baugsmönnum,, ég hef ekki minnstu trú á að þeir séu saklausir,, þvert á móti,, Enn betur hefði verið að skoða möguleikana áður enn haldið var af stað,, Ljóst mátti verða að ekki yrði beitt viðlíka aðferðum og gert var í Hafskipsmálinu,, Fjöldahandtökur um nótt og Gæsluvarðhald,, Og heilan Háskóla má byggja fyrir skaðabótakröfurnar sem koma munu á móti,, Hverjir sitja svo og bora í nefið,, Hudderfield,,?????????

Bimbó (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:47

5 identicon

Jú ,, Svo þetta með starfslokasamningin,, bara besta mál,, þannig gat Hannes farið frá með sæmd,, Annars hefðu orðið málaferli og stærri tölur verið í deiglunni,, Munið að greiðslan nam aðeins c.a. 3. klst. tapi á starfstíma m.v. 40 klst. vinnuviku hjá F.L. Grúpp,, Bara smámunir,, Tvær þrjár ferðir fram og til baka á einkaþotunni,, ekkert til að eltast við,,,,

Bimbó (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:01

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála. Ég vil Jón Ásgeir sem seðlabankastjóra.             Sjálfstæðismenn eru að kafna í sjálfum sér, sérstaklega í borgarmálum  og kanski fleiru....

 Hvet  til að Jón Ásgeir taki þessa stöðu þó fyrr hefði verið

Erna Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 19:14

7 identicon

http://blogs.wsj.com/deals/2008/02/14/icelands-baugur-says-its-ready-to-deal

Þetta er áhugaverð grein sem birtist í Wallstreet journal en enginn fjölmiðill rætt um hér á landi.

Við getum greinilega andað rólega. Það er til nóg af peningum í Baugi!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið.

Þakka þér sérstaklega Jónína fyrir að benda á þessa athyglisverðu grein.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.2.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og pælingarnar.

Þakka þér sérstaklega Jónína fyrir að benda á þessa athyglisverðu grein.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.2.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband